Ríkisstjórn Trump endurnýjar rannsókn á tölvupóstum Clinton Kjartan Kjartansson skrifar 29. september 2019 08:21 Utanríkisráðuneyti Trump reynir nú að blása lífi í eitt helsta hitamál kosninganna árið 2016: tölvupósta Hillary Clinton. Vísir/EPA Fulltrúar bandaríska utanríkisráðuneytisins rannsaka nú tölvupósta stórs hóps núverandi og fyrrverandi embættismanna sem voru sendir á einkatölvupóstfang Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra og mótframbjóðanda Donalds Trump forseta árið 2016. Í sumum tilfellum hefur embættismönnum verið sagt að tölvupóstar þeirra hafi verið skilgreindir sem trúnaðarskjöl afturvirkt og geti nú talist öryggisbrot. Rannsóknin á tölvupóstum Clinton þegar hún var utanríkisráðherra lék stórt hlutverk í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. Alríkislögreglan FBI hafði lokið rannsókn á notkun Clinton á einkatölvupóstþjóni og ályktað að ekki væri tilefni til ákæru. Umdeilt þótti að James Comey, þáverandi forstjóri FBI, ávítti Clinton fyrir að hafa farið „afar ógætilega“ með því að senda leynilegar upplýsingar um einkatölvupóstþjón sem hefðu átt að fara í gegnum dulkóðun opinberrar tölvukerfa. Comey tilkynnti síðan um tveimur vikum fyrir kosningarnar að rannsóknin hefði verið opnuð aftur eftir að fleiri tölvupóstar fundust á tölvu fyrrverandi þingmanns Demókrataflokksins sem var til rannsóknar vegna kynferðislegra samskipta við unglingsstúlku. Ekkert nýtt kom út úr rannsókninni á póstunum en Clinton hefur kennt tilkynningu Comey til þingsins um að rannsóknin hefði verið opnuð aftur um ósigur sinn fyrir Trump. Forskot Clinton á Trump í könnunum dróst saman eftir að bréf Comey til þingsins varð opinbert.Gaf í skyn að hann myndi fangelsa Clinton Í kosningabaráttunni varð Trump tíðrætt um tölvupósta Clinton og uppnefndi hann hana „Óheiðarlegu Hillary“. Hvatti hann rússnesk stjórnvöld enn fremur til að finna persónulega tölvupósta Clinton sem hafði verið eytt af tölvupóstþjóni hennar. Hótaði Trump enn fremur að rannsaka og mögulega fangelsa Clinton ef hann yrði forseti.Washington Post greinir nú frá því að eftir að Trump tók við sem forseti árið 2017 hafi utanríkisráðuneyti hans hafið nýja rannsókn á tölvupóstum Clinton. Rannsakendur ráðuneytisins hafi byrjað að hafa samband við fyrrverandi embættismenn fyrir um átján mánuðum. Rannsóknin virðist hafa lagst í dvala um skeið en síðan tekin upp aftur af krafti í ágúst. Í sama mánuði komst ríkisstjórn Trump að því að uppljóstrari innan leyniþjónustunnar hefði lagt inn kvörtun vegna símtals hans við Volodymyr Zelenskí, forseta Úkraínu. Alls hafi rannsakendurnir nú haft samband við allt að 130 núverandi og fyrrverandi embættismenn ráðuneytisins sem sendu tölvupósta á persónulegt póstfang Clinton þegar hún var ráðherra. Á meðal þeirra eru sendiherrar og aðstoðarráðherrar. Í nærri öllum tilfellum er um að ræða upplýsingar sem voru sendar Clinton í tölvupóstum sem voru afturvirkt skilgreindar sem trúnaðarupplýsingar í tíð Trump-stjórnarinnar. Washington Post segir að ekkert í þeim póstum sem það hefur undir höndum hafi innihaldið viðkvæmar upplýsingar um leynileg verkefni Bandaríkjastjórnar.Comey var gagnrýndur harðlega úr öllum áttum fyrir hvernig hann fór með rannsókn á tölvupóstum Hillary Clinton.Vísir/GettySegja rannsakendurna vera afsakandi Blaðið hefur eftir háttsettum embættismanni í utanríkisráðuneytinu að rannsóknin nú hafi ekkert að