Upphitunarþáttur Körfuboltakvölds var á dagskrá Stöðvar 2 Sports á föstudagskvöldið.
Þar hituðu þeir Kjartan Atli Kjartansson, Teitur Örlygsson, Kristinn Friðriksson og Sævar Sævarsson upp fyrir komandi leiktíð.
„Ef Pavel hefði verið í KR þá hefðum við breytt þessum þætti í dýralífsþátt,“ sagði Kristinn og sagði að félagaskipti Pavels hafi hleypt smá spennu í mótið.
„Ég held að við eigum ekkert endilega eftir að sjá Kristófer í byrjunarliðinu hjá KR. Ég held að hann gæti notað hann af bekknum,“ sagði Teitur Örlygsson.
„KR er ekkert að flýta sér. Það verður annað KR-lið sem kemur eftir janúar,“ bætti Teitur svo við.
Allt innslagið má sjá í spilaranum hér að neðan þar sem einnig er farið yfir hin tvö toppliðin.