Myndi taka alla fjölskylduna með í MAX-flug Birgir Olgeirsson skrifar 28. september 2019 21:00 Þórarinn Hjálmarsson, flugstjóri hjá Icelandair. Vísir Það er ekkert að óttast, segir einn af flugstjórum Icelandair sem fljúga fimm Boeing MAX-vélum til Frakklands í næstu viku. Vélarnar hafa verið kyrrsettar í hálft ár eftir að tvær MAX-vélar fórust í Eþíópíu og Indónesíu. Fjórir flugstjórar Icelandair búa sig undir að flytja Boeing 737 MAX-8 vélar til Frakklands í næstu viku og er að mörgu að hyggja. Hafa þeir verið við þjálfun í flughermi í Hafnarfirði undanfarið til að undirbúa ferðina en vélarnar verða geymdar í borginni Toulouse til að forða þeim frá sliti sem getur orðið í slagviðri á Keflavíkurflugvelli. „Það er ekkert að óttast,“ segir Þórarinn Hjálmarsson flugstjóri hjá Icelandair. Uppfylla þarf ströng skilyrði til að fá að fljúga MAX-vélunum yfir Evrópu.Úr MAX-flugherminum í Hafnarfirði.„Við þurfum að fljúga með vængbörðin úti, eins lítil og hægt er, við þurfum að fara á minni hraða og við þurfum að vera í minni hæð heldur en gengur og gerist,“ segir Þórarinn. Með vængbörðin úti og vélina á sjálfstýringu er komið í veg fyrir að MCAS-hugbúnaðurinn, sem átti að koma í veg fyrir að MAX-vélarnar ofrísi, taki yfir. „Við eigum ekki að geta fengið þetta inn í þessu flugi, það er bara ekki hægt,“ segir Þórarinn.Ferðin tveimur tímum lengri Mun ferðin til Frakklands því taka tveimur tímum lengur en venjan er. Fljúga þarf undir 20 þúsund fetum og verður því ekki hægt að fara yfir veðrið. Þá hafa lönd sett sig á móti því að vélarnar fari þar yfir. „Í upphafi voru Írar og Bretar ekki hrifnir af því að fá okkur inn í þeirra lofthelgi en mér skilst að það sé eitthvað að liðkast til með það,“ segir Þórarinn.Regluverkið strangara í Evrópu Bendir Þórarinn á að regluverkið sé mun strangara í Evrópu en í Ameríku þar sem farið hefur verið með Max-vélar á milli í geymslu. „Ég veit að Kanadamenn og Ameríkanar eru að gera þetta öðruvísi, þeir eru með minni takmarkanir en við þurfum að lifa við." Þórarinn vonast til að vélarnar komist í gagnið á nýju ári og hefur fulla trú á þeim. „Ég myndi taka alla fjölskyldu mína með í svona flug,“ segir Þórarinn. Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir „Við gerum ekkert sem við teljum ekki vera óhætt“ Max-vélum Icelandair verður ferjuflogið frá Keflavík til Frakkalands í næstu viku þar sem þær verða geymdar loftslagi sem fer betur með vélarnar. Icelandair segir óhætt að fljúga vélunum sem voru kyrrsettar vegna öryggisgalla. 28. september 2019 12:00 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira
Það er ekkert að óttast, segir einn af flugstjórum Icelandair sem fljúga fimm Boeing MAX-vélum til Frakklands í næstu viku. Vélarnar hafa verið kyrrsettar í hálft ár eftir að tvær MAX-vélar fórust í Eþíópíu og Indónesíu. Fjórir flugstjórar Icelandair búa sig undir að flytja Boeing 737 MAX-8 vélar til Frakklands í næstu viku og er að mörgu að hyggja. Hafa þeir verið við þjálfun í flughermi í Hafnarfirði undanfarið til að undirbúa ferðina en vélarnar verða geymdar í borginni Toulouse til að forða þeim frá sliti sem getur orðið í slagviðri á Keflavíkurflugvelli. „Það er ekkert að óttast,“ segir Þórarinn Hjálmarsson flugstjóri hjá Icelandair. Uppfylla þarf ströng skilyrði til að fá að fljúga MAX-vélunum yfir Evrópu.Úr MAX-flugherminum í Hafnarfirði.„Við þurfum að fljúga með vængbörðin úti, eins lítil og hægt er, við þurfum að fara á minni hraða og við þurfum að vera í minni hæð heldur en gengur og gerist,“ segir Þórarinn. Með vængbörðin úti og vélina á sjálfstýringu er komið í veg fyrir að MCAS-hugbúnaðurinn, sem átti að koma í veg fyrir að MAX-vélarnar ofrísi, taki yfir. „Við eigum ekki að geta fengið þetta inn í þessu flugi, það er bara ekki hægt,“ segir Þórarinn.Ferðin tveimur tímum lengri Mun ferðin til Frakklands því taka tveimur tímum lengur en venjan er. Fljúga þarf undir 20 þúsund fetum og verður því ekki hægt að fara yfir veðrið. Þá hafa lönd sett sig á móti því að vélarnar fari þar yfir. „Í upphafi voru Írar og Bretar ekki hrifnir af því að fá okkur inn í þeirra lofthelgi en mér skilst að það sé eitthvað að liðkast til með það,“ segir Þórarinn.Regluverkið strangara í Evrópu Bendir Þórarinn á að regluverkið sé mun strangara í Evrópu en í Ameríku þar sem farið hefur verið með Max-vélar á milli í geymslu. „Ég veit að Kanadamenn og Ameríkanar eru að gera þetta öðruvísi, þeir eru með minni takmarkanir en við þurfum að lifa við." Þórarinn vonast til að vélarnar komist í gagnið á nýju ári og hefur fulla trú á þeim. „Ég myndi taka alla fjölskyldu mína með í svona flug,“ segir Þórarinn.
Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir „Við gerum ekkert sem við teljum ekki vera óhætt“ Max-vélum Icelandair verður ferjuflogið frá Keflavík til Frakkalands í næstu viku þar sem þær verða geymdar loftslagi sem fer betur með vélarnar. Icelandair segir óhætt að fljúga vélunum sem voru kyrrsettar vegna öryggisgalla. 28. september 2019 12:00 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira
„Við gerum ekkert sem við teljum ekki vera óhætt“ Max-vélum Icelandair verður ferjuflogið frá Keflavík til Frakkalands í næstu viku þar sem þær verða geymdar loftslagi sem fer betur með vélarnar. Icelandair segir óhætt að fljúga vélunum sem voru kyrrsettar vegna öryggisgalla. 28. september 2019 12:00