Kaliforníumenn munu opna hlaupahjólaleigu Ari Brynjólfsson skrifar 14. september 2019 10:30 Einar hefur verið að prófa þetta hjól frá Go X og sýndi það fulltrúum borgarinnar í vikunni. Fréttablaðið „Við vorum að semja við aðila frá Bandaríkjunum um samstarf á rafmagnshlaupahjólaleigu í Reykjavík. Ég sýndi fulltrúum Reykjavíkurborgar hjólið í vikunni og það stefnir allt í að útleiga hefjist fyrr en síðar,“ segir Einar Hermannsson, framkvæmdastjóri EHermannsson. Fyrirtækið sem um ræðir heitir Go X og er staðsett í San Francisco. Það hefur haslað sér völl á vesturströnd Bandaríkjanna. Það byrjaði með rafmagnshlaupahjólaleigur í grennd við háskóla í Kaliforníu. Nú er það að færa út kvíarnar, er þegar komið með starfsemi í Arizona, Texas og New York, og stefnir á Evrópumarkað. Útrásina hefja þeir á Íslandi af öllum stöðum. „Ég get ekki svarað því hvers vegna þeir ætla að byrja hér, en ég veit að þeir eru einnig að skoða aðstæður í Chicago, en það er ein kaldasta stórborg Bandaríkjanna.“ Einar reiknar með að hefja útleigu í vetur. „Við ætlum að vera búnir að prófa 15-20 fyrir áramót, það fer auðvitað eftir veðri hvernig það gengur. Svo verðum við tilbúnir með 200 hjól þegar það fer að hlána næsta vor.“ Hann stefnir á að dreifa hjólunum um alla Reykjavík.Einar Hermannsson.Líkt og víða í borgum erlendis verður rafmagnshlaupahjólunum dreift um borgina. Notendur geta séð staðsetningu þeirra og borgað fyrir notkun þeirra í gegnum smáforrit í símanum. Go X mun bjóða upp á tvær tegundir af hjólum, tví- og þríhjóla. „Þríhjólin eru með tvö dekk að framan og eru stöðugri. Reynslan sýnir að sumir eru ragir við að fara upp á þetta, við vonumst til að geta með þessu breikkað kúnnahópinn okkar með því að vera með tvær týpur,“ segir Einar. Fleiri aðilar stefna á svipaða hluti. Þar á meðal fyrirtækið Hopp sem verður með rafmagnshlaupahjól, og er þegar búið að opna rafmagnshjólaleigu. Einnig hefur sala á rafmagnshlaupahjólum tekið kipp. Einar óttast ekki samkeppnina. „Við stefnum á að vera með bestu þjónustuna. Hún þarf að vera upp á tíu. Appið er þannig að þú getur alltaf séð hvar hjólið er staðsett og séð líka drægnina á því.“ Reykjavíkurborg og fleiri sveitarfélög eru áhugasöm um starfsemi af þessu tagi. Einar telur víst að borgarbúar taki þjónustunni fagnandi. „Það getur verið að enginn hafi áhuga á þessu, en miðað við hvernig ástandið er í umferðarmálum í borginni þá tel ég að það séu ansi margir sem eru til í að gera eitthvað annað en að hanga í Ártúnsbrekkunni í þrjú korter,“ segir Einar. „Við erum að fara í djúpu laugina með þetta. Við gerum okkur alveg grein fyrir því að við búum á Íslandi, en núna er miður september og það er ekkert mál að vera úti á þessu núna.“ Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Útleiga hlaupahjóla gæti hafist í sumar Hægt verður að leigja rafmagnshlaupahjól með litlum fyrirvara í höfuðborginni í náinni framtíð. Fyrstu hundrað hjólin, sem munu bera nafnið Hopp, eru á leið til landsins. Einn stofnenda Hopp vonar að þau verði komin á göturnar fyrir sumarlok. 21. júní 2019 07:30 Borgin opin fyrir leigu rafmagnshlaupahjóla Rafmagnshlaupahjól sækja í sig veðrið í borgum erlendis. Geta þá gangandi vegfarendur gripið í slíkt hjól og greitt fyrir skammtímaleigu með appi. Formenn skipulagsráða Reykjavíkur og Akureyrar eru opnir fyrir þjónustunni 20. júní 2019 06:00 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Sjá meira
