Fjárfest í hagvexti framtíðar Sigurður Hannesson skrifar 11. september 2019 07:00 Fjárlagafrumvarpið hefur nú verið kynnt og kennir þar ýmissa grasa. Margt er þar jákvætt en annað sem betur mætti fara eins og gengur. Eftir langt hagvaxtarskeið hefur hagkerfið kólnað og þá reynir á hagstjórn. Í þeirri stöðu er ánægjulegt að sjá ríkið fjárfesta í hagvexti framtíðar á næsta ári með áherslu á menntun, nýsköpun og samgönguinnviði. Ríkisfjármálin verða í jafnvægi þó líklega hefði verið rétt að reka ríkissjóð með halla og fjárfesta enn frekar í hagvexti framtíðar. Verðmætasköpun hagkerfisins er drifin áfram af sjálfbærri nýtingu auðlinda, mikilli nýsköpun, vel menntuðu og hæfileikaríku vinnuafli, traustum innviðum sem uppfylla þarfir samfélagsins og skilvirku, hagkvæmu og stöðugu starfsumhverfi. Það hlýtur að vera markmið allra að efnahagsleg velmegun íbúa hér á landi sé mikil, að Ísland sé eftirsótt land til búsetu og atvinnurekstrar og að landið sé vel tengt við umheiminn í efnahagslegu og samfélagslegu tilliti. Til þess þarf öflugt atvinnulíf og fjárfestingu ríkis í menntun, nýsköpun og innviðum.Sókn í menntamálum Íslensk iðnfyrirtæki skapa um fjórðung landsframleiðslunnar og 30% gjaldeyristekna þjóðarbúsins. Mannauður iðnfyrirtækja er ein af forsendum þessarar verðmætasköpunar en í íslenskum iðnaði starfa um 40 þúsund manns sem er um eitt af hverjum fimm störfum í hagkerfinu. Í ljósi þessa eru umbætur í menntamálum brýnar. Áhersla menntamálaráðherra á starfsnám er því kærkomin enda sárvantar iðnmenntað fólk á íslenskan vinnumarkað. Framlög til framhaldsskólastigsins eru aukin og verða um 36 milljarðar með áherslu á starfsnám. Háskólar fá aukið fjármagn og verður að vona að þeir forgangsraði þeim fjármunum til kennslu og rannsókna í raunvísindum, tæknigreinum, verkfræði og stærðfræði.Mikil aukning í nýsköpun Samtök iðnaðarins vilja að umgjörð og hvatar til nýsköpunar séu með því besta sem þekkist í heiminum. Samtökin vilja að framboð af sérfræðingum í hátækni- og hálaunastörf mæti eftirspurn og íslensk fyrirtæki sjái hag sínum best borgið með því að stunda rannsóknir og þróun hér á landi, enda séu aðstæður og skattalegir hvatar með því sem best gerist. Það er því fagnaðarefni að í frumvarpi til fjárlaga fyrir næsta ár séu framlög til nýsköpunar, rannsókna og þekkingargreina aukin um 11% á milli ára. Það er hlutfallslega mesta raunaukningin í útgjöldum allra málefnasviða á milli ára.Betri samgönguinnviðir Of litlu hefur verið varið til samgönguinnviða á síðastliðnum árum og er svo komið að þörfin fyrir nýfjárfestingar og viðhald hefur verið metin á 280 milljarða króna. Ánægjulegt er að sjá áform ríkisstjórnarinnar í þessum efnum í nýframkomnu frumvarpi til fjárlaga þar sem er rætt um að fjárframlag til málaflokksins verði aukið úr 100 milljörðum í 120 milljarða á árabilinu 2020-2024. Framlög ríkisins til málaflokksins á þessu tímabili mæta því einungis 43% af þörf. Traustir og öflugir samgönguinnviðir leggja grunn að verðmætasköpun í samfélaginu. Lykilútflutningsgreinar eins og iðnaður, sjávarútvegur og ferðaþjónusta reiða sig á innviði landsins til að afla þjóðarbúinu tekna. Hagkvæmir, skilvirkir og áreiðanlegir innviðir sem þjóna þörfum atvinnulífs og heimila skila sér í aukinni samkeppnishæfni þjóðarbúsins, aukinni velmegun og betri lífsgæðum fyrir íbúa. Arðsemi innviðafjárfestinga fyrir samfélagið getur verið mjög mikil ef rétt er á haldið. Ríkisstjórn sem hefur mikilvægi innviða að leiðarljósi er líkleg til að tryggja samkeppnishæft atvinnulíf og góð efnahagsleg lífskjör. Með auknum fjárframlögum til þessara þriggja mikilvægu málaflokka, innviða, menntunar og nýsköpunar, eru byggðar sterkari stoðir fyrir verðmætasköpun og fjárfest í hagvexti framtíðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Sigurður