Seldi í Siggi's Skyr með 3,4 milljarða hagnaði Hörður Ægisson skrifar 18. september 2019 08:00 Sigurður Kjartan Hilmarsson stofnaði The Icelandic Milk and Skyr Corporation í New York árið 2006. Eignarhaldsfélagið Eldhrímnir, sem er í eigu hjónanna Ingimundar Sveinssonar arkitekts og Sigríðar Arnbjarnardóttur, ásamt þremur börnum þeirra, hagnaðist um liðlega 3,4 milljarða króna á síðasta ári vegna sölu á hlut sínum í fyrirtækinu The Icelandic Milk and Skyr Corporation, betur þekktu sem Siggi’s Skyr. Þetta má lesa út úr nýbirtum ársreikningi Eldhrímnis. Félag Ingimundar og fjölskyldu, sem lagði The Icelandic Milk and Skyr Corporation fyrst til fjármuni við stofnun þess 2006, var á meðal helstu hluthafa fyrirtækisins þegar það var selt til franska mjólkurrisans Lactalis fyrir að lágmarki 370 milljónir Bandaríkjadala í ársbyrjun 2018. Það jafngildir um 40 milljörðum króna miðað við þáverandi gengi. The Icelandic Milk and Skyr Corporation, sem var stofnað sem kunnugt er af Sigurði Kjartani Hilmarssyni, var í um 75 prósenta eigu Sigurðar, ættingja hans, vina og annarra sem þeim tengjast. Þá átti svissneski mjólkurframleiðandinn Emmi Group, eini fagfjárfestirinn í hluthafahópnum, um 22 prósenta hlut og nam hagnaður félagsins við söluna til Lactalis, eins og upplýst var um í Markaðinum fyrr á þessu ári, samtals um 80,9 milljónum dala. Fram kemur í ársreikningi Eldhrímnis að hagnaður félagsins hafi numið samtals 3,5 milljörðum 2018 en þar munaði langsamlega mest um söluhagnað hlutabréfaeignar að fjárhæð rúmlega 3,39 milljarðar. Heildareignir í lok síðasta árs námu 3,92 milljörðum og eigið fé var um 3,78 milljarðar. Eignir Eldhrímnis samanstóðu einkum af verðbréfum, eða fyrir um þrjá milljarða, og þá nam bókfært virði eignarhluta í ýmsum félögum, meðal annars Florealis, Hval hf. og Matorku, samtals um 700 milljónum. Sonur Ingimundar, Sveinn, var á meðal fyrstu samstarfsmanna Sigurðar þegar hann stofnaði fyrirtækið í New York og hannaði meðal annars umbúðirnar um skyrið. Var Sveinn jafnframt í hópi stærstu hluthafa skyrfyrirtækisins. Birtist í Fréttablaðinu Íslendingar erlendis Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira
Eignarhaldsfélagið Eldhrímnir, sem er í eigu hjónanna Ingimundar Sveinssonar arkitekts og Sigríðar Arnbjarnardóttur, ásamt þremur börnum þeirra, hagnaðist um liðlega 3,4 milljarða króna á síðasta ári vegna sölu á hlut sínum í fyrirtækinu The Icelandic Milk and Skyr Corporation, betur þekktu sem Siggi’s Skyr. Þetta má lesa út úr nýbirtum ársreikningi Eldhrímnis. Félag Ingimundar og fjölskyldu, sem lagði The Icelandic Milk and Skyr Corporation fyrst til fjármuni við stofnun þess 2006, var á meðal helstu hluthafa fyrirtækisins þegar það var selt til franska mjólkurrisans Lactalis fyrir að lágmarki 370 milljónir Bandaríkjadala í ársbyrjun 2018. Það jafngildir um 40 milljörðum króna miðað við þáverandi gengi. The Icelandic Milk and Skyr Corporation, sem var stofnað sem kunnugt er af Sigurði Kjartani Hilmarssyni, var í um 75 prósenta eigu Sigurðar, ættingja hans, vina og annarra sem þeim tengjast. Þá átti svissneski mjólkurframleiðandinn Emmi Group, eini fagfjárfestirinn í hluthafahópnum, um 22 prósenta hlut og nam hagnaður félagsins við söluna til Lactalis, eins og upplýst var um í Markaðinum fyrr á þessu ári, samtals um 80,9 milljónum dala. Fram kemur í ársreikningi Eldhrímnis að hagnaður félagsins hafi numið samtals 3,5 milljörðum 2018 en þar munaði langsamlega mest um söluhagnað hlutabréfaeignar að fjárhæð rúmlega 3,39 milljarðar. Heildareignir í lok síðasta árs námu 3,92 milljörðum og eigið fé var um 3,78 milljarðar. Eignir Eldhrímnis samanstóðu einkum af verðbréfum, eða fyrir um þrjá milljarða, og þá nam bókfært virði eignarhluta í ýmsum félögum, meðal annars Florealis, Hval hf. og Matorku, samtals um 700 milljónum. Sonur Ingimundar, Sveinn, var á meðal fyrstu samstarfsmanna Sigurðar þegar hann stofnaði fyrirtækið í New York og hannaði meðal annars umbúðirnar um skyrið. Var Sveinn jafnframt í hópi stærstu hluthafa skyrfyrirtækisins.
Birtist í Fréttablaðinu Íslendingar erlendis Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira