Skólinn okkar – Skýrsla Innri endurskoðunar Sævar Reykjalín skrifar 16. september 2019 09:49 Nú er formaður Skóla- og frístundaráðs (SFR), Skúli Helgason, komin í ham og er að reyna flýta því sem mest hann má að loka hluta af Kelduskóla. Enda má engan tíma missa því borgarstjórinn tilkynnti í vikunni að hönnunarsamkeppni er framundan um skóla í hverfi formannsins. Bara svo það sé tekið fram strax þá styð ég heilshugar byggingu skóla í Skerjafirði, en það er leitt að það skuli þurfa að vera á kostnað menntunar og öryggis barna í Grafarvogi. Í síðustu viku kom út skýrsla frá Innri Endurskoðun Reykjavíkurborgar (IE) þar sem mátti finna ýmislegt athyglisvert. Skúli Helgason las það út úr skýrslunni að loka þyrfti Kelduskóla í hvelli og stokka upp allt skólastarf í Grafarvogi. Því er gott að geta flett upp skýrslunni og séð hver megin niðurstaða hennar er: „Meginniðurstaða þessarar skýrslu er að mismunandi skilningur virðist vera á milli skólastjórnenda og skóla- og frístundasviðs annars vegar og fjárveitingarvalds borgarinnar hins vegar um hvað er nauðsynlegt fjármagn til reksturs á grunnskólum borgarinnar...“ Þetta hér að ofan eru ekki mín orð heldur er þetta meginniðurstaðan samkvæm skýrsluhöfundum IE. Fagfólk í skólunum okkar segist ekki hafa næga fjármuni til að reka skólana þannig að þeir geti sinni öllum börnum og sínum skildum samkvæmt lögum. Formaður SFR er þessu ósammála ef marka má viðtöl við hann nýlega. Hvort ættum við að trúa orðum stjórnenda og fagfólks sem vinnur í skólunum og hittir börnin okkar á hverjum degi, ásamt niðurstöðu IE eða pólitíkusu? Það er hvergi nægjanlegu fjármagni veitt til skólamála í Reykjavík og á þeim tíma sem núverandi formaður hefur leitt SFR hefur staðan versnað. Sífellt er verið að seinka framkvæmdum á Dalskóla í Úlfarsársdal. Það hefur gengið svo ill að á síðasta skólavetri notuðust börnin þar einmitt við hluta að húsnæði Kelduskóla þar sem þau voru á hrakhólum. Viðhald skóla hefur ekki verið sinnt og er samkvæmt skýrslunni kominn tími á margar og dýrar framkvæmdir. Börn með sérþarfir fá ekki þá þjónustu sem þau þurfa því að hún er svo kostnaðarsöm og staða frístundar er á mörgum stöðum óboðleg. Leggja á niður skólaakstur í hverfum borgarinnar sem bitnar á öryggi barna og eykur akstur og skutl til muna. Á Skóla- og frístundasviði (SFS) er einn starfsmaður sem kann á Excel skjalið sem úthlutar fjármunum til skólana og skjalið er yfir 20 ára gamalt. Þetta hefur verið vitað lengi og er heldur áfram á vakt formannsins. Einhversstaðar í heiminum þættu svona vinnubrögð ekki eðlileg, en ekki í Reykjavík, þar er þetta normið. Formanninum finnst sjálfsagt að spara 8 miljónir í skólaakstur, jafn sjálfsagt og að veita 8 milljónum að skattfé borgarbúa í tónlistarhátíð og þiggja svo frímiða fyrir sig og einn vin. En það er búið að lofa formanninum skóla í hans hverfi. Sá skóli verður byggður á tillögu úr skýrslu sem kom út árið 2016 sem fjallaði um skólamál í Grafarvogi og þá sérstaklega Staðahverfi. Þá þótti formanninum þetta of dýrt og ekki vera fyrirkomulag sem hentar í Reykjavík. Raunin er hinsvegar að það hefði skapað sterkari og fjölbreyttari skóla. Í dag á ekki bara að loka hluta af Kelduskóla heldur á að rugla með 3 aðra skóla, skipta nemendum þvers og krus um Grafarvoginn og láta þau svo ganga langar vegalengdir yfir óupplýstar, ómerktar og umferðaþungar götur. Á næstu vikum og mánuðum mun reyna á samstöðu íbúa í Grafarvogi því að skólarnir eru hjartað í sínu hverfi. Stöndum saman fyrir skólann okkar.Höfundur er þriggja barna faðir í Grafarvogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lokun Kelduskóla, Korpu Reykjavík Skóla - og menntamál Sævar Reykjalín Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nú er formaður Skóla- og frístundaráðs (SFR), Skúli Helgason, komin í ham og er að reyna flýta því sem mest hann má að loka hluta af Kelduskóla. Enda má engan tíma missa því borgarstjórinn tilkynnti í vikunni að hönnunarsamkeppni er framundan um skóla í hverfi formannsins. Bara svo það sé tekið fram strax þá styð ég heilshugar byggingu skóla í Skerjafirði, en það er leitt að það skuli þurfa að vera á kostnað menntunar og öryggis barna í Grafarvogi. Í síðustu viku kom út skýrsla frá Innri Endurskoðun Reykjavíkurborgar (IE) þar sem mátti finna ýmislegt athyglisvert. Skúli Helgason las það út úr skýrslunni að loka þyrfti Kelduskóla í hvelli og stokka upp allt skólastarf í Grafarvogi. Því er gott að geta flett upp skýrslunni og séð hver megin niðurstaða hennar er: „Meginniðurstaða þessarar skýrslu er að mismunandi skilningur virðist vera á milli skólastjórnenda og skóla- og frístundasviðs annars vegar og fjárveitingarvalds borgarinnar hins vegar um hvað er nauðsynlegt fjármagn til reksturs á grunnskólum borgarinnar...“ Þetta hér að ofan eru ekki mín orð heldur er þetta meginniðurstaðan samkvæm skýrsluhöfundum IE. Fagfólk í skólunum okkar segist ekki hafa næga fjármuni til að reka skólana þannig að þeir geti sinni öllum börnum og sínum skildum samkvæmt lögum. Formaður SFR er þessu ósammála ef marka má viðtöl við hann nýlega. Hvort ættum við að trúa orðum stjórnenda og fagfólks sem vinnur í skólunum og hittir börnin okkar á hverjum degi, ásamt niðurstöðu IE eða pólitíkusu? Það er hvergi nægjanlegu fjármagni veitt til skólamála í Reykjavík og á þeim tíma sem núverandi formaður hefur leitt SFR hefur staðan versnað. Sífellt er verið að seinka framkvæmdum á Dalskóla í Úlfarsársdal. Það hefur gengið svo ill að á síðasta skólavetri notuðust börnin þar einmitt við hluta að húsnæði Kelduskóla þar sem þau voru á hrakhólum. Viðhald skóla hefur ekki verið sinnt og er samkvæmt skýrslunni kominn tími á margar og dýrar framkvæmdir. Börn með sérþarfir fá ekki þá þjónustu sem þau þurfa því að hún er svo kostnaðarsöm og staða frístundar er á mörgum stöðum óboðleg. Leggja á niður skólaakstur í hverfum borgarinnar sem bitnar á öryggi barna og eykur akstur og skutl til muna. Á Skóla- og frístundasviði (SFS) er einn starfsmaður sem kann á Excel skjalið sem úthlutar fjármunum til skólana og skjalið er yfir 20 ára gamalt. Þetta hefur verið vitað lengi og er heldur áfram á vakt formannsins. Einhversstaðar í heiminum þættu svona vinnubrögð ekki eðlileg, en ekki í Reykjavík, þar er þetta normið. Formanninum finnst sjálfsagt að spara 8 miljónir í skólaakstur, jafn sjálfsagt og að veita 8 milljónum að skattfé borgarbúa í tónlistarhátíð og þiggja svo frímiða fyrir sig og einn vin. En það er búið að lofa formanninum skóla í hans hverfi. Sá skóli verður byggður á tillögu úr skýrslu sem kom út árið 2016 sem fjallaði um skólamál í Grafarvogi og þá sérstaklega Staðahverfi. Þá þótti formanninum þetta of dýrt og ekki vera fyrirkomulag sem hentar í Reykjavík. Raunin er hinsvegar að það hefði skapað sterkari og fjölbreyttari skóla. Í dag á ekki bara að loka hluta af Kelduskóla heldur á að rugla með 3 aðra skóla, skipta nemendum þvers og krus um Grafarvoginn og láta þau svo ganga langar vegalengdir yfir óupplýstar, ómerktar og umferðaþungar götur. Á næstu vikum og mánuðum mun reyna á samstöðu íbúa í Grafarvogi því að skólarnir eru hjartað í sínu hverfi. Stöndum saman fyrir skólann okkar.Höfundur er þriggja barna faðir í Grafarvogi.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar