Tveimur mönnum bjargað úr bát sem strandaði Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. september 2019 06:07 Mönnunum var bjargað um borð í TF EIR klukkan 02:52 í nótt. vísir/vilhelm Laust eftir miðnætti í nótt barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar neyðarkall frá tólf metra handfærabát sem hafði strandað rétt utan við Skála á sunnanverðu Langanesi. Voru tveir menn um borð í bátnum. Að því er segir í tilkynningu frá Gæslunni var þyrlan send strax af stað auk björgunarbáta frá Þórshöfn og Bakkafirði og skipa sem voru í grennd við strandaðan bátinn. Þá voru björgunarsveitir frá Raufarhöfn, Þórshöfn og Húsavík sendar landleiðina á staðinn. Um klukkan 01:20 kom fiskibátur á svæðið en gat ekki athafnað sig á svæðinu. Þar var þó ágætis veður, bjart en nokkur sjór. Um klukkan hálfþrjú í nótt kom svo björgunarbátur frá Bakkafirði á staðinn en sökum sjólags var ekki talið ráðlegt að reyna björgun frá sjó. Þá voru aðstæður til björgunar frá landi ekki góðar vegna aðstæðna en strandstaður var undir bjargi. Klukkan 02.35 var þyrlan TF EIR komin á vettvang og sautján mínútum síðar var búið að bjarga mönnunum um borð í þyrluna. Við birtingu verða aðstæður svo skoðaðar betur með tilliti til björgunar á bátnum. Samkvæmt upplýsingum frá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar er ekki vitað hvers vegna báturinn strandaði en rannsóknarnefnd sjóslysa mun fara með rannsókn málsins. Hér fyrir neðan má sjá myndband af því þegar sigmaður Gæslunnar fór úr þyrlunni og niður í bátinn.Klippa: Sigmaður Landhelgisgæslunnar fer í bát sem strandaði Landhelgisgæslan Langanesbyggð Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Fleiri fréttir Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Sjá meira
Laust eftir miðnætti í nótt barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar neyðarkall frá tólf metra handfærabát sem hafði strandað rétt utan við Skála á sunnanverðu Langanesi. Voru tveir menn um borð í bátnum. Að því er segir í tilkynningu frá Gæslunni var þyrlan send strax af stað auk björgunarbáta frá Þórshöfn og Bakkafirði og skipa sem voru í grennd við strandaðan bátinn. Þá voru björgunarsveitir frá Raufarhöfn, Þórshöfn og Húsavík sendar landleiðina á staðinn. Um klukkan 01:20 kom fiskibátur á svæðið en gat ekki athafnað sig á svæðinu. Þar var þó ágætis veður, bjart en nokkur sjór. Um klukkan hálfþrjú í nótt kom svo björgunarbátur frá Bakkafirði á staðinn en sökum sjólags var ekki talið ráðlegt að reyna björgun frá sjó. Þá voru aðstæður til björgunar frá landi ekki góðar vegna aðstæðna en strandstaður var undir bjargi. Klukkan 02.35 var þyrlan TF EIR komin á vettvang og sautján mínútum síðar var búið að bjarga mönnunum um borð í þyrluna. Við birtingu verða aðstæður svo skoðaðar betur með tilliti til björgunar á bátnum. Samkvæmt upplýsingum frá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar er ekki vitað hvers vegna báturinn strandaði en rannsóknarnefnd sjóslysa mun fara með rannsókn málsins. Hér fyrir neðan má sjá myndband af því þegar sigmaður Gæslunnar fór úr þyrlunni og niður í bátinn.Klippa: Sigmaður Landhelgisgæslunnar fer í bát sem strandaði
Landhelgisgæslan Langanesbyggð Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Fleiri fréttir Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Sjá meira