„Ekkert auðvelt að heyra hann kallaðan ómenni, viðbjóð, skíthæl, níðing og ofbeldismann“ Stefán Árni Pálsson skrifar 18. september 2019 10:00 Magnús Karl, Margrét og Róbert Smári ræddu um það hvernig er að vera barn sjórnmálamanns á Íslandi. Í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 var fjallað um hvernig það sé að eiga foreldri í stjórnmálum og hvernig það sé að heyra fólk ausa óhróðri yfir ástvini eða sjá andstyggilegar athugasemdir um það á veraldarvefnum. Þau Róbert Smári Gunnarsson, Magnús Karl og Margrét Bjarnadóttir eru börn þriggja umdeildra stjórnmálamanna sem höfðu þetta að segja um málið. „Hann er auðvitað umdeildur og er búinn að vera í sviðsljósinu í einhver tíu ár og þetta er oft átakanlegt og erfitt,“ segir Róbert Smári sem er sonur Gunnars Braga Sveinssonar, þingmaður Miðflokksins. „Það er frábært og ég er alveg ótrúlega heppin með pabba,“ segir Margrét sem er dóttir Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. „Það er erfitt. Hann er kröfuharður og er af gamla skólanum,“ segir Magnús Karl Ásmundsson, sonur Ásmundar Friðrikssonar þingmanns. „Almennt er það gott og persónulega er hann góður faðir og góður afi en að vera sonur svona umtalaðs manns getur verið erfitt og tekið á,“ segir Róbert.Klaustursmálið var líklega stærsta fréttamálið síðastliðið árið.„Það er ekkert auðvelt að heyra fólk kalla hann öllum illum nöfnum án þess að fara einhvern veginn í mann. Það er ekkert auðvelt að heyra hann kallaðan ómenni, viðbjóð, skíthæl, níðing og ofbeldismann.“ „Frá því að hann varð fyrst umdeildur ef svo má að orði komast þá hef ég reynt að fjarlægjast almenna umræðu á fréttamiðlum,“ segir Magnús Karl. „Ég les ekki kommentakerfið í dag. Það er sennilega mannskemmandi og vitleysa sem maður les þar og því sleppi ég því bara,“ segir Margrét. „Ég lokaði Facebook, las ekki fréttir. Maður treystir sér ekki til þess að vera í kringum þetta. Eins og með tvíburabróðir minn, þetta hefur farið mjög illa í hann,“ segir Róbert. „Ummælin í tengslum við Klaustursmálið, það er eitthvað það allra versta. Maður veltir því fyrir sér hvenær maður endanlega jafnar sig á því.“ „Það er kannski ekki alveg hvað ég hef beint upplifað heldur meira að þurfa horfa upp á móður mína og föður líða mjög illa yfir umtalinu. Þetta er alltaf átök, eðlilega. Pabbi hefur sjálfur sagt mér það að hann hefur grátið í koddann. Ég reyni að taka þessu af mjög mikilli yfirvegun. Það hjálpar klárlega að vera ekkert rosalega tilfinningalega skuldbundin fjölmiðlaumfjöllun og einhverju ímynduðu almenningsáliti,“ segir Magnús Karl.Gunnar Bragi Sveinsson er þingflokksformaður Miðflokksins.vísir/vilhelm„Fyrst og fremst voru þetta bara vonbrigði en þetta birtist manni allt öðruvísi sem fjölskyldumeðlimur og þetta er allt aðrar tilfinningar. Maður sér þetta frá allt öðru sjónarhorni. Þetta er fjölskyldufaðir, þetta er afi og við sjáum hann þannig. Þetta er ekki sú mynd sem birtist mér. Það er allt önnur mynd dreginn upp í fjölmiðlum en maður sjálfur upplifir,“ segir Róbert Smári. „Mér finnst með tilkomu samfélagsmiðla og stöðugri tækniþróunar. Það er alltaf auðveldara og auðveldara að koma sinni skoðun á framfæri og það er ekkert að því en hún þarf þá að vera málefnaleg og hún má ekki skaða aðra, það þarf að vera fótur fyrir því sem fólk segir. Það virðist ekki skipta neinu máli í dag.