Eigendastefna ríkisins Baldur Thorlacius skrifar 11. september 2019 07:00 Bent hefur verið á að það væri æskilegt að uppfæra eigendastefnu ríkisins fyrir fjármálafyrirtæki áður en sú vegferð er hafin að selja hlut ríkisins í bönkunum. Telur undirritaður það hljóma skynsamlega, en veltir því fyrir sér hvort ástæða sé til þess að fylgja þeirri vinnu eftir með því að útbúa einnig skýra og gagnsæja eigendastefnu fyrir eignarhlut ríkisins í öðrum fyrirtækjum. Það er óþarfi að finna upp hjólið í slíkri vinnu og ekki langt að sækja fordæmin. Norska ríkið hefur, sem dæmi, lagt mikið upp úr því að vera með skýra eigendastefnu og birtir reglulega mjög ítarlega skýrslu um stefnuna til þess að stuðla að gagnsæi og skapa traust um eignarhald ríkisins í fyrirtækjum. Sitt sýnist hverjum um sjálfa stefnuna, en að mati undirritaðs er erfitt að finna vankanta á útfærslunni og aðferðafræðinni. Norska ríkið hefur ákveðnar röksemdir og tilgreind markmið með eignarhlut sínum í fyrirtækjum og birtir þau fyrir hvert og eitt fyrirtæki í eignasafni sínu, sem og hversu stóran hlut það telur nauðsynlegt að eiga til þess að geta uppfyllt viðkomandi markmið. Markmiðin eru flokkuð í fernt. Í fyrsta lagi getur ríkið verið með viðskiptaleg markmið (e. commercial objectives), þar sem eina markmiðið er að hámarka verðmæti eignarhlutar ríkisins. Ríkið er þá í reynd eins og hver annar fjárfestir, er reiðubúið til þess að selja hlut sinn ef fullnægjandi verð fæst fyrir hann en vinnur annars að því að stuðla að traustri uppbyggingu viðkomandi fyrirtækis í samstarfi við aðra fjárfesta. Dæmi um slíkt fyrirtæki er SAS-flugfélagið, sem norska ríkið er hluthafi í. Í öðru lagi eru tilgreind viðskiptaleg markmið og markmið um að halda höfuðstöðvum fyrirtækis í Noregi (e. commercial objectives and objective of maintaining head office in Norway). Eins og nafnið gefur til kynna er þar hugmyndin að hámarka verðmæti eignarhluta ríkisins, auk þess að stuðla að því að höfuðstöðvar viðkomandi fyrirtækja haldist í Noregi. Er almennt talið nægja að norska ríkið eigi þriðjung í fyrirtækjum til þess að hægt sé að ná því markmiði. Dæmi um slík fyrirtæki eru DNB-bankinn, Norsk Hydro, Statoil og Telenor. Í þriðja lagi eru tilgreind viðskiptaleg markmið og önnur sértilgreind markmið (e. commercial objectives and other specifically defined objectives). Þar má, sem dæmi, nefna Posten Norge, þar sem um er að ræða viðskiptalegt eignarhald auk þess sem eignaraðild ríkisins er réttlætt með vísan til nauðsynjar þess að tryggja póstþjónustu um land allt. Þá er eignaraðild ríkisins í Statkraft rökstudd með því að stuðla eigi að arðbærri og ábyrgri nýtingu auðlinda í Noregi og byggja upp þekkingu sem hægt er að flytja út með arðbærum hætti. Í fjórða og síðasta lagi eru tilgreind markmið vegna sértækrar stefnu stjórnvalda í tilteknum atvinnugreinum (e. sectoral policy objectives). Í þeim tilfellum eru ekki viðskiptalegar ástæður fyrir eignaraðildinni og engin krafa gerð um arðsemi, heldur einungis að viðkomandi fyrirtæki séu rekin með skilvirkum hætti og að þau sinni tilgreindum hlutverkum sínum. Á það til að mynda við um eign ríkisins á fyrirtækjum sem sinna heilbrigðisþjónustu. Í stuttu máli er alltaf tilgreint og rökstutt hvers vegna ríkið á hlut í viðkomandi fyrirtæki, eignarhald ekki notað til þess að ná markmiðum sem hægt væri að ná með lagasetningu, sértækum markmiðum með eignarhaldi í einhverjum tilfellum náð án þess að ríkið haldi 100% hlut og viðurkennt að aðkoma annarra fjárfesta geti í mörgum tilfellum hjálpað til við að bæta reksturinn og auka verðmæti eignarhlutarins. Þetta þarf ekki að vera flókið en vinnan við útfærslu heildstæðrar eigendastefnu, sem og niðurstaðan, gætu reynst mjög gagnlegar og hjálpað til við að skapa traust um eignarhald eða sölu ríkisins í fyrirtækjum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Baldur Thorlacius Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Sjá meira