„Við vorum að semja við aðila frá Bandaríkjunum um samstarf á rafmagnshlaupahjólaleigu í Reykjavík. Ég sýndi fulltrúum Reykjavíkurborgar hjólið í vikunni og það stefnir allt í að útleiga hefjist fyrr en síðar,“ segir Einar Hermannsson, framkvæmdastjóri EHermannsson. Fyrirtækið sem um ræðir heitir Go X og er staðsett í San Francisco. Það hefur haslað sér völl á vesturströnd Bandaríkjanna. Það byrjaði með rafmagnshlaupahjólaleigur í grennd við háskóla í Kaliforníu. Nú er það að færa út kvíarnar, er þegar komið með starfsemi í Arizona, Texas og New York, og stefnir á Evrópumarkað. Útrásina hefja þeir á Íslandi af öllum stöðum. „Ég get ekki svarað því hvers vegna þeir ætla að byrja hér, en ég veit að þeir eru einnig að skoða aðstæður í Chicago, en það er ein kaldasta stórborg Bandaríkjanna.“ Einar reiknar með að hefja útleigu í vetur. „Við ætlum að vera búnir að prófa 15-20 fyrir áramót, það fer auðvitað eftir veðri hvernig það gengur. Svo verðum við tilbúnir með 200 hjól þegar það fer að hlána næsta vor.“ Hann stefnir á að dreifa hjólunum um alla Reykjavík.Einar Hermannsson.Líkt og víða í borgum erlendis verður rafmagnshlaupahjólunum dreift um borgina. Notendur geta séð staðsetningu þeirra og borgað fyrir notkun þeirra í gegnum smáforrit í símanum. Go X mun bjóða upp á tvær tegundir af hjólum, tví- og þríhjóla. „Þríhjólin eru með tvö dekk að framan og eru stöðugri. Reynslan sýnir að sumir eru ragir við að fara upp á þetta, við vonumst til að geta með þessu breikkað kúnnahópinn okkar með því að vera með tvær týpur,“ segir Einar. Fleiri aðilar stefna á svipaða hluti. Þar á meðal fyrirtækið Hopp sem verður með rafmagnshlaupahjól, og er þegar búið að opna rafmagnshjólaleigu. Einnig hefur sala á rafmagnshlaupahjólum tekið kipp. Einar óttast ekki samkeppnina. „Við stefnum á að vera með bestu þjónustuna. Hún þarf að vera upp á tíu. Appið er þannig að þú getur alltaf séð hvar hjólið er staðsett og séð líka drægnina á því.“ Reykjavíkurborg og fleiri sveitarfélög eru áhugasöm um starfsemi af þessu tagi. Einar telur víst að borgarbúar taki þjónustunni fagnandi. „Það getur verið að enginn hafi áhuga á þessu, en miðað við hvernig ástandið er í umferðarmálum í borginni þá tel ég að það séu ansi margir sem eru til í að gera eitthvað annað en að hanga í Ártúnsbrekkunni í þrjú korter,“ segir Einar. „Við erum að fara í djúpu laugina með þetta. Við gerum okkur alveg grein fyrir því að við búum á Íslandi, en núna er miður september og það er ekkert mál að vera úti á þessu núna.“
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Útleiga hlaupahjóla gæti hafist í sumar Hægt verður að leigja rafmagnshlaupahjól með litlum fyrirvara í höfuðborginni í náinni framtíð. Fyrstu hundrað hjólin, sem munu bera nafnið Hopp, eru á leið til landsins. Einn stofnenda Hopp vonar að þau verði komin á göturnar fyrir sumarlok. 21. júní 2019 07:30 Borgin opin fyrir leigu rafmagnshlaupahjóla Rafmagnshlaupahjól sækja í sig veðrið í borgum erlendis. Geta þá gangandi vegfarendur gripið í slíkt hjól og greitt fyrir skammtímaleigu með appi. Formenn skipulagsráða Reykjavíkur og Akureyrar eru opnir fyrir þjónustunni 20. júní 2019 06:00 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Sjá meira
Útleiga hlaupahjóla gæti hafist í sumar Hægt verður að leigja rafmagnshlaupahjól með litlum fyrirvara í höfuðborginni í náinni framtíð. Fyrstu hundrað hjólin, sem munu bera nafnið Hopp, eru á leið til landsins. Einn stofnenda Hopp vonar að þau verði komin á göturnar fyrir sumarlok. 21. júní 2019 07:30
Borgin opin fyrir leigu rafmagnshlaupahjóla Rafmagnshlaupahjól sækja í sig veðrið í borgum erlendis. Geta þá gangandi vegfarendur gripið í slíkt hjól og greitt fyrir skammtímaleigu með appi. Formenn skipulagsráða Reykjavíkur og Akureyrar eru opnir fyrir þjónustunni 20. júní 2019 06:00