“ „Yfirleitt er ég sammála pabba mínum í pólitík. Ég er svona hægrisinnuð eins og hann,“ segir Margrét. „Ég hef orðið fyrir aðkasti og við allir bræðurnir. Ég hef verið kallaður litli pabbastrákur, spurður að því við hvað ég vinni hjá honum og sagði pabbi þinn þér að segja þetta. Það er eins og maður hafi ekki skoðanir sjálfur. Tvíburabróðir minn var úti á meðal fólks um daginn. Það var sagt við annan hóp af fólki, passið ykkur þarna er sonur Gunnars Braga viðbjóður,“ segir Róbert.Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.Vísir/Vilhelm„Mér finnst umræðan um opinberar persónur hafa versnað og sérstaklega eftir hrun. Mér finnst í raun með ólíkindum hvað fólk leyfir sér að segja,“ segir Margrét. „Þetta er oft svo rætið og ógeðslegt. Í dag gæti ég ekki hugsað mér sjálfur að vera í stjórnmálum. Þetta er ekki umhverfi sem heillar mig eins og er,“ segir Róbert. Bæði hann og Margrét geta ekki hugsað sér að starfa í stjórnmálum eins og staðan er í dag en Magnús Karl er ekki sammála. „Ég gæti hugsað mér það. Ég skammast mín ekki fyrir pabba minn. Pabbi er mitt mesta átrúnaðargoð,“ segir Magnús. „Ég hef aldrei fengið þá tilfinningu að ég skammist mín fyrir það að vera sonur föður míns. Ég hélt fyrst að þetta myndi bara venjast en svo bara kemst maður að því síðar meir að þetta er eitthvað sem venst ekki. Þú venst ekkert svona umtali og svona ljótum skrifum sem sumir viðhafa. Ég velti því líka oft fyrir mér hvort þetta fólk myndi þora að segja þetta við hann persónulega. Það liggur mér á hjarta,“ segir Róbert að lokum. Alþingi Ísland í dag Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Sjá meira
Í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 var fjallað um hvernig það sé að eiga foreldri í stjórnmálum og hvernig það sé að heyra fólk ausa óhróðri yfir ástvini eða sjá andstyggilegar athugasemdir um það á veraldarvefnum. Þau Róbert Smári Gunnarsson, Magnús Karl og Margrét Bjarnadóttir eru börn þriggja umdeildra stjórnmálamanna sem höfðu þetta að segja um málið. „Hann er auðvitað umdeildur og er búinn að vera í sviðsljósinu í einhver tíu ár og þetta er oft átakanlegt og erfitt,“ segir Róbert Smári sem er sonur Gunnars Braga Sveinssonar, þingmaður Miðflokksins. „Það er frábært og ég er alveg ótrúlega heppin með pabba,“ segir Margrét sem er dóttir Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. „Það er erfitt. Hann er kröfuharður og er af gamla skólanum,“ segir Magnús Karl Ásmundsson, sonur Ásmundar Friðrikssonar þingmanns. „Almennt er það gott og persónulega er hann góður faðir og góður afi en að vera sonur svona umtalaðs manns getur verið erfitt og tekið á,“ segir Róbert.Klaustursmálið var líklega stærsta fréttamálið síðastliðið árið.„Það er ekkert auðvelt að heyra fólk kalla hann öllum illum nöfnum án þess að fara einhvern veginn í mann. Það er ekkert auðvelt að heyra hann kallaðan ómenni, viðbjóð, skíthæl, níðing og ofbeldismann.