Fylgdust með Assange allan sólarhringinn Samúel Karl Ólason skrifar 28. september 2019 21:39 Julian Assange. EPA/NEIL HALL Spænska öryggisfyrirtækið Undercover Global S. L. deildi myndböndum og hljóðskrám af fundum Julian Assange með lögmönnum sínum og öðrum með leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA. Starfsmenn fyrirtækisins höfðu komið fyrir myndavélum í sendiráði Ekvador í London eftir að leyniþjónusta Ekvador réði fyrirtækið til að annast öryggi sendiráðsins og var fylgst með Assange allan sólarhringinn. Hæstiréttur Spánar hefur nú tekið UC Global S. L. til skoðunar vegna málsins. Þetta kemur fram í umfjöllun El País um málið en þar segir að fylgst hafi verið með Assange á klósettinu og hljóðnemum hafi jafnvel verið komið fyrir á kvennaklósettinu. Blaðamenn miðilsins munu hafa komið höndum yfir skjöl sem varpa ljósi á njósnirnar. Assange var dæmdur í fimmtíu vikna fangelsi fyrr á þessu ári fyrir að brjóta gegn skilmálum lausnar sem hann hlaut gegn tryggingu árið 2012. Þá leitaði hann hælis í sendiráði Ekvadors í London þar sem hann dvaldi þar til í apríl á þessu ári. Á þeim tíma fjölluðu breskir dómstólar um framsalsbeiðni Svía vegna kynferðisbrotamáls gegn Assange þar í landi. Hann var handtekinn í sendiráði Ekvador í London þann ellefta maí eftir að ríkisstjórn landsins felldi niður hæli hans. Samkvæmt EL País byrjaði eigandi UC Global að njósna um Assange árið 2015 og bað hann starfsmenn fyrirtækisins um að halda sambandi þess við Bandaríkjamenn leyndu. Undanfarin ári hefur ný ríkisstjórn Ekvador, sem leidd er af Lenín Moreno, verið verulega andsnúin veru Assange í sendiráðinu og eru njósnir gegn Assange sagðar hafa færst í aukana eftir að hann tók við völdum. Bandaríkin hafa ákært Assange fyrir fjölda brota og hafa farið fram á að hann verði framseldur frá Bretlandi. Beiðni þeirra verður tekin fyrir í febrúar. Bandaríkin Bretland Ekvador Spánn WikiLeaks Mál Julians Assange Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Spænska öryggisfyrirtækið Undercover Global S. L. deildi myndböndum og hljóðskrám af fundum Julian Assange með lögmönnum sínum og öðrum með leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA. Starfsmenn fyrirtækisins höfðu komið fyrir myndavélum í sendiráði Ekvador í London eftir að leyniþjónusta Ekvador réði fyrirtækið til að annast öryggi sendiráðsins og var fylgst með Assange allan sólarhringinn. Hæstiréttur Spánar hefur nú tekið UC Global S. L. til skoðunar vegna málsins. Þetta kemur fram í umfjöllun El País um málið en þar segir að fylgst hafi verið með Assange á klósettinu og hljóðnemum hafi jafnvel verið komið fyrir á kvennaklósettinu. Blaðamenn miðilsins munu hafa komið höndum yfir skjöl sem varpa ljósi á njósnirnar. Assange var dæmdur í fimmtíu vikna fangelsi fyrr á þessu ári fyrir að brjóta gegn skilmálum lausnar sem hann hlaut gegn tryggingu árið 2012. Þá leitaði hann hælis í sendiráði Ekvadors í London þar sem hann dvaldi þar til í apríl á þessu ári. Á þeim tíma fjölluðu breskir dómstólar um framsalsbeiðni Svía vegna kynferðisbrotamáls gegn Assange þar í landi. Hann var handtekinn í sendiráði Ekvador í London þann ellefta maí eftir að ríkisstjórn landsins felldi niður hæli hans. Samkvæmt EL País byrjaði eigandi UC Global að njósna um Assange árið 2015 og bað hann starfsmenn fyrirtækisins um að halda sambandi þess við Bandaríkjamenn leyndu. Undanfarin ári hefur ný ríkisstjórn Ekvador, sem leidd er af Lenín Moreno, verið verulega andsnúin veru Assange í sendiráðinu og eru njósnir gegn Assange sagðar hafa færst í aukana eftir að hann tók við völdum. Bandaríkin hafa ákært Assange fyrir fjölda brota og hafa farið fram á að hann verði framseldur frá Bretlandi. Beiðni þeirra verður tekin fyrir í febrúar.
Bandaríkin Bretland Ekvador Spánn WikiLeaks Mál Julians Assange Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira