Íris Björk: Yndislegt að koma aftur í landsliðið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. september 2019 18:25 Íris Björk varði 14 skot gegn heims- og Evrópumeisturum Frakka. vísir/bára Íris Björk Símonardóttir átti góðan leik í marki Íslands gegn Frakklandi í undankeppni EM 2020 í dag. Íslendingar töpuðu, 17-23, en léku miklu betur en gegn Króötum á miðvikudaginn. Sá leikur tapaðist með 21 marki, 29-21. „Eftir leikinn á miðvikudaginn var þetta nauðsynleg frammistaða. Ég er gífurlega stolt af liðinu að hafa stigið upp, þótt það hafi ekki skilað meiru en sex marka tapi. Allir sem horfðu á leikinn sáu að þetta var allt annað,“ sagði Íris í samtali við Vísi eftir leikinn á Ásvöllum. Ísland byrjaði leikinn illa og lenti fljótlega þremur mörkum undir. Smá skjálfti í okkur í byrjun„Eins og gefur að skilja eftir síðasta leik var smá skjálfti í okkur í byrjun leiks. Það hefði verið auðveldara að brotna og ég er gríðarlega stolt af liðinu að hafa staðið þetta af okkur,“ sagði Íris. Hún varði 14 skot í leiknum, þar af þrjú vítaköst. „Það gekk eiginlega best í vítunum,“ sagði Íris og hló. „Ég var með hörkuvörn fyrir framan mig og vörnin virkaði vel í þessum tveimur leikjum. Ég vil hrósa stelpunum. Þær börðust eins og ljón og þessi vörn virkar bara ef allir eru á fullu. Þetta kom Frökkunum held ég á óvart.“ Auðvitað kitlar að halda áframÍris hafði ekki spilað landsleik síðan 2016 en sneri aftur í landsliðið fyrir leikina gegn Króatíu og Frakklandi. En verður hún með í næstu leikjum íslenska liðsins? „Við verðum að bíða og sjá,“ sagði Íris. Hún viðurkennir að það kitli að spila fleiri landsleiki eins og þennan. „Ég vil hrósa stuðningssveitinni. Þetta var geðveikt. Það var yndislegt að koma aftur í landsliðið þótt það hefði verið skemmtilegra að koma með aðeins meiri glans inn í Króatíuleikinn. Þetta er spennandi og skemmtilegt lið og auðvitað kitlar það að halda áfram.“ Handbolti Tengdar fréttir Arnar: Hefði verið auðvelt að brotna en stelpurnar sýndu úr hverju þær eru gerðar Þjálfari íslenska kvennalandsliðsins hrósaði leikmönnum eftir leikinn gegn Frakklandi. 29. september 2019 18:09 Umfjöllun: Ísland - Frakkland 17-23 | Miklu betra en gegn Króatíu Eftir skellinn í Króatíu á miðvikudaginn sýndi íslenska liðið allt aðra og miklu betri frammistöðu gegn heims- og Evrópumeisturum Frakka. 29. september 2019 17:30 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Fleiri fréttir Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Sjá meira
Íris Björk Símonardóttir átti góðan leik í marki Íslands gegn Frakklandi í undankeppni EM 2020 í dag. Íslendingar töpuðu, 17-23, en léku miklu betur en gegn Króötum á miðvikudaginn. Sá leikur tapaðist með 21 marki, 29-21. „Eftir leikinn á miðvikudaginn var þetta nauðsynleg frammistaða. Ég er gífurlega stolt af liðinu að hafa stigið upp, þótt það hafi ekki skilað meiru en sex marka tapi. Allir sem horfðu á leikinn sáu að þetta var allt annað,“ sagði Íris í samtali við Vísi eftir leikinn á Ásvöllum. Ísland byrjaði leikinn illa og lenti fljótlega þremur mörkum undir. Smá skjálfti í okkur í byrjun„Eins og gefur að skilja eftir síðasta leik var smá skjálfti í okkur í byrjun leiks. Það hefði verið auðveldara að brotna og ég er gríðarlega stolt af liðinu að hafa staðið þetta af okkur,“ sagði Íris. Hún varði 14 skot í leiknum, þar af þrjú vítaköst. „Það gekk eiginlega best í vítunum,“ sagði Íris og hló. „Ég var með hörkuvörn fyrir framan mig og vörnin virkaði vel í þessum tveimur leikjum. Ég vil hrósa stelpunum. Þær börðust eins og ljón og þessi vörn virkar bara ef allir eru á fullu. Þetta kom Frökkunum held ég á óvart.“ Auðvitað kitlar að halda áframÍris hafði ekki spilað landsleik síðan 2016 en sneri aftur í landsliðið fyrir leikina gegn Króatíu og Frakklandi. En verður hún með í næstu leikjum íslenska liðsins? „Við verðum að bíða og sjá,“ sagði Íris. Hún viðurkennir að það kitli að spila fleiri landsleiki eins og þennan. „Ég vil hrósa stuðningssveitinni. Þetta var geðveikt. Það var yndislegt að koma aftur í landsliðið þótt það hefði verið skemmtilegra að koma með aðeins meiri glans inn í Króatíuleikinn. Þetta er spennandi og skemmtilegt lið og auðvitað kitlar það að halda áfram.“
Handbolti Tengdar fréttir Arnar: Hefði verið auðvelt að brotna en stelpurnar sýndu úr hverju þær eru gerðar Þjálfari íslenska kvennalandsliðsins hrósaði leikmönnum eftir leikinn gegn Frakklandi. 29. september 2019 18:09 Umfjöllun: Ísland - Frakkland 17-23 | Miklu betra en gegn Króatíu Eftir skellinn í Króatíu á miðvikudaginn sýndi íslenska liðið allt aðra og miklu betri frammistöðu gegn heims- og Evrópumeisturum Frakka. 29. september 2019 17:30 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Fleiri fréttir Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Sjá meira
Arnar: Hefði verið auðvelt að brotna en stelpurnar sýndu úr hverju þær eru gerðar Þjálfari íslenska kvennalandsliðsins hrósaði leikmönnum eftir leikinn gegn Frakklandi. 29. september 2019 18:09
Umfjöllun: Ísland - Frakkland 17-23 | Miklu betra en gegn Króatíu Eftir skellinn í Króatíu á miðvikudaginn sýndi íslenska liðið allt aðra og miklu betri frammistöðu gegn heims- og Evrópumeisturum Frakka. 29. september 2019 17:30