Hannesson Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Fjárlagafrumvarpið hefur nú verið kynnt og kennir þar ýmissa grasa. Margt er þar jákvætt en annað sem betur mætti fara eins og gengur. Eftir langt hagvaxtarskeið hefur hagkerfið kólnað og þá reynir á hagstjórn. Í þeirri stöðu er ánægjulegt að sjá ríkið fjárfesta í hagvexti framtíðar á næsta ári með áherslu á menntun, nýsköpun og samgönguinnviði. Ríkisfjármálin verða í jafnvægi þó líklega hefði verið rétt að reka ríkissjóð með halla og fjárfesta enn frekar í hagvexti framtíðar. Verðmætasköpun hagkerfisins er drifin áfram af sjálfbærri nýtingu auðlinda, mikilli nýsköpun, vel menntuðu og hæfileikaríku vinnuafli, traustum innviðum sem uppfylla þarfir samfélagsins og skilvirku, hagkvæmu og stöðugu starfsumhverfi. Það hlýtur að vera markmið allra að efnahagsleg velmegun íbúa hér á landi sé mikil, að Ísland sé eftirsótt land til búsetu og atvinnurekstrar og að landið sé vel tengt við umheiminn í efnahagslegu og samfélagslegu tilliti. Til þess þarf öflugt atvinnulíf og fjárfestingu ríkis í menntun, nýsköpun og innviðum.Sókn í menntamálum Íslensk iðnfyrirtæki skapa um fjórðung landsframleiðslunnar og 30% gjaldeyristekna þjóðarbúsins. Mannauður iðnfyrirtækja er ein af forsendum þessarar verðmætasköpunar en í íslenskum iðnaði starfa um 40 þúsund manns sem er um eitt af hverjum fimm störfum í hagkerfinu. Í ljósi þessa eru umbætur í menntamálum brýnar. Áhersla menntamálaráðherra á starfsnám er því kærkomin enda sárvantar iðnmenntað fólk á íslenskan vinnumarkað. Framlög til framhaldsskólastigsins eru aukin og verða um 36 milljarðar með áherslu á starfsnám. Háskólar fá aukið fjármagn og verður að vona að þeir forgangsraði þeim fjármunum til kennslu og rannsókna í raunvísindum, tæknigreinum, verkfræði og stærðfræði.Mikil aukning í nýsköpun Samtök iðnaðarins vilja að umgjörð og hvatar til nýsköpunar séu með því besta sem þekkist í heiminum. Samtökin vilja að framboð af sérfræðingum í hátækni- og hálaunastörf mæti eftirspurn og íslensk fyrirtæki sjái hag sínum best borgið með því að stunda rannsóknir og þróun hér á landi, enda séu aðstæður og skattalegir hvatar með því sem best gerist. Það er því fagnaðarefni að í frumvarpi til fjárlaga fyrir næsta ár séu framlög til nýsköpunar, rannsókna og þekkingargreina aukin um 11% á milli ára. Það er hlutfallslega mesta raunaukningin í útgjöldum allra málefnasviða á milli ára.Betri samgönguinnviðir Of litlu hefur verið varið til samgönguinnviða á síðastliðnum árum og er svo komið að þörfin fyrir nýfjárfestingar og viðhald hefur verið metin á 280 milljarða króna. Ánægjulegt er að sjá áform ríkisstjórnarinnar í þessum efnum í nýframkomnu frumvarpi til fjárlaga þar sem er rætt um að fjárframlag til málaflokksins verði aukið úr 100 milljörðum í 120 milljarða á árabilinu 2020-2024. Framlög ríkisins til málaflokksins á þessu tímabili mæta því einungis 43% af þörf. Traustir og öflugir samgönguinnviðir leggja grunn að verðmætasköpun í samfélaginu. Lykilútflutningsgreinar eins og iðnaður, sjávarútvegur og ferðaþjónusta reiða sig á innviði landsins til að afla þjóðarbúinu tekna. Hagkvæmir, skilvirkir og áreiðanlegir innviðir sem þjóna þörfum atvinnulífs og heimila skila sér í aukinni samkeppnishæfni þjóðarbúsins, aukinni velmegun og betri lífsgæðum fyrir íbúa. Arðsemi innviðafjárfestinga fyrir samfélagið getur verið mjög mikil ef rétt er á haldið. Ríkisstjórn sem hefur mikilvægi innviða að leiðarljósi er líkleg til að tryggja samkeppnishæft atvinnulíf og góð efnahagsleg lífskjör. Með auknum fjárframlögum til þessara þriggja mikilvægu málaflokka, innviða, menntunar og nýsköpunar, eru byggðar sterkari stoðir fyrir verðmætasköpun og fjárfest í hagvexti framtíðarinnar.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun