Góða fólkið fundar Ólöf Skaftadóttir skrifar 11. september 2019 07:00 Í gær var málamyndasamkomulag um ofbeldislausa skemmtistaði undirritað. Samhliða var þýðingarlaust samkomulag gert um vændislaus hótel. Reykjavíkurborg, Samtök ferðaþjónustu fyrir hönd skemmtistaða, lögreglan og slökkviliðið taka höndum saman um þessi háleitu markmið. Hin svokallaða ofbeldisvarnarnefnd borgarinnar ber ábyrgð á utanumhaldi. „Stefnt er að því að fyrirbyggja allt mögulegt ofbeldi á skemmtistöðum, þar með talda kynferðislega og kynbundið áreitni, vændi og mansal.“ Til að ná fram göfugum markmiðunum treysta aðilar samkomulags á stefnugerð, samvinnu og ársfjórðungslega fundi. Þá er því beint að þeim sem reka skemmtistaði og hafa lifibrauð sitt af vínsölu að „afgreiða ekki áfengi til þeirra sem sýnilega eru ölvaðir“. Tilefnið er ærið. En ef hægt væri að semja sig frá mannlegum harmleik í Ráðhúsinu væri Ísland vímuefnalaust, ungmenni myndu öll stunda hópíþróttir og stjórnmálamenn gætu samið um að hér fyndu allir hamingjuna. Sannað er að gríðarlegt framboð af vændi sé í Reykjavík. Samt er áratugur frá því að lög tóku gildi um málaflokkinn sem áttu að ná til fólks í vændi og auðvelda því leið út. Hvorki virðist hafa gengið né rekið í þeirri baráttu, þótt margir mætir hafi reynt. Nú ætla embættismenn sér að hittast fjórum sinnum á ári til þess að uppræta þau þjóðfélagslegu mein sem engu ríki hefur lánast að uppræta. Kannski hefur samt best tekist til í Hollandi, þar sem vændi er löglegt og ekki úthýst þangað sem enginn sér. Ekki skal gert lítið úr því að viðfangsefnið er flókið og stórt. Fullkomið skilningsleysi á aðstæðum fólks sem stundar vændi eða beitir ofbeldi er hins vegar nánast áþreifanlegt með málamyndaaðgerðum sem þessum. Rót vandans, í flestum tilfellum, er fíkn. Fíklar heyja baráttu fyrir lífi sínu á hverjum degi. Oft þurfa þeir að verða sér úti um efni eftir ógeðfelldum leiðum, vændi og afbrotum. Efnin eru dýr og oft keypt á svörtum markaði í undirheimum þar sem fáir sjá til og ofbeldi þrífst. Fíklarnir fá enga innihaldslýsingu á efnunum. Heillavænlegra skref þeirra sem vettlingi geta valdið væri að útvega þeim lengst leiddu fíkniefnin eftir löglegum leiðum og uppi á borðum, opna neyslurými og fjölga skaðaminnkandi úrræðum. Sjálfboðaliðaverkefni á borð við Frú Ragnheiði, þar sem áhersla er lögð á að minnka skaðann sem hlýst af fíkniefnaneyslu, með því að útvega hreinar nálar, aðhlynningu og spjall, eru ómetanleg. Með aðgerðum í þá átt mætti bjarga mannslífum og koma í veg fyrir óhamingju. Þessi meinta góðmennska fer hins vegar á hilluna við hliðina á öðru fáránlegu samkomulagi sem kvað á um „Fíkniefnalaust Ísland árið 2000“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í gær var málamyndasamkomulag um ofbeldislausa skemmtistaði undirritað. Samhliða var þýðingarlaust samkomulag gert um vændislaus hótel. Reykjavíkurborg, Samtök ferðaþjónustu fyrir hönd skemmtistaða, lögreglan og slökkviliðið taka höndum saman um þessi háleitu markmið. Hin svokallaða ofbeldisvarnarnefnd borgarinnar ber ábyrgð á utanumhaldi. „Stefnt er að því að fyrirbyggja allt mögulegt ofbeldi á skemmtistöðum, þar með talda kynferðislega og kynbundið áreitni, vændi og mansal.“ Til að ná fram göfugum markmiðunum treysta aðilar samkomulags á stefnugerð, samvinnu og ársfjórðungslega fundi. Þá er því beint að þeim sem reka skemmtistaði og hafa lifibrauð sitt af vínsölu að „afgreiða ekki áfengi til þeirra sem sýnilega eru ölvaðir“. Tilefnið er ærið. En ef hægt væri að semja sig frá mannlegum harmleik í Ráðhúsinu væri Ísland vímuefnalaust, ungmenni myndu öll stunda hópíþróttir og stjórnmálamenn gætu samið um að hér fyndu allir hamingjuna. Sannað er að gríðarlegt framboð af vændi sé í Reykjavík. Samt er áratugur frá því að lög tóku gildi um málaflokkinn sem áttu að ná til fólks í vændi og auðvelda því leið út. Hvorki virðist hafa gengið né rekið í þeirri baráttu, þótt margir mætir hafi reynt. Nú ætla embættismenn sér að hittast fjórum sinnum á ári til þess að uppræta þau þjóðfélagslegu mein sem engu ríki hefur lánast að uppræta. Kannski hefur samt best tekist til í Hollandi, þar sem vændi er löglegt og ekki úthýst þangað sem enginn sér. Ekki skal gert lítið úr því að viðfangsefnið er flókið og stórt. Fullkomið skilningsleysi á aðstæðum fólks sem stundar vændi eða beitir ofbeldi er hins vegar nánast áþreifanlegt með málamyndaaðgerðum sem þessum. Rót vandans, í flestum tilfellum, er fíkn. Fíklar heyja baráttu fyrir lífi sínu á hverjum degi. Oft þurfa þeir að verða sér úti um efni eftir ógeðfelldum leiðum, vændi og afbrotum. Efnin eru dýr og oft keypt á svörtum markaði í undirheimum þar sem fáir sjá til og ofbeldi þrífst. Fíklarnir fá enga innihaldslýsingu á efnunum. Heillavænlegra skref þeirra sem vettlingi geta valdið væri að útvega þeim lengst leiddu fíkniefnin eftir löglegum leiðum og uppi á borðum, opna neyslurými og fjölga skaðaminnkandi úrræðum. Sjálfboðaliðaverkefni á borð við Frú Ragnheiði, þar sem áhersla er lögð á að minnka skaðann sem hlýst af fíkniefnaneyslu, með því að útvega hreinar nálar, aðhlynningu og spjall, eru ómetanleg. Með aðgerðum í þá átt mætti bjarga mannslífum og koma í veg fyrir óhamingju. Þessi meinta góðmennska fer hins vegar á hilluna við hliðina á öðru fáránlegu samkomulagi sem kvað á um „Fíkniefnalaust Ísland árið 2000“.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar