Fannst lífið fara á hliðina: „Guð minn góður, ég er að fara að deyja“ Stefán Árni Pálsson skrifar 17. september 2019 10:30 Hanna Björg greinist með brjóstkrabbamein í mars. Hanna Björg Vilhjálmsdóttir kynjafræðingur og kennari í Borgarholtsskóla er móðir tveggja uppkominna barna. Hún er femínisti, baráttukona sem hefur barist fyrir því að kynjafræði sé innleidd í framhaldsskólum landsins með ágætum árangri. Í mars fékk Hanna nýtt verkefni; að berjast við brjóstakrabbamein. Sindri Sindrason ræddi við Hönnu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Í mars fór ég, eins og ég geri alltaf, í krabbameinsleit og fékk síðan bréf í póstkassann frá leitarstöðinni að það væri eitthvað grunsamlegt. Ég var beðin að koma tíu eða fjórtán dögum seinna og ég var nú ekki á því, að bíða í tvær vikur til að fá að vita hvort ég væri með krabbamein eða ekki,“ segir Hanna sem hringdi strax og sagði: „Þið getið ekki gert mér þetta.“ Þá var Hanna skoðuð betur, sýni tekið og fékk hún símtal viku seinna. Biðin var erfið. „Ég hugsa guð minn góður, ég er að fara deyja.“ Svo kom dagurinn þegar Hanna fékk staðfestingu á því að hún væri með krabbamein í brjósti og það hefði dreift sér út í þrjá eitla.Hanna með börnum, barnabarni og tengdadóttur.„Ég fer út úr rýminu sem ég var í og það er ótrúleg tilviljun að ég ramba beint inn á tvær konur sem ég vinn með, kennara og bókasafnsfræðingi, og þær voru báðar búnar að fara í gegnum þetta. Ég bara hryn niður fyrir framan þær og þær tóku mig strax afsíðis og fóru með mig inn á fundarherbergi og þar hrundi ég algjörlega niður,“ segir Hanna og bætir við að samstarfsfélagarnir hafi brugðist rétt við og sagt alla réttu hlutina. Þarna tók við eitt erfiðasta verkefnið að segja börnunum frá og móður hennar. „Þetta hljómar alveg ógeðslega illa, mamma er með krabbamein. Jafnvel þótt að fólk viti að það séu fullt af góðum lyfjum og fólk nái sér út úr þessu þá fer samt allt á hliðina. Mér fannst líf mitt fara á hliðina. Sjálfsmynd mín er þannig að ég er sterk, hraust og sjálfstæð. Það eru lykilþættir í sjálfsmyndinni minni og þetta bara fór og ég er bara skilin eftir í lausu lofti. Ég fékk strax að vita að ég væri að fara í ársferli og þetta verði mjög erfitt.“ Hún segir að lyfjameðferðin sé mjög erfið og að hún hafi lengi vel verið algjörlega á hliðinni.Einn dagur í einu „Ég sveiflast frá því að vera í rosalegu bjartsýniskasti yfir í það að vera ofboðslega hrædd. Ekki bara hrædd um að deyja heldur líka hrædd um að verða svona veik.“ Hún lýsir vondu dögunum svona: „Það er ógleði, niðurgangur, algjört orkuleysi, beinverkir og bara massíf flensueinkenni. Ég hugsa alltaf að þegar einum degi er lokið er þeim mun færri dagar eftir. Það sem heldur mér gangandi er að ég veit að þetta er erfitt og ég veit að þetta mun klárast,“ segir Hann sem vildi vera sterk fyrir börnin þó þau séu orðin fullorðin. „Ég var bara mjög buguð og sterkar konur bugast og sterkar konur verða hræddar. Svo rétti ég úr mér og byrjaði að tækla þetta.“ Hann er búin að vera í meðferð frá því í maí og alls eru meðferðirnar sex og verður hún mjög slöpp á meðan. „Í september fer ég í aðgerð og það lá alltaf fyrir að þetta yrði fleygskurður sem þýðir að brjóstið verður ekki alveg tekið.“ Hún segir að skurðlæknirinn hafi nefnd við hana hvort hún myndi vilja að minnka brjóstin og lyfta þeim í leiðinni. Til að þau myndu samsvara sér betur. Hún segist hafa verið ánægð með skurðlækninn en vissi ekki alveg hvernig hún átti að taka á málunum þar sem þætt færi í raun gegn hennar lífsspeki. „Mér hefur fundist það neikvæð þróun að konur leggist undir hnífinn til að stækka á sér brjóstin eða lyfta þeim til þess að fegra þau. Ég ákvað að krukka ekkert meira í þessu en nauðsyn væri á en ég verð að ítreka að ég skil konur mjög vel sem fara þessa leið. Það sem ég gagnrýni er sú pressa sem konur eru í að vera með einhver fullkomin brjóst. Það er búið að ákveða einhvern veginn hvað fullkomin brjóst eru sem er pínu klámvætt. Ef það verður eitthvað krumpað, þá ætla ég að bera það með reisn.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Heilbrigðismál Ísland í dag Jafnréttismál Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira
