Auglýsir allt hlutafé í Samskiptum til sölu Atli Ísleifsson skrifar 12. september 2019 09:15 Tugum starfmanna Íslandspósts var var sagt upp hjá Íslandspósti í síðasta mánuði. vísir/vilhelm Íslandspóstur auglýsti í dag allt hlutafé í dótturfélagi sínu, Samskiptum, til sölu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandspósti. Þar segir að salan á félaginu fari fram í samstarfi við Deloitte sem sé ráðgjafi Íslandspósts í söluferlinu, en frestur til að skila inn óskuldbindandi tilboði sé til 10. október næstkomandi. Samskipti er fyrirtæki sem starfar á prentmarkaði og var stofnað árið 1978. Haft er eftir Birgi Jónssyni, forstjóra Íslandspósts, að Íslandspóstur standi á tímamótum og nauðsynlegt sé að líta á alla hluta rekstrarins og endurmeta hvernig fyrirtækið eigi að vera byggt upp til framtíðar. „Undanfarið hafa stjórnendur og stjórn félagsins unnið saman að gerð áætlunar til þess að umbreyta rekstrinum og hefur meðal annars verið gripið til víðtækra hagræðingaraðgerða og endurskipulagningar. Salan á Samskiptum er hluti af þessu breytingaferli en okkar helstu markmið eru að stórbæta þjónustu til viðskiptavina, snúa rekstri Íslandspósts úr tapi í hagnað og einbeita okkur að kjarnastarfsemi fyrirtækisins. Prentsmiðjurekstur er ekki hluti af þeirri kjarnastarfsemi og því var ákveðið að selja félagið. Við vonumst til að söluferlið gangi hratt og örugglega fyrir sig enda er Samskipti þekkt og öflugt fyrirtæki á sínu sviði og er sem slíkt mjög áhugaverður fjárfestingarkostur,“ segir Birgir. Íslandspóstur á 100% í Samskiptum, en hagnaður Samskipta nam 10,1 milljóna króna á síðasta ári og var eigið fé í árslok 78,0 milljónir. Hlutafé félagsins nam í árslok 57 milljónum króna. Annað dótturfélag Íslandspóst, Gagnageymslan, er jafnframt í söluferli. Íslandspóstur Tengdar fréttir 43 sagt upp hjá Íslandspósti 43 starfsmönnum var í dag sagt upp störfum hjá Íslandspósti en Vinnumálastofnun og hlutaðeigandi stéttarfélögum hefur verið gert viðvart. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandspósti. 20. ágúst 2019 09:57 Líklega ekki síðustu uppsagnirnar Mikið hefur verið fjallað um rekstrarvanda fyrirtækisins og þurfti ríkið meðal annars að veita 500 milljóna króna lán síðastliðið haust. 21. ágúst 2019 06:15 Spyr hvort Pósturinn hefði ekki mátt hagræða fyrr Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis kemur saman til fundar í dag til að ræða málefni Íslandspósts. Hanna Katrín Friðriksson, fulltrúi Viðreisnar í nefndinni, átti frumkvæði að fundinum. 2. september 2019 06:45 Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Íslandspóstur auglýsti í dag allt hlutafé í dótturfélagi sínu, Samskiptum, til sölu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandspósti. Þar segir að salan á félaginu fari fram í samstarfi við Deloitte sem sé ráðgjafi Íslandspósts í söluferlinu, en frestur til að skila inn óskuldbindandi tilboði sé til 10. október næstkomandi. Samskipti er fyrirtæki sem starfar á prentmarkaði og var stofnað árið 1978. Haft er eftir Birgi Jónssyni, forstjóra Íslandspósts, að Íslandspóstur standi á tímamótum og nauðsynlegt sé að líta á alla hluta rekstrarins og endurmeta hvernig fyrirtækið eigi að vera byggt upp til framtíðar. „Undanfarið hafa stjórnendur og stjórn félagsins unnið saman að gerð áætlunar til þess að umbreyta rekstrinum og hefur meðal annars verið gripið til víðtækra hagræðingaraðgerða og endurskipulagningar. Salan á Samskiptum er hluti af þessu breytingaferli en okkar helstu markmið eru að stórbæta þjónustu til viðskiptavina, snúa rekstri Íslandspósts úr tapi í hagnað og einbeita okkur að kjarnastarfsemi fyrirtækisins. Prentsmiðjurekstur er ekki hluti af þeirri kjarnastarfsemi og því var ákveðið að selja félagið. Við vonumst til að söluferlið gangi hratt og örugglega fyrir sig enda er Samskipti þekkt og öflugt fyrirtæki á sínu sviði og er sem slíkt mjög áhugaverður fjárfestingarkostur,“ segir Birgir. Íslandspóstur á 100% í Samskiptum, en hagnaður Samskipta nam 10,1 milljóna króna á síðasta ári og var eigið fé í árslok 78,0 milljónir. Hlutafé félagsins nam í árslok 57 milljónum króna. Annað dótturfélag Íslandspóst, Gagnageymslan, er jafnframt í söluferli.
Íslandspóstur Tengdar fréttir 43 sagt upp hjá Íslandspósti 43 starfsmönnum var í dag sagt upp störfum hjá Íslandspósti en Vinnumálastofnun og hlutaðeigandi stéttarfélögum hefur verið gert viðvart. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandspósti. 20. ágúst 2019 09:57 Líklega ekki síðustu uppsagnirnar Mikið hefur verið fjallað um rekstrarvanda fyrirtækisins og þurfti ríkið meðal annars að veita 500 milljóna króna lán síðastliðið haust. 21. ágúst 2019 06:15 Spyr hvort Pósturinn hefði ekki mátt hagræða fyrr Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis kemur saman til fundar í dag til að ræða málefni Íslandspósts. Hanna Katrín Friðriksson, fulltrúi Viðreisnar í nefndinni, átti frumkvæði að fundinum. 2. september 2019 06:45 Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
43 sagt upp hjá Íslandspósti 43 starfsmönnum var í dag sagt upp störfum hjá Íslandspósti en Vinnumálastofnun og hlutaðeigandi stéttarfélögum hefur verið gert viðvart. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandspósti. 20. ágúst 2019 09:57
Líklega ekki síðustu uppsagnirnar Mikið hefur verið fjallað um rekstrarvanda fyrirtækisins og þurfti ríkið meðal annars að veita 500 milljóna króna lán síðastliðið haust. 21. ágúst 2019 06:15
Spyr hvort Pósturinn hefði ekki mátt hagræða fyrr Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis kemur saman til fundar í dag til að ræða málefni Íslandspósts. Hanna Katrín Friðriksson, fulltrúi Viðreisnar í nefndinni, átti frumkvæði að fundinum. 2. september 2019 06:45