Bent hefur verið á að það væri æskilegt að uppfæra eigendastefnu ríkisins fyrir fjármálafyrirtæki áður en sú vegferð er hafin að selja hlut ríkisins í bönkunum. Telur undirritaður það hljóma skynsamlega, en veltir því fyrir sér hvort ástæða sé til þess að fylgja þeirri vinnu eftir með því að útbúa einnig skýra og gagnsæja eigendastefnu fyrir eignarhlut ríkisins í öðrum fyrirtækjum. Það er óþarfi að finna upp hjólið í slíkri vinnu og ekki langt að sækja fordæmin. Norska ríkið hefur, sem dæmi, lagt mikið upp úr því að vera með skýra eigendastefnu og birtir reglulega mjög ítarlega skýrslu um stefnuna til þess að stuðla að gagnsæi og skapa traust um eignarhald ríkisins í fyrirtækjum. Sitt sýnist hverjum um sjálfa stefnuna, en að mati undirritaðs er erfitt að finna vankanta á útfærslunni og aðferðafræðinni. Norska ríkið hefur ákveðnar röksemdir og tilgreind markmið með eignarhlut sínum í fyrirtækjum og birtir þau fyrir hvert og eitt fyrirtæki í eignasafni sínu, sem og hversu stóran hlut það telur nauðsynlegt að eiga til þess að geta uppfyllt viðkomandi markmið. Markmiðin eru flokkuð í fernt. Í fyrsta lagi getur ríkið verið með viðskiptaleg markmið (e. commercial objectives), þar sem eina markmiðið er að hámarka verðmæti eignarhlutar ríkisins. Ríkið er þá í reynd eins og hver annar fjárfestir, er reiðubúið til þess að selja hlut sinn ef fullnægjandi verð fæst fyrir hann en vinnur annars að því að stuðla að traustri uppbyggingu viðkomandi fyrirtækis í samstarfi við aðra fjárfesta. Dæmi um slíkt fyrirtæki er SAS-flugfélagið, sem norska ríkið er hluthafi í. Í öðru lagi eru tilgreind viðskiptaleg markmið og markmið um að halda höfuðstöðvum fyrirtækis í Noregi (e. commercial objectives and objective of maintaining head office in Norway). Eins og nafnið gefur til kynna er þar hugmyndin að hámarka verðmæti eignarhluta ríkisins, auk þess að stuðla að því að höfuðstöðvar viðkomandi fyrirtækja haldist í Noregi. Er almennt talið nægja að norska ríkið eigi þriðjung í fyrirtækjum til þess að hægt sé að ná því markmiði. Dæmi um slík fyrirtæki eru DNB-bankinn, Norsk Hydro, Statoil og Telenor. Í þriðja lagi eru tilgreind viðskiptaleg markmið og önnur sértilgreind markmið (e. commercial objectives and other specifically defined objectives). Þar má, sem dæmi, nefna Posten Norge, þar sem um er að ræða viðskiptalegt eignarhald auk þess sem eignaraðild ríkisins er réttlætt með vísan til nauðsynjar þess að tryggja póstþjónustu um land allt. Þá er eignaraðild ríkisins í Statkraft rökstudd með því að stuðla eigi að arðbærri og ábyrgri nýtingu auðlinda í Noregi og byggja upp þekkingu sem hægt er að flytja út með arðbærum hætti. Í fjórða og síðasta lagi eru tilgreind markmið vegna sértækrar stefnu stjórnvalda í tilteknum atvinnugreinum (e. sectoral policy objectives). Í þeim tilfellum eru ekki viðskiptalegar ástæður fyrir eignaraðildinni og engin krafa gerð um arðsemi, heldur einungis að viðkomandi fyrirtæki séu rekin með skilvirkum hætti og að þau sinni tilgreindum hlutverkum sínum. Á það til að mynda við um eign ríkisins á fyrirtækjum sem sinna heilbrigðisþjónustu. Í stuttu máli er alltaf tilgreint og rökstutt hvers vegna ríkið á hlut í viðkomandi fyrirtæki, eignarhald ekki notað til þess að ná markmiðum sem hægt væri að ná með lagasetningu, sértækum markmiðum með eignarhaldi í einhverjum tilfellum náð án þess að ríkið haldi 100% hlut og viðurkennt að aðkoma annarra fjárfesta geti í mörgum tilfellum hjálpað til við að bæta reksturinn og auka verðmæti eignarhlutarins. Þetta þarf ekki að vera flókið en vinnan við útfærslu heildstæðrar eigendastefnu, sem og niðurstaðan, gætu reynst mjög gagnlegar og hjálpað til við að skapa traust um eignarhald eða sölu ríkisins í fyrirtækjum.
Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson Skoðun
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson Skoðun