Séríslenskur rostungsstofn sem dó út við landnám Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. september 2019 13:14 Beinaleifar rostunga hafa fundist aðallega á Suðvesturland, Vesturlandi og Vestfjörðum. Einn algengasti fundarstaðurinn er á sunnanverðu Snæfellsnesi. Þar skolast stundum bein, tennur og hausar á land eftir þungt brimrót Vísir/getty Hópur vísindamanna frá Íslandi, Danmörku og Hollandi hefur í fyrsta sinn staðfest með erfðarannsóknum og aldursgreiningu á beinaleifum rostunga að á Íslandi lifði sérstakur íslenskur rostungsstofn sem varð útdauður um landnám fyrir um 1100 árum. Niðurstaðan kyndir undir tilgátu manna um að upphaflega hafi landnám Íslands tengst rostungaveiðum. Niðurstöður rannóknarinnar birtist í tímaritinu Molecular Biology and Evolution. Hilmar J. Malmquist, líffræðingur og forstöðumaður náttúruminjasafns Íslands segir að rannsókninn byggi á greiningu á beinaleifum sem fundust víðsvegar um landið. Greining á aldri beinanna með geislakoli sýndu ennfremur að íslenski rostungsstofninn var hér allt frá því fyrir um 700 árum fyrir Krist og fram til 1200 árum eftir Krist. Flest sýnanna voru frá því fyrir landnám. „Þetta er orðið bara býsna stórt safn af beinum. Við réðumst í rannsókn þar sem tekin voru lífsýni úr skögultönnunum og erfðaefni í hvatberunum rannsakað og greint. Við getum borið erfðaefnið saman við erfðaefni úr rostungsstofnum annars staðar í Norður-Atlantshafi,“ segir Hilmar.Verðmæt verslunarvara á Víkingaöld Niðurstaðan er sú að hér var séríslenskur stofn, erfðafræðilega aðgreinanlegur frá öðrum stofnum. Hann hefur líklega lifað hér í nokkur þúsund ár en leið undir lok fljótlega upp úr landnámi. Aðspurður hvernig stofninn dó út segir Hilmar. „Rostungar voru mjög eftirsótt dýr á Víkingaöld en aðrir þættir gætu nú hafa ýtt undir þetta, það er að segja, náttúrulegir umhverfisþættir og á þessum tíma fór nú hlýnandi, það er að segja í kringum landnáms- og þjóðveldisöldina. Svo var einnig töluvert um eldgos og öskufall sem gæti hafa sett strik í reikninginn." Líklegasta skýringin sé þó sú að of hart hafi verið sótt í stofninn. „Afurðir rostunganna voru feikilega eftirsóttar, ekki bara tennurnar sem þóttu konungsgersemar heldur einnig feitin eða lýsið úr þeim, það var meðal annars notað til að verja víkingaskipin fyrir óværu sem sækir í viðinn, borar sér göt í viðinn og gerir skipin óþétt en einnig húðin og úr henni var unnið svarðreipið sem var sterkasta reip þess tíma og var nauðsynlegt í hernaði til að halda seglum föstum á skipum. Svo var náttúrulega kjötið einnig nýtt,“ útskýrir Hilmar.Hópur vísindamanna frá Íslandi, Danmörku og Hollandi hefur í fyrsta sinn staðfest með erfðarannsóknum og aldursgreiningu á beinaleifum rostunga að á Íslandi lifði sérstakur íslenskur rostungsstofn sem varð útdauður um landnám fyrir um 1100 árum.H.J. MalmquistLeystu loks ráðgátuna um rostungana Er rannsóknin ekki stór áfangi? Er ekki draumur hvers vísinda- og fræðimanns að geta varpað ljósi á fortíðina? „Jú, þetta eru náttúrulega mjög athyglisverðar niðurstöður. Tilvist rostunganna hér á landi hefur valdið mönnum vangaveltum um langan tíma. Við höfum sagnir og örnefni um þá hérna áður fyrr, í kringum landnám og fram á Þjóðveldisöldina, fram á 13. öld en það er fyrst núna sem það er staðfest að það hafi verið séríslenskur stofn,“ Það sé þó auðvitað dapurlegt að stofninn hefði dáið út. „En það er svosem ekki fyrsta dæmið. Við höfum dæmi um hvalategundir sem voru hérna en eru ekki lengur eins og sandlægju, og geirfuglinn fór á 19. öld þannig að þetta er svona í takti við það sem þekkist með stór spendýr sem eru hægfara og sérstaklega á landi og auðvelt er að veiða eins og geirfuglinn var og hugsanlega rostungurinn,“ segir Hilmar. Dýr Vísindi Tengdar fréttir Sérstakur stofn rostunga hvarf við landnám Íslands Tímamótarannsókn bendir til að sérstakur stofn rostunga hafi verið á Íslandi sem hvergi finnst annars staðar í heiminum og að stofninn hafi horfið við landnám. 