Rúnar Kristinsson eftir að landa 27. Íslandsmeistaratitli KR: Ég er hrærður yfir þessu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. september 2019 21:49 Kóngurinn í KR. vísir/bára „Ég veit það ekki, ég er hrærður yfir þessu. Mér finnst ótrúlega gaman að vinna hérna, að klára þetta sjálfir og vinna leikinn. Því þá var þetta aldrei nein spurning og við komum hingað til að vinna,“ sagði tárvotur Rúnar Kristinsson eftir 1-0 sigur KR á Val í kvöld. Sigurinn tryggði KR 27. Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu og er þetta í allavega annað skiptið sem KR fagnar titlinum á Hlíðarenda, heimavelli erkifjenda þeirra í Val. „Við komum hingað til að sækja, ætluðum okkur að pressa Val og ekki gefa þeim neinn tíma til að spila sinn leik. Við gerðum það alveg ofboðslega vel,“ sagði Rúnar um leik kvöldsins. Rúnar var spurður út í hvað titillinn þýddi fyrir hann og KR en áður en hann kom í viðtal gekk hann á alla starfsmenn KR sem og leikmenn og knúsaði þá innilega, með tárin í augunum. „Tárin streyma bara hérna, þetta er ótrúlega gaman. Að koma til baka eftir að ég er búinn að vera úti í nokkur ár og gera þetta á tveimur árum, að búa til sigurlið í Vesturbænum. Mér finnst það ótrúlega gaman. Það er gott að vinna fyrir þennan klúbb og fyrir fólkið í Vesturbænum,“ sagði Rúnar með tárin í augunum. Hann hélt áfram. „Ég er ótrúlega stoltur af mér, Bjarna (Guðjónssyni), Stjána (Kristjáni Finnbogasyni, markmannsþjálfara), öllu teyminu mínu og ekki síst leikmönnunum sem eru tilbúnir að hlusta á okkur, fylgja okkar fyrirmælum og vinna eftir því sem við leggjum upp. Þetta er bara góð eining og eins og ég sagði við strákana í dag, sama og ég sagði fyrir fyrsta leikinn í deildinni, að ef við sýnum stuðningsmönnum okkar virkilega þykir vænt um klúbbinn okkar og merkið, förum í allar tæklingar ...“ Fleiri urðu þau orð ekki frá Rúnari að þessu sinni þar sem hann var rifinn úr viðtalinu af leikmönnum sínum og tolleraður. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Valur 0-1 KR | KR er Íslandsmeistari í knattspyrnu 2019 KR er Íslandsmeistari í knattspyrnu í 27.sinn eftir öruggan 1-0 sigur á erkifjendum sínum í Val. Pálmi Rafn Pálmason gerði sigurmarkið á 4. mínútu leiksins. 16. september 2019 21:30 Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Fleiri fréttir Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH VAR í Bestu deildina? Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Adam Ægir á heimleið Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Sjá meira
„Ég veit það ekki, ég er hrærður yfir þessu. Mér finnst ótrúlega gaman að vinna hérna, að klára þetta sjálfir og vinna leikinn. Því þá var þetta aldrei nein spurning og við komum hingað til að vinna,“ sagði tárvotur Rúnar Kristinsson eftir 1-0 sigur KR á Val í kvöld. Sigurinn tryggði KR 27. Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu og er þetta í allavega annað skiptið sem KR fagnar titlinum á Hlíðarenda, heimavelli erkifjenda þeirra í Val. „Við komum hingað til að sækja, ætluðum okkur að pressa Val og ekki gefa þeim neinn tíma til að spila sinn leik. Við gerðum það alveg ofboðslega vel,“ sagði Rúnar um leik kvöldsins. Rúnar var spurður út í hvað titillinn þýddi fyrir hann og KR en áður en hann kom í viðtal gekk hann á alla starfsmenn KR sem og leikmenn og knúsaði þá innilega, með tárin í augunum. „Tárin streyma bara hérna, þetta er ótrúlega gaman. Að koma til baka eftir að ég er búinn að vera úti í nokkur ár og gera þetta á tveimur árum, að búa til sigurlið í Vesturbænum. Mér finnst það ótrúlega gaman. Það er gott að vinna fyrir þennan klúbb og fyrir fólkið í Vesturbænum,“ sagði Rúnar með tárin í augunum. Hann hélt áfram. „Ég er ótrúlega stoltur af mér, Bjarna (Guðjónssyni), Stjána (Kristjáni Finnbogasyni, markmannsþjálfara), öllu teyminu mínu og ekki síst leikmönnunum sem eru tilbúnir að hlusta á okkur, fylgja okkar fyrirmælum og vinna eftir því sem við leggjum upp. Þetta er bara góð eining og eins og ég sagði við strákana í dag, sama og ég sagði fyrir fyrsta leikinn í deildinni, að ef við sýnum stuðningsmönnum okkar virkilega þykir vænt um klúbbinn okkar og merkið, förum í allar tæklingar ...“ Fleiri urðu þau orð ekki frá Rúnari að þessu sinni þar sem hann var rifinn úr viðtalinu af leikmönnum sínum og tolleraður.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Valur 0-1 KR | KR er Íslandsmeistari í knattspyrnu 2019 KR er Íslandsmeistari í knattspyrnu í 27.sinn eftir öruggan 1-0 sigur á erkifjendum sínum í Val. Pálmi Rafn Pálmason gerði sigurmarkið á 4. mínútu leiksins. 16. september 2019 21:30 Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Fleiri fréttir Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH VAR í Bestu deildina? Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Adam Ægir á heimleið Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Sjá meira
Umfjöllun: Valur 0-1 KR | KR er Íslandsmeistari í knattspyrnu 2019 KR er Íslandsmeistari í knattspyrnu í 27.sinn eftir öruggan 1-0 sigur á erkifjendum sínum í Val. Pálmi Rafn Pálmason gerði sigurmarkið á 4. mínútu leiksins. 16. september 2019 21:30