gera með að Trump sé forseti. Rannsóknin hafi einfaldlega dregist vegna þess hversu marga tölvupósta hefur þurft að fara í gengum. Þeir sem sæta nú spurningum vegna tölvupóstana telja aftur á móti að rannsóknin sé önnur leið sem Trump forseti fari til að misnota vald sitt gegn þeim sem hann telur pólitíska andstæðinga. Demókratar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hófu rannsókn á mögulegum embættisbrotum Trump í síðustu viku vegna uppljóstrana um að hann hafi misnotað aðstöðu sína til að knýja pólitískan greiða út úr forseta Úkraínu í sumar. Hvíta húsið er jafnframt sakað um misnota tölvukerfi fyrir háleynilegar upplýsingar til að leyna vandræðalegum samskiptum Trump við erlenda leiðtoga. Þannig telja sumir að rannsóknin nú sé leið fyrir Repúblikanaflokk Trump að halda deilunum um tölvupósta Clinton áfram á lífi í opinberri umræðu í aðdraganda forsetakosninga á næsta ári. Henni sé ætlað að kasta rýrð á sérfræðinga Demókrataflokksins í utanríkismálum. Nokkrir þeirra sem hafa fengið bréf frá utanríkisráðuneytinu þar sem þeir eru sakaðir um að „bera einhverja sök“ fullyrða að rannsakendur ráðuneytisins hafi verið afsakandi og gert þeim ljóst að þeir væru að rannsaka málið tilneyddir og undir utanaðkomandi þrýstingi. „Þeir gera sér grein fyrir hversu út í hött þetta er,“ segir einn embættismaður blaðinu. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Tengdar fréttir Reyndu að fela upplýsingar um símtal Trump og Zelensky Leyniþjónustunefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefur birt svokallaða uppljóstrarakvörtun sem leitt hefur til þess að Demókratar á þingi hafa hafið formlegt ákæruferli á hendur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 26. september 2019 13:27 Hvíta húsið vissi af kvörtun uppljóstrara skömmu eftir símtal Trump og Zelenskí Uppljóstrari innan CIA lét lögfræðing leyniþjónustunnar vita áður en hann lagði inn formlega uppljóstrarakvörtun sem veitti honum lagalega vernd. Hvíta húsið virðist því hafa vitað nær frá upphafi hvaðan kvörtunin kom. 27. september 2019 10:16 Hvíta húsið leyndi fleiri viðkvæmum símtölum Trump við Pútín og Sáda Trump er sagður hafa tjáð háttsettum rússneskum embættismönnum í Hvíta húsinu að hann kippti sér ekki upp við afskipti Rússa af forsetakosningunum 2016 því Bandaríkin gerðu það sama í öðrum löndum. 28. september 2019 07:59 Trump ræðst á heimildarmenn uppljóstrarans og segir að njósnurum hafi verið refsað í gamla daga Starfsmönnum fastanefndar Bandaríkjanna hjá SÞ er sagt hafa brugðið þegar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði við þá að sá sem veitti uppljóstraranum sem kvartaði undan símtali forsetans við Úkraínuforseta upplýsingar um símtalið væri nálægt því að vera njósnari. 26. september 2019 23:30 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Fulltrúar bandaríska utanríkisráðuneytisins rannsaka nú tölvupósta stórs hóps núverandi og fyrrverandi embættismanna sem voru sendir á einkatölvupóstfang Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra og mótframbjóðanda Donalds Trump forseta árið 2016. Í sumum tilfellum hefur embættismönnum verið sagt að tölvupóstar þeirra hafi verið skilgreindir sem trúnaðarskjöl afturvirkt og geti nú talist öryggisbrot. Rannsóknin á tölvupóstum Clinton þegar hún var utanríkisráðherra lék stórt hlutverk í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. Alríkislögreglan FBI