Telur forgangsröðun bæjarins ekki leyfa frekari fjölgun Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. september 2019 13:19 Gunnar Egilsson, bæjarfulltrúi D-lista í Árborg, er ósáttur við forgangsröðun meirihlutans. Stöð 2 Oddviti minnihlutans í Árborg segir forgangsröðun bæjarstjórnar á Selfossi ekki leyfa frekari íbúafjölgun, enda sé álagið á grunninnviðina nú þegar mikið. Íbúar bæjarins kvarta undan sprungnum leikskólum og fjömennum grunnskólabekkjum, á sama tíma og reynt er að lokka fleiri til að flytja í bæinn. Bæjaryfirvöld í Árborg hafa sætt nokkurri gagnrýni eftir frétt Stöðvar 2 í gærkvöld þar sem fjallað var um sérstakt kynningarátak sveitarfélagsins og fyrirtækja á svæðinu, sem gengur út á vekja athygli á Selfossi, sem góðum búsetukosti. Á umræðuvettvangi íbúa á Selfossi hafa skapast heitar umræður um átakið og þykir fólki skjóta skökku við að bæjaryfirvöld reyni að fá fleiri til að flytja til bæjarsins, þegar grunninnviðir virðast ekki geta borið núverandi íbúafjölda. Nú þegar séu langir biðlistar á leikskóla bæjarins, grunnskólarnir séu sprungnir og íþróttahúsin of lítil. Gunnar Egilsson, oddviti minnihlutans í Árborg, tekur í sama streng. Forgangsröðun bæjarfélagsins leyfi ekki kynningarátak sem þetta. „Innviðauppbyggingin, hún er í molum hérna,“ segir hann. Lengi hafi verið kallað eftir uppbyggingu leikskóla, en án árangurs. „Það eru 52 börn á biðlista í leikskóla og forgangsröðunin hérna er alveg ótrúleg,“ fullyrðir Gunnar. Fjölgunin í bæjarfélaginu undanfarið ár, sem bæjarstjóri Árborgar sagði í gærkvöld að væri án fordæma, hafi verið viðbúin og minni en árið 2017. „Þetta er bara kjaftæði. Það var vitað að það yrði talsvert mikil fjölgun þegar það væri mikið byggt hérna,“ segir Gunnar. Hann telur samstöðu um hvaða innviðir þurfi að vera í lagi: „Leikskóli, skóli, íþróttahús við nýja skólann og sundlaug við annan skólann okkar [...] og svo hreinsistöð. Þetta er forgangsröðin sem við þurfum að vera með,“ segir hann. Núverandi meirihluti fari hins vegar aðra leið. „Núverandi meirihluti, hann er bara með allt í skrúfunni.“ Árborg Tengdar fréttir Fordæmalaus fjölgun á íbúum í Árborg Mikil fjölgun íbúa í Sveitarfélaginu Árborg hefur komið aftan að bæjaryfirvöldum enda átti engin von á svona mikilli fjölgun íbúa. Á síðustu tólf mánuðum hefur íbúunum fjölgað um eitt þúsund, langmest á Selfossi. 28. september 2019 19:30 Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Sjá meira
Oddviti minnihlutans í Árborg segir forgangsröðun bæjarstjórnar á Selfossi ekki leyfa frekari íbúafjölgun, enda sé álagið á grunninnviðina nú þegar mikið. Íbúar bæjarins kvarta undan sprungnum leikskólum og fjömennum grunnskólabekkjum, á sama tíma og reynt er að lokka fleiri til að flytja í bæinn. Bæjaryfirvöld í Árborg hafa sætt nokkurri gagnrýni eftir frétt Stöðvar 2 í gærkvöld þar sem fjallað var um sérstakt kynningarátak sveitarfélagsins og fyrirtækja á svæðinu, sem gengur út á vekja athygli á Selfossi, sem góðum búsetukosti. Á umræðuvettvangi íbúa á Selfossi hafa skapast heitar umræður um átakið og þykir fólki skjóta skökku við að bæjaryfirvöld reyni að fá fleiri til að flytja til bæjarsins, þegar grunninnviðir virðast ekki geta borið núverandi íbúafjölda. Nú þegar séu langir biðlistar á leikskóla bæjarins, grunnskólarnir séu sprungnir og íþróttahúsin of lítil. Gunnar Egilsson, oddviti minnihlutans í Árborg, tekur í sama streng. Forgangsröðun bæjarfélagsins leyfi ekki kynningarátak sem þetta. „Innviðauppbyggingin, hún er í molum hérna,“ segir hann. Lengi hafi verið kallað eftir uppbyggingu leikskóla, en án árangurs. „Það eru 52 börn á biðlista í leikskóla og forgangsröðunin hérna er alveg ótrúleg,“ fullyrðir Gunnar. Fjölgunin í bæjarfélaginu undanfarið ár, sem bæjarstjóri Árborgar sagði í gærkvöld að væri án fordæma, hafi verið viðbúin og minni en árið 2017. „Þetta er bara kjaftæði. Það var vitað að það yrði talsvert mikil fjölgun þegar það væri mikið byggt hérna,“ segir Gunnar. Hann telur samstöðu um hvaða innviðir þurfi að vera í lagi: „Leikskóli, skóli, íþróttahús við nýja skólann og sundlaug við annan skólann okkar [...] og svo hreinsistöð. Þetta er forgangsröðin sem við þurfum að vera með,“ segir hann. Núverandi meirihluti fari hins vegar aðra leið. „Núverandi meirihluti, hann er bara með allt í skrúfunni.“
Árborg Tengdar fréttir Fordæmalaus fjölgun á íbúum í Árborg Mikil fjölgun íbúa í Sveitarfélaginu Árborg hefur komið aftan að bæjaryfirvöldum enda átti engin von á svona mikilli fjölgun íbúa. Á síðustu tólf mánuðum hefur íbúunum fjölgað um eitt þúsund, langmest á Selfossi. 28. september 2019 19:30 Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Sjá meira
Fordæmalaus fjölgun á íbúum í Árborg Mikil fjölgun íbúa í Sveitarfélaginu Árborg hefur komið aftan að bæjaryfirvöldum enda átti engin von á svona mikilli fjölgun íbúa. Á síðustu tólf mánuðum hefur íbúunum fjölgað um eitt þúsund, langmest á Selfossi. 28. september 2019 19:30