Hanna Björg Vilhjálmsdóttir kynjafræðingur og kennari í Borgarholtsskóla er móðir tveggja uppkominna barna. Hún er femínisti, baráttukona sem hefur barist fyrir því að kynjafræði sé innleidd í framhaldsskólum landsins með ágætum árangri. Í mars fékk Hanna nýtt verkefni; að berjast við brjóstakrabbamein. Sindri Sindrason ræddi við Hönnu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Í mars fór ég, eins og ég geri alltaf, í krabbameinsleit og fékk síðan bréf í póstkassann frá leitarstöðinni að það væri eitthvað grunsamlegt. Ég var beðin að koma tíu eða fjórtán dögum seinna og ég var nú ekki á því, að bíða í tvær vikur til að fá að vita hvort ég væri með krabbamein eða ekki,“ segir Hanna sem hringdi strax og sagði: „Þið getið ekki gert mér þetta.“ Þá var Hanna skoðuð betur, sýni tekið og fékk hún símtal viku seinna. Biðin var erfið. „Ég hugsa guð minn góður, ég er að fara deyja.“ Svo kom dagurinn þegar Hanna fékk staðfestingu á því að hún væri með krabbamein í brjósti og það hefði dreift sér út í þrjá eitla.Hanna með börnum, barnabarni og tengdadóttur.„Ég fer út úr rýminu sem ég var í og það er ótrúleg tilviljun að ég ramba beint inn á tvær konur sem ég vinn með, kennara og bókasafnsfræðingi, og þær voru báðar búnar að fara í gegnum þetta. Ég bara hryn niður fyrir framan þær og þær tóku mig strax afsíðis og fóru með mig inn á fundarherbergi og þar hrundi ég algjörlega niður,“ segir Hanna og bætir við að samstarfsfélagarnir hafi brugðist rétt við og sagt alla réttu hlutina. Þarna tók við eitt erfiðasta verkefnið að segja börnunum frá og móður hennar. „Þetta hljómar alveg ógeðslega illa, mamma er með krabbamein. Jafnvel þótt að fólk viti að það séu fullt af góðum lyfjum og fólk nái sér út úr þessu þá fer samt allt á hliðina. Mér fannst líf mitt fara á hliðina. Sjálfsmynd mín er þannig að ég er sterk, hraust og sjálfstæð. Það eru lykilþættir í sjálfsmyndinni minni og þetta bara fór og ég er bara skilin eftir í lausu lofti. Ég fékk strax að vita að ég væri að fara í ársferli og þetta verði mjög erfitt.“ Hún segir að lyfjameðferðin sé mjög erfið og að hún hafi lengi vel verið algjörlega á hliðinni.Einn dagur í einu „Ég sveiflast frá því að vera í rosalegu bjartsýniskasti yfir í það að vera ofboðslega hrædd. Ekki bara hrædd um að deyja heldur líka hrædd um að verða svona veik.“ Hún lýsir vondu dögunum svona: „Það er ógleði, niðurgangur, algjört orkuleysi, beinverkir og bara massíf flensueinkenni. Ég hugsa alltaf að þegar einum degi er lokið er þeim mun færri dagar eftir. Það sem heldur mér gangandi er að ég veit að þetta er erfitt og ég veit að þetta mun klárast,“ segir Hann sem vildi vera sterk fyrir börnin þó þau séu orðin fullorðin. „Ég var bara mjög buguð og sterkar konur bugast og sterkar konur verða hræddar. Svo rétti ég úr mér og byrjaði að tækla þetta.“ Hann er búin að vera í meðferð frá því í maí og alls eru meðferðirnar sex og verður hún mjög slöpp á meðan. „Í september fer ég í aðgerð og það lá alltaf fyrir að þetta yrði fleygskurður sem þýðir að brjóstið verður ekki alveg tekið.“ Hún segir að skurðlæknirinn hafi nefnd við hana hvort hún myndi vilja að minnka brjóstin og lyfta þeim í leiðinni. Til að þau myndu samsvara sér betur. Hún segist hafa verið ánægð með skurðlækninn en vissi ekki alveg hvernig hún átti að taka á málunum þar sem þætt færi í raun gegn hennar lífsspeki. „Mér hefur fundist það neikvæð þróun að konur leggist undir hnífinn til að stækka á sér brjóstin eða lyfta þeim til þess að fegra þau. Ég ákvað að krukka ekkert meira í þessu en nauðsyn væri á en ég verð að ítreka að ég skil konur mjög vel sem fara þessa leið. Það sem ég gagnrýni er sú pressa sem konur eru í að vera með einhver fullkomin brjóst. Það er búið að ákveða einhvern veginn hvað fullkomin brjóst eru sem er pínu klámvætt. Ef það verður eitthvað krumpað, þá ætla ég að bera það með reisn.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Heilbrigðismál Ísland í dag Jafnréttismál Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira