Þær Steiney Skúladóttir og Þura Stína hafa báðar tjáð sig um málið á Twitter og segir til að mynda Steiney þar: „Anna Svava komin í eitthvað grínþrot, hitar upp fyrir Björn Braga og stelur einum góðum MC Gauta brandara 4 árum seinna. Það er verið að bóka okkur á festivöl um allan heim, spila okkur á útvarpsstöðvum eins og BBC og við vorum að vinna verðlaunin besta up and coming hip hop band í Evrópu. Það er pjúra bara Ísland sem vill ekki sjá okkur. Þetta er svo ljótt kynjamisrétti að ég á ekki orð.“