hafði lokið rannsókn á notkun Clinton á einkatölvupóstþjóni og ályktað að ekki væri tilefni til ákæru. Umdeilt þótti að James Comey, þáverandi forstjóri FBI, ávítti Clinton fyrir að hafa farið „afar ógætilega“ með því að senda leynilegar upplýsingar um einkatölvupóstþjón sem hefðu átt að fara í gegnum dulkóðun opinberrar tölvukerfa. Comey tilkynnti síðan um tveimur vikum fyrir kosningarnar að rannsóknin hefði verið opnuð aftur eftir að fleiri tölvupóstar fundust á tölvu fyrrverandi þingmanns Demókrataflokksins sem var til rannsóknar vegna kynferðislegra samskipta við unglingsstúlku. Ekkert nýtt kom út úr rannsókninni á póstunum en Clinton hefur kennt tilkynningu Comey til þingsins um að rannsóknin hefði verið opnuð aftur um ósigur sinn fyrir Trump. Forskot Clinton á Trump í könnunum dróst saman eftir að bréf Comey til þingsins varð opinbert.Gaf í skyn að hann myndi fangelsa Clinton Í kosningabaráttunni varð Trump tíðrætt um tölvupósta Clinton og uppnefndi hann hana „Óheiðarlegu Hillary“. Hvatti hann rússnesk stjórnvöld enn fremur til að finna persónulega tölvupósta Clinton sem hafði verið eytt af tölvupóstþjóni hennar. Hótaði Trump enn fremur að rannsaka og mögulega fangelsa Clinton ef hann yrði forseti.Washington Post greinir nú frá því að eftir að Trump tók við sem forseti árið 2017 hafi utanríkisráðuneyti hans hafið nýja rannsókn á tölvupóstum Clinton. Rannsakendur ráðuneytisins hafi byrjað að hafa samband við fyrrverandi embættismenn fyrir um átján mánuðum. Rannsóknin virðist hafa lagst í dvala um skeið en síðan tekin upp aftur af krafti í ágúst. Í sama mánuði komst ríkisstjórn Trump að því að uppljóstrari innan leyniþjónustunnar hefði lagt inn kvörtun vegna símtals hans við Volodymyr Zelenskí, forseta Úkraínu. Alls hafi rannsakendurnir nú haft samband við allt að 130 núverandi og fyrrverandi embættismenn ráðuneytisins sem sendu tölvupósta á persónulegt póstfang Clinton þegar hún var ráðherra. Á meðal þeirra eru sendiherrar og aðstoðarráðherrar. Í nærri öllum tilfellum er um að ræða upplýsingar sem voru sendar Clinton í tölvupóstum sem voru afturvirkt skilgreindar sem trúnaðarupplýsingar í tíð Trump-stjórnarinnar. Washington Post segir að ekkert í þeim póstum sem það hefur undir höndum hafi innihaldið viðkvæmar upplýsingar um leynileg verkefni Bandaríkjastjórnar.Comey var gagnrýndur harðlega úr öllum áttum fyrir hvernig hann fór með rannsókn á tölvupóstum Hillary Clinton.Vísir/GettySegja rannsakendurna vera afsakandi Blaðið hefur eftir háttsettum embættismanni í utanríkisráðuneytinu að rannsóknin nú hafi ekkert að gera með að Trump sé forseti. Rannsóknin hafi einfaldlega dregist vegna þess hversu marga tölvupósta hefur þurft að fara í gengum. Þeir sem sæta nú spurningum vegna tölvupóstana telja aftur á móti að rannsóknin sé önnur leið sem Trump forseti fari til að misnota vald sitt gegn þeim sem hann telur pólitíska andstæðinga. Demókratar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hófu rannsókn á mögulegum embættisbrotum Trump í síðustu viku vegna uppljóstrana um að hann hafi misnotað aðstöðu sína til að knýja pólitískan greiða út úr forseta Úkraínu í sumar. Hvíta húsið er jafnframt sakað um misnota tölvukerfi fyrir háleynilegar upplýsingar til að leyna vandræðalegum samskiptum Trump við erlenda leiðtoga. Þannig telja sumir að rannsóknin nú sé leið fyrir Repúblikanaflokk Trump að halda deilunum um tölvupósta Clinton