Gjaldþrot West Seafood á Flateyri: Fólk dofið yfir því hver staðan er eftir fyrri áföll Atli Ísleifsson skrifar 18. september 2019 13:15 Fiskvinnslufyrirtækið Kambur var á sínum tíma langstærsti vinnustaðurinn á Flateyri. Eigendur seldu hins vegar eigir félagsins árið 2007. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari „Þetta hefur verið sorgarsaga á Flateyri síðan Kambur lokaði þarna 2007,“ segir Finnbogi Sveinbjörnsson, formaður Verkalýðsfélags Vestfjarða um ástandið á Flateyri. Fiskvinnslufyrirtækið West Seafood, sem var með fimmtán manns í vinnu í byrjun árs en sjö um síðustu mánaðarmót, var úrskurðað gjaldþrota fyrr í mánuðum. Finnbogi segir að Verkalýðsfélag Vestfjarða hafi átt fund með starfsfólki á mánudaginn þar sem farið var yfir stöðuna. Hann segir að fólk hafi borið sig vel og vonist til að hægt verði að finna trausta aðila til að koma að rekstri á staðnum. „En því miður er það þannig að þegar fólk er búið að ganga í gegnum svona erfið áföll, eins og raunin hefur verið á Flateyri síðan 2007, þá verður fólk svolítið dofið yfir því hve staðan er. Það er því miður staðan. Fólk ber sig hins vegar ótrúlega vel og það er frábært að sjá hvað er í raun mikill hugur í fólki. Hugsar að vonandi fari þetta af stað aftur og vonandi fái það vinnu aftur,“ segir Finnbogi.Fínt húsnæði, verkþekking og stutt á miðin Finnbogi segir að fólk sé ekki búið að glata voninni. Það sé ekki það sem hann heyri. „Auðvitað er það vonsvikið að þetta skuli fara svona. Það eru allir burðir þarna til að hægt sé að reka fína fiskvinnslu. Það eru flott fiskvinnsluhúsnæði á Flateyri – þó ekki endilega það sem West Seafood var að vinna í – en svo er góð verkþekking á staðnum, auk þess að fiskmiðin eru nú bara þarna í bakgarðinum.“Finnbogi Sveinbjörnsson, formaður Verkalýðsfélags Vestfjarða.Enn er verið að taka saman kröfur félagsmanna, en Finnbogi segir að líklega séu launakröfur um ellefu milljónir króna, og lífeyrissjóðir og stéttarfélagsiðgjöld á fimmtu milljón. Einnig séu ógreiddar orlofsgreiðslur frá 1. maí og út uppsaganarfrest. Laun, orlof og greiðslur í lifeyrissjóð falla undir ábyrgðasjóð launa en slíkt eigi ekki við um stéttarfélagsiðgjöldin.Var lofað vinnu eftir sumarlokun Finnbogi segir að flestir starfsmenn hafi séð í hvað stefndi eftir að fyrirtækinu var forðað frá gjaldþroti í mars. „Það hafði verið bras, bátur missti veiðileyfið, það var hráefnisskortur og lausafjárskortur,“ segir Finnbogi. West Seafood sagði í vor upp átta manns, en fimmtán manns höfðu þá starfað hjá fyrirtækinu. Hafi verið reynt að hafa þá sem búsettir voru í plássinu áfram í vinnu eins lengi og hægt var. „Það var hins vegar þannig að sagt var við þá sem sagt var upp í vor, að þeir myndu fá aftur vinnuna eftir sumarlokun. Það var búið að gefa undir fótinn með það. Það fólk skráði sig ekki atvinnulaust og hefur þá verið launalaust síðan í júní. Fyrirtækið átti ekki fyrir orlofi starfsmanna svo verkalýðsfélagið hljóp þar undir bagga. Starfsfólk fékk því einhver laun en ekki full.“ Finnbogi segir að eftir samtöl við fulltrúa Vinnumálastofnunar á Ísafirði sýnist starfsmönnum félagsins á öllu að þessi mannskapur sem þarna situr óbættur hjá garði, að hann er byrjaður að skrá sig á atvinnuleysisskrá. „Enda ekki að mörgu öðru að snúa á Flateyri eins og staðan er. Því miður.“ Byggðamál Ísafjarðarbær Sjávarútvegur Vinnumarkaður Tengdar fréttir West Seafood á Flateyri gjaldþrota Fiskvinnslufyrirtækið West Seafood á Flateyri var úrskurðað gjaldþrota fyrr í mánuðinum. 17. september 2019 20:21 Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fleiri fréttir „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Sjá meira
