Tónlistarhátíðin Extreme Chill Festival fer fram í Reykjavík dagana 12.-15. september 2019 en þetta er 10. árið sem hátíðin er haldin.
Hátíðin verður á sex mismunandi stöðum í miðborginni: Gamla Bíó, Iðnó, Gaukurinn, Mengi, Exeter Hotel og Klaustur bar.
Í ár kemur mikill fjöldi listamanna fram á hátíðinni sem verður með enn stærra sniði en áður. Þarna koma saman ólíkir listamenn frá tilraunakenndum listamönnum til klassískrar listamanna. Þ.a.m: TANGERINE DREAM, Marcus Fischer, Eraldo Bernocchi, Kristín Anna, Stereo Hypnosis, Mixmaster Morris, Hotel Neon, Jana Irmert, Christopher James Chaplin, Farao, Special-K, Hoshiko Yamane, Mikael Lind.
Markmið hátíðarinnar er að kynna íslenska og erlenda raftónlistarmenn og tengja saman ólík listform, hljóðheim raftónlistarinnar og lifandi myndheim. Að tengja saman erlenda og innlenda tónlistar- og videó/myndlistarmenn og sköpun þeirra ásamt því að vekja athygli á rafrænni Reykjavík, raftónlistarhöfuðborg Íslands.
Hátíðar passinn kostar aðeins 9.900 kr fyrir alla fjóra dagana (Passinn gidir líka á stórtónleika Tangerine Dream í Gamla Bíó 14. sept).
Extreme Chill Festival hefst í dag
Stefán Árni Pálsson skrifar
