Hefur ekki gerst í 49 ár en gæti gerst á Hlíðarenda í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. september 2019 13:45 KR dansa hér sigurdans þegar þeir urðu síðast Íslandsmeistarar 2013. fréttablaðið/stefán KR-ingar verða Íslandsmeistarar á heimavelli fráfarandi Íslandsmeistara með sigri á Hlíðarenda í kvöld. Valur hefur unnið Íslandsmeistaratitilinn undanfarin tvö tímabil en það er löngu orðið ljóst að Valsmenn vinna hann ekki þriðja árið í röð. Baráttan stendur þess í stað á milli KR og Breiðabliks og þar er staða KR-inga talsvert betri. KR-ingar hafa sjö stiga forskot á Blika og verða Íslandsmeistari með sigri á Val á Hlíðarenda í kvöld en leikurinn hefst klukkan 19.15 og verður í beinni á Stöð 2 Sport. KR getur þar orðið fyrsta liðið í 49 ár til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn á heimavelli ríkjandi Íslandsmeistara. Það gerðist síðast í september 1970. Skagamenn urðu Íslandsmeistarar 1970 eftir 2-1 sigur á Keflavík í næstsíðustu umferðinni. Guðjón Guðmundsson skoraði þá sigurmarkið fimm mínútum fyrir leikslok. Mikill áhugi var fyrir leiknum, óformlegum úrslitaleik um titilinn, og Akraborgin sigldi meðal annars beint frá Akranesi til Keflavíkur í aðdraganda leiksins. Keflavík hafði orðið Íslandsmeistari sumarið 1969 undir stjórn hins 28 ára gamla þjálfara Hólmberts Friðjónssonar. Keflavíkurliðið var í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn við Skagamenn bæði þessi tímabil en liðin skiptu á milli sín titlunum. Skagamenn komust í 1-0 með marki Eyleifs Hafsteinssonar í upphafi leiksins sem var spilaður á Keflavíkurvelli 12. september 1970 en nokkrum mínútum síðar náði Magnús Torfason að jafna metin. Sextán mínútur liðnar og staðan 1-1. Þannig stóðu leikar þar til á 85. mínútu þegar Eyleifur og Guðjón spiluðu sig í gegnum Keflavíkurvörnina og Guðjón skoraði sigurmarkið mikilvæga. Guðjón var vissulega hetja Skagamanna en mikið munaði um Eyleif Hafsteinsson sem ÍA hafði endurheimt eftir fjögurra ára veru hjá KR. Eyleifur var maðurinn á bak við bæði mörkin, skoraði þar fyrra en lagði upp það síðara. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar fréttir úr dagblöðunum eftir þennan leik. KR-ingar geta leikið þetta eftir í kvöld og orðið fyrstu Íslandsmeistararnir í 49 ár sem tryggja sér titilinn á heimavelli fráfarandi meistara. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Fleiri fréttir „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Sjá meira
KR-ingar verða Íslandsmeistarar á heimavelli fráfarandi Íslandsmeistara með sigri á Hlíðarenda í kvöld. Valur hefur unnið Íslandsmeistaratitilinn undanfarin tvö tímabil en það er löngu orðið ljóst að Valsmenn vinna hann ekki þriðja árið í röð. Baráttan stendur þess í stað á milli KR og Breiðabliks og þar er staða KR-inga talsvert betri. KR-ingar hafa sjö stiga forskot á Blika og verða Íslandsmeistari með sigri á Val á Hlíðarenda í kvöld en leikurinn hefst klukkan 19.15 og verður í beinni á Stöð 2 Sport. KR getur þar orðið fyrsta liðið í 49 ár til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn á heimavelli ríkjandi Íslandsmeistara. Það gerðist síðast í september 1970. Skagamenn urðu Íslandsmeistarar 1970 eftir 2-1 sigur á Keflavík í næstsíðustu umferðinni. Guðjón Guðmundsson skoraði þá sigurmarkið fimm mínútum fyrir leikslok. Mikill áhugi var fyrir leiknum, óformlegum úrslitaleik um titilinn, og Akraborgin sigldi meðal annars beint frá Akranesi til Keflavíkur í aðdraganda leiksins. Keflavík hafði orðið Íslandsmeistari sumarið 1969 undir stjórn hins 28 ára gamla þjálfara Hólmberts Friðjónssonar. Keflavíkurliðið var í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn við Skagamenn bæði þessi tímabil en liðin skiptu á milli sín titlunum. Skagamenn komust í 1-0 með marki Eyleifs Hafsteinssonar í upphafi leiksins sem var spilaður á Keflavíkurvelli 12. september 1970 en nokkrum mínútum síðar náði Magnús Torfason að jafna metin. Sextán mínútur liðnar og staðan 1-1. Þannig stóðu leikar þar til á 85. mínútu þegar Eyleifur og Guðjón spiluðu sig í gegnum Keflavíkurvörnina og Guðjón skoraði sigurmarkið mikilvæga. Guðjón var vissulega hetja Skagamanna en mikið munaði um Eyleif Hafsteinsson sem ÍA hafði endurheimt eftir fjögurra ára veru hjá KR. Eyleifur var maðurinn á bak við bæði mörkin, skoraði þar fyrra en lagði upp það síðara. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar fréttir úr dagblöðunum eftir þennan leik. KR-ingar geta leikið þetta eftir í kvöld og orðið fyrstu Íslandsmeistararnir í 49 ár sem tryggja sér titilinn á heimavelli fráfarandi meistara.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Fleiri fréttir „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Sjá meira