„Þetta hefur verið sorgarsaga á Flateyri síðan Kambur lokaði þarna 2007,“ segir Finnbogi Sveinbjörnsson, formaður Verkalýðsfélags Vestfjarða um ástandið á Flateyri. Fiskvinnslufyrirtækið West Seafood, sem var með fimmtán manns í vinnu í byrjun árs en sjö um síðustu mánaðarmót, var úrskurðað gjaldþrota fyrr í mánuðum. Finnbogi segir að Verkalýðsfélag Vestfjarða hafi átt fund með starfsfólki á mánudaginn þar sem farið var yfir stöðuna. Hann segir að fólk hafi borið sig vel og vonist til að hægt verði að finna trausta aðila til að koma að rekstri á staðnum. „En því miður er það þannig að þegar fólk er búið að ganga í gegnum svona erfið áföll, eins og raunin hefur verið á Flateyri síðan 2007, þá verður fólk svolítið dofið yfir því hve staðan er. Það er því miður staðan. Fólk ber sig hins vegar ótrúlega vel og það er frábært að sjá hvað er í raun mikill hugur í fólki. Hugsar að vonandi fari þetta af stað aftur og vonandi fái það vinnu aftur,“ segir Finnbogi.Fínt húsnæði, verkþekking og stutt á miðin Finnbogi segir að fólk sé ekki búið að glata voninni. Það sé ekki það sem hann heyri. „Auðvitað er það vonsvikið að þetta skuli fara svona. Það eru allir burðir þarna til að hægt sé að reka fína fiskvinnslu. Það eru flott fiskvinnsluhúsnæði á Flateyri – þó ekki endilega það sem West Seafood var að vinna í – en svo er góð verkþekking á staðnum, auk þess að fiskmiðin eru nú bara þarna í bakgarðinum.“Finnbogi Sveinbjörnsson, formaður Verkalýðsfélags Vestfjarða.Enn er verið að taka saman kröfur félagsmanna, en Finnbogi segir að líklega séu launakröfur um ellefu milljónir króna, og lífeyrissjóðir og stéttarfélagsiðgjöld á fimmtu milljón. Einnig séu ógreiddar orlofsgreiðslur frá 1. maí og út uppsaganarfrest. Laun, orlof og greiðslur í lifeyrissjóð falla undir ábyrgðasjóð launa en slíkt eigi ekki við um stéttarfélagsiðgjöldin.Var lofað vinnu eftir sumarlokun Finnbogi segir að flestir starfsmenn hafi séð í hvað stefndi eftir að fyrirtækinu var forðað frá gjaldþroti í mars. „Það hafði verið bras, bátur missti veiðileyfið, það var hráefnisskortur og lausafjárskortur,“ segir Finnbogi. West Seafood sagði í vor upp átta manns, en fimmtán manns höfðu þá starfað hjá fyrirtækinu. Hafi verið reynt að hafa þá sem búsettir voru í plássinu áfram í vinnu eins lengi og hægt var. „Það var hins vegar þannig að sagt var við þá sem sagt var upp í vor, að þeir myndu fá aftur vinnuna eftir sumarlokun. Það var búið að gefa undir fótinn með það. Það fólk skráði sig ekki atvinnulaust og hefur þá verið launalaust síðan í júní. Fyrirtækið átti ekki fyrir orlofi starfsmanna svo verkalýðsfélagið hljóp þar undir bagga. Starfsfólk fékk því einhver laun en ekki full.“ Finnbogi segir að eftir samtöl við fulltrúa Vinnumálastofnunar á Ísafirði sýnist starfsmönnum félagsins á öllu að þessi mannskapur sem þarna situr óbættur hjá garði, að hann er byrjaður að skrá sig á atvinnuleysisskrá. „Enda ekki að mörgu öðru að snúa á Flateyri eins og staðan er. Því miður.“
Byggðamál Ísafjarðarbær Sjávarútvegur Vinnumarkaður Tengdar fréttir West Seafood á Flateyri gjaldþrota Fiskvinnslufyrirtækið West Seafood á Flateyri var úrskurðað gjaldþrota fyrr í mánuðinum. 17. september 2019 20:21 Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fleiri fréttir „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Sjá meira
West Seafood á Flateyri gjaldþrota Fiskvinnslufyrirtækið West Seafood á Flateyri var úrskurðað gjaldþrota fyrr í mánuðinum. 17. september 2019 20:21