“ „Frá því að hann varð fyrst umdeildur ef svo má að orði komast þá hef ég reynt að fjarlægjast almenna umræðu á fréttamiðlum,“ segir Magnús Karl. „Ég les ekki kommentakerfið í dag. Það er sennilega mannskemmandi og vitleysa sem maður les þar og því sleppi ég því bara,“ segir Margrét. „Ég lokaði Facebook, las ekki fréttir. Maður treystir sér ekki til þess að vera í kringum þetta. Eins og með tvíburabróðir minn, þetta hefur farið mjög illa í hann,“ segir Róbert. „Ummælin í tengslum við Klaustursmálið, það er eitthvað það allra versta. Maður veltir því fyrir sér hvenær maður endanlega jafnar sig á því.“ „Það er kannski ekki alveg hvað ég hef beint upplifað heldur meira að þurfa horfa upp á móður mína og föður líða mjög illa yfir umtalinu. Þetta er alltaf átök, eðlilega. Pabbi hefur sjálfur sagt mér það að hann hefur grátið í koddann. Ég reyni að taka þessu af mjög mikilli yfirvegun. Það hjálpar klárlega að vera ekkert rosalega tilfinningalega skuldbundin fjölmiðlaumfjöllun og einhverju ímynduðu almenningsáliti,“ segir Magnús Karl.Gunnar Bragi Sveinsson er þingflokksformaður Miðflokksins.vísir/vilhelm„Fyrst og fremst voru þetta bara vonbrigði en þetta birtist manni allt öðruvísi sem fjölskyldumeðlimur og þetta er allt aðrar tilfinningar. Maður sér þetta frá allt öðru sjónarhorni. Þetta er fjölskyldufaðir, þetta er afi og við sjáum hann þannig. Þetta er ekki sú mynd sem birtist mér. Það er allt önnur mynd dreginn upp í fjölmiðlum en maður sjálfur upplifir,“ segir Róbert Smári. „Mér finnst með tilkomu samfélagsmiðla og stöðugri tækniþróunar. Það er alltaf auðveldara og auðveldara að koma sinni skoðun á framfæri og það er ekkert að því en hún þarf þá að vera málefnaleg og hún má ekki skaða aðra, það þarf að vera fótur fyrir því sem fólk segir. Það virðist ekki skipta neinu máli í dag.“ „Yfirleitt er ég sammála pabba mínum í pólitík. Ég er svona hægrisinnuð eins og hann,“ segir Margrét. „Ég hef orðið fyrir aðkasti og við allir bræðurnir. Ég hef verið kallaður litli pabbastrákur, spurður að því við hvað ég vinni hjá honum og sagði pabbi þinn þér að segja þetta. Það er eins og maður hafi ekki skoðanir sjálfur. Tvíburabróðir minn var úti á meðal fólks um daginn. Það var sagt við annan hóp af fólki, passið ykkur þarna er sonur Gunnars Braga viðbjóður,“ segir Róbert.Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.Vísir/Vilhelm„Mér finnst umræðan um opinberar persónur hafa versnað og sérstaklega eftir hrun. Mér finnst í raun með ólíkindum hvað fólk leyfir sér að segja,“ segir Margrét. „Þetta er oft svo rætið og ógeðslegt. Í dag gæti ég ekki hugsað mér sjálfur að vera í stjórnmálum. Þetta er ekki umhverfi sem heillar mig eins og er,“ segir Róbert. Bæði hann og Margrét geta ekki hugsað sér að starfa í stjórnmálum eins og staðan er í dag en Magnús Karl er ekki sammála. „Ég gæti hugsað mér það. Ég skammast mín ekki fyrir pabba minn. Pabbi er mitt mesta átrúnaðargoð,“ segir Magnús. „Ég hef aldrei fengið þá tilfinningu að ég skammist mín fyrir það að vera sonur föður míns. Ég hélt fyrst að þetta myndi bara venjast en svo bara kemst maður að því síðar meir að þetta er eitthvað sem venst ekki. Þú venst ekkert svona umtali og svona ljótum skrifum sem sumir viðhafa. Ég velti því líka oft fyrir mér hvort þetta fólk myndi þora að segja þetta við hann persónulega. Það liggur mér á hjarta,“ segir Róbert að lokum.
Alþingi Ísland í dag Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Sjá meira