Tíu demókratar, sem sækjast eftir útnefningu flokksins til forsetaframboðs, mætast í kappræðum í Texas í nótt. Þetta verður í fyrsta sinn í aðdraganda prófkjöra flokksins sem ekki hefur þurft að skipta frambjóðendahópnum í tvennt en fjöldi frambjóðenda uppfyllti ekki skilyrði um fylgi og fjárstuðning.
Búast má við föstum skotum á Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, sem hefur leitt skoðanakannanir alla prófkjörsbaráttuna. Næst á eftir honum í fylgi koma þau Elizabeth Warren og Bernie Sanders öldungadeildarþingmenn. Þau þykja bæði vel til vinstri við Biden.
Kappræður Demókrata í nótt
Tengdar fréttir

Biden enn miðpunktur athyglinnar á kappræðum demókrata
Seinni hluti annarra sjónvarpskappræðna Demókrataflokksins fóru fram í gær. Fyrrverandi varaforsetinn og forystusauðurinn varðist árásum mótframbjóðenda sinna.

Róttækari og hófsamari demókratar tókust á í kappræðum
Opinber heilbrigðisþjónusta fyrir alla Bandaríkjamenn var helsta bitbein miðjumanna og róttækari demókrata í öðrum sjónvarpskappræðum flokksins í gærkvöldi.