Sara Björk Gunnarsdóttir var í byrjunarliði Wolfsburg sem vann stórsigur á Jena, 8-1, í þýsku úrvalsdeildinni í dag.
Wolfsburg hefur unnið alla fimm leiki sína með markatölunni 21-2 og er með þriggja stiga forskot á toppi þýsku deildarinnar.
Pernille Harder skoraði þrennu fyrir Wolfsburg og Alexandra Popp tvö mörk. Noelle Maritz, Dominique Bloodworth og Felicitas Rauch gerðu svo sitt markið hver.
Sara var tekin af velli eftir að Bloodworth kom Wolfsburg í 7-1 á 75. mínútu.
Sif Atladóttir og Svava Rós Guðmundsdóttur léku allan leikinn fyrir Kristianstad sem gerði 1-1 jafntefli við Piteå í sænsku úrvalsdeildinni.
Elísabet Gunnarsdóttir er þjálfari Kristianstad sem er í 4. sæti deildarinnar. Liðið hefur aðeins tapað einum af síðustu tíu deildarleikjum sínum.
Sara, Sif og Svava eru allar í íslenska landsliðshópnum sem mætir Frakklandi og Lettlandi í byrjun næsta mánaðar.
Fótbolti