22. desember 2018 20:00 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Hópur vísindamanna frá Íslandi, Danmörku og Hollandi hefur í fyrsta sinn staðfest með erfðarannsóknum og aldursgreiningu á beinaleifum rostunga að á Íslandi lifði sérstakur íslenskur rostungsstofn sem varð útdauður um landnám fyrir um 1100 árum. Niðurstaðan kyndir undir tilgátu manna um að upphaflega hafi landnám Íslands tengst rostungaveiðum. Niðurstöður rannóknarinnar birtist í tímaritinu Molecular Biology and Evolution. Hilmar J. Malmquist, líffræðingur og forstöðumaður náttúruminjasafns Íslands segir að rannsókninn byggi á greiningu á beinaleifum sem fundust víðsvegar um landið. Greining á aldri beinanna með geislakoli sýndu ennfremur að íslenski rostungsstofninn var hér allt frá því fyrir um 700 árum fyrir Krist og fram til 1200 árum eftir Krist. Flest sýnanna voru frá því fyrir landnám. „Þetta er orðið bara býsna stórt safn af beinum. Við réðumst í rannsókn þar sem tekin voru lífsýni úr skögultönnunum og erfðaefni í hvatberunum rannsakað og greint. Við getum borið erfðaefnið saman við erfðaefni úr rostungsstofnum annars staðar í Norður-Atlantshafi,“ segir Hilmar.Verðmæt verslunarvara á Víkingaöld Niðurstaðan er sú að hér var séríslenskur stofn, erfðafræðilega aðgreinanlegur frá öðrum stofnum. Hann hefur líklega lifað hér í nokkur þúsund ár en leið undir lok fljótlega upp úr landnámi. Aðspurður hvernig stofninn dó út segir Hilmar. „Rostungar voru mjög eftirsótt dýr á Víkingaöld en aðrir þættir gætu nú hafa ýtt undir þetta, það er að segja, náttúrulegir umhverfisþættir og á þessum tíma fór nú hlýnandi, það er að segja í kringum landnáms- og þjóðveldisöldina. Svo var einnig töluvert um eldgos og öskufall sem gæti hafa sett strik í reikninginn." Líklegasta skýringin sé þó sú að of hart hafi verið sótt í stofninn. „Afurðir rostunganna voru feikilega eftirsóttar, ekki bara tennurnar sem þóttu konungsgersemar heldur einnig feitin eða lýsið úr þeim, það var meðal annars notað til að verja víkingaskipin fyrir óværu sem sækir í viðinn, borar sér göt í viðinn og gerir skipin óþétt en einnig húðin og úr henni var unnið svarðreipið sem var sterkasta reip þess tíma og var nauðsynlegt í hernaði til að halda seglum föstum á skipum. Svo var náttúrulega kjötið einnig nýtt,“ útskýrir Hilmar.Hópur vísindamanna frá Íslandi, Danmörku og Hollandi hefur í fyrsta sinn staðfest með erfðarannsóknum og aldursgreiningu á beinaleifum rostunga að á Íslandi lifði sérstakur íslenskur rostungsstofn sem varð útdauður um landnám fyrir um 1100 árum.H.J. MalmquistLeystu loks ráðgátuna um rostungana Er rannsóknin ekki stór áfangi? Er ekki draumur hvers vísinda- og fræðimanns að geta varpað ljósi á fortíðina? „Jú, þetta eru náttúrulega mjög athyglisverðar niðurstöður. Tilvist rostunganna hér á landi hefur valdið mönnum vangaveltum um langan tíma. Við höfum sagnir og örnefni um þá hérna áður fyrr, í kringum landnám og fram á Þjóðveldisöldina, fram á 13. öld en það er fyrst núna sem það er staðfest að það hafi verið séríslenskur stofn,“ Það sé þó auðvitað dapurlegt að stofninn hefði dáið út. „En það er svosem ekki fyrsta dæmið. Við höfum dæmi um hvalategundir sem voru hérna en eru ekki lengur eins og sandlægju, og geirfuglinn fór á 19. öld þannig að þetta er svona í takti við það sem þekkist með stór spendýr sem eru hægfara og sérstaklega á landi og auðvelt er að veiða eins og geirfuglinn var og hugsanlega rostungurinn,“ segir Hilmar.
Dýr Vísindi Tengdar fréttir Sérstakur stofn rostunga hvarf við landnám Íslands Tímamótarannsókn bendir til að sérstakur stofn rostunga hafi verið á Íslandi sem hvergi finnst annars staðar í heiminum og að stofninn hafi horfið við landnám. 22. desember 2018 20:00 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Sérstakur stofn rostunga hvarf við landnám Íslands Tímamótarannsókn bendir til að sérstakur stofn rostunga hafi verið á Íslandi sem hvergi finnst annars staðar í heiminum og að stofninn hafi horfið við landnám. 22. desember 2018 20:00