áfram á lífi í opinberri umræðu í aðdraganda forsetakosninga á næsta ári. Henni sé ætlað að kasta rýrð á sérfræðinga Demókrataflokksins í utanríkismálum. Nokkrir þeirra sem hafa fengið bréf frá utanríkisráðuneytinu þar sem þeir eru sakaðir um að „bera einhverja sök“ fullyrða að rannsakendur ráðuneytisins hafi verið afsakandi og gert þeim ljóst að þeir væru að rannsaka málið tilneyddir og undir utanaðkomandi þrýstingi. „Þeir gera sér grein fyrir hversu út í hött þetta er,“ segir einn embættismaður blaðinu.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Tengdar fréttir Reyndu að fela upplýsingar um símtal Trump og Zelensky Leyniþjónustunefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefur birt svokallaða uppljóstrarakvörtun sem leitt hefur til þess að Demókratar á þingi hafa hafið formlegt ákæruferli á hendur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 26. september 2019 13:27 Hvíta húsið vissi af kvörtun uppljóstrara skömmu eftir símtal Trump og Zelenskí Uppljóstrari innan CIA lét lögfræðing leyniþjónustunnar vita áður en hann lagði inn formlega uppljóstrarakvörtun sem veitti honum lagalega vernd. Hvíta húsið virðist því hafa vitað nær frá upphafi hvaðan kvörtunin kom. 27. september 2019 10:16 Hvíta húsið leyndi fleiri viðkvæmum símtölum Trump við Pútín og Sáda Trump er sagður hafa tjáð háttsettum rússneskum embættismönnum í Hvíta húsinu að hann kippti sér ekki upp við afskipti Rússa af forsetakosningunum 2016 því Bandaríkin gerðu það sama í öðrum löndum. 28. september 2019 07:59 Trump ræðst á heimildarmenn uppljóstrarans og segir að njósnurum hafi verið refsað í gamla daga Starfsmönnum fastanefndar Bandaríkjanna hjá SÞ er sagt hafa brugðið þegar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði við þá að sá sem veitti uppljóstraranum sem kvartaði undan símtali forsetans við Úkraínuforseta upplýsingar um símtalið væri nálægt því að vera njósnari. 26. september 2019 23:30 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Reyndu að fela upplýsingar um símtal Trump og Zelensky Leyniþjónustunefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefur birt svokallaða uppljóstrarakvörtun sem leitt hefur til þess að Demókratar á þingi hafa hafið formlegt ákæruferli á hendur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 26. september 2019 13:27
Hvíta húsið vissi af kvörtun uppljóstrara skömmu eftir símtal Trump og Zelenskí Uppljóstrari innan CIA lét lögfræðing leyniþjónustunnar vita áður en hann lagði inn formlega uppljóstrarakvörtun sem veitti honum lagalega vernd. Hvíta húsið virðist því hafa vitað nær frá upphafi hvaðan kvörtunin kom. 27. september 2019 10:16
Hvíta húsið leyndi fleiri viðkvæmum símtölum Trump við Pútín og Sáda Trump er sagður hafa tjáð háttsettum rússneskum embættismönnum í Hvíta húsinu að hann kippti sér ekki upp við afskipti Rússa af forsetakosningunum 2016 því Bandaríkin gerðu það sama í öðrum löndum. 28. september 2019 07:59
Trump ræðst á heimildarmenn uppljóstrarans og segir að njósnurum hafi verið refsað í gamla daga Starfsmönnum fastanefndar Bandaríkjanna hjá SÞ er sagt hafa brugðið þegar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði við þá að sá sem veitti uppljóstraranum sem kvartaði undan símtali forsetans við Úkraínuforseta upplýsingar um símtalið væri nálægt því að vera njósnari. 26. september 2019 23:30
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent