Erlent

36 létust í rútuslysi í Kína

Sylvía Hall skrifar
Umferðarslys eru tíð í Kína.
Umferðarslys eru tíð í Kína. Vísir/Getty
Alvarlegt umferðarslys varð í Jiangsu-héraði í Kína í dag þegar rúta ók á gagnstæðan vegarhelming í veg fyrir vörubíl. Alls létust 36 í slysinu og níu voru fluttir á slysadeild en ástand þeirra er sagt alvarlegt.

Í frétt BBC um málið segir að líklegt þyki að dekk rútunnar hafi sprungið með þeim afleiðingum að bílstjórinn missti stjórn á rútunni og hún hafi hafnað á hinum vegarhelmingnum. Þar hafi vörubíllinn komið úr gagnstæðri átt en þrír farþegar voru í bílnum.

Viðbragsaðilar voru sendir tafarlaust á vettvang.

Umferðarslys eru algeng í Kína en í frétt breska ríkisútvarpsins segir að um það bil 58 þúsund manns hafi látið lífið í umferðarslysum árið 2015. Brot á umferðarlögum eru talin helsta orsök slysanna.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×