Rúnar Kristinsson: Mér hefur mistekist tvisvar að vinna titilinn eftir að hafa unnið hann árið áður Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. september 2019 17:31 Rúnar fagnar vel og innilega marki KR á Íslandsmótinu. Vísir/Daníel „Gríðarlega stoltur af mínu liði, við jöfnum stigametið og vinnum deildina með mesta mun sem unnist hefur. Eftir að hafa unnið þetta á Valsvellinum þá settum við okkur lítil markmið og vildum vinna síðustu tvo leiki tímabilsins, ná stigametinu og þessum stigamun,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, að loknum 2-1 sigri liðsins á Breiðablik á Kópavogsvelli í dag. Leikurinn var hluti af síðustu umferð Pepsi Max deildarinnar og með honum jafnar KR stigametið sem þeir og Valur eiga ásamt því að vinna deildina með heilum 14 stigum. KR með 52 stig en Breiðablik í 2. sæti með 38 stig. „Leikurinn í dag sýnir kannski hversu öflugir við erum. Skorum tvö frábær mörk, erum þéttir til baka og vel spilandi Blika lið átti erfitt með að opna okkur,“ sagði Rúnar ennfremur um leik dagsins. „Við erum ofboðslega glaðir að þegar við þjálfararnir setjum eitthvað upp að það heppnist. Svo er seinna markið bara frábær sending hjá Óskari Erni og flott hlaup hjá Kristjáni Flóka sem Gunnleifur réð ekkert við,“ sagði Rúnar um fyrra mark KR en það kom eftir einkar vel útfærða hornspyrnu. Annað skiptið í sumar sem KR skorar slíkt mark gegn Breiðablik. „Við þurfum kannski að styrkja okkur aðeins og bæta jafnvel í, æfa jafnvel í fyrra og verða betri sem fótbolta lið. Eigum eflaust eitthvað inni og getum bætt okkur sem lið,“ sagði Rúnar um hvað KR þyrfti að gera til að verja titilinn á næsta ári. Hann hélt svo áfram. „Nú hefur mér mistekist tvisvar að vinna titilinn eftir að hafa unnið hann svo það verður í þriðja skiptið núna sem ég reyni að verja titilinn og það er ofboðslega erfitt. Við munum gera allt og reyna læra af fyrri árum sem þetta hefur ekki tekist.“ „Leiðinlegt fyrir þjálfarateymi Breiðabliks að vita það svona skömmu fyrir leik að þeir verði ekki hér áfram. Ágúst er búinn að vinna hér frábært starf og Guðmundur með honum. Við vissum að þeir myndu vilja skila sigri til sinna stuðningsmanna og við vissum að þetta yrðu hörkuleikur,“ sagði Rúnar að lokum eftir að hafa verið spurður út í hvort brottrekstur Ágúst Gylfasonar og Guðmundar Steinarssonar í vikunni hefði haft einhver áhrif á KR liðið og undirbúning þess. Alveg í blálokin óskaði Rúnar góðvini sínum Ágústi Gylfasyni alls þess besta og sagðist handviss um að hann væri ekki af baki dottinn þrátt fyrir ákvörðun Breiðabliks að láta hann fara. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - KR 1-2 | KR-ingar jöfnuðu stigametið Íslandsmeistarar KR unnu 1-2 sigur á Breiðabliki í lokaumferð Pepsi Max-deildar karla. Leikurinn var sá allra rólegasti en KR-ingar gerðu út um hann með tveimur mörkum með tveggja mínútna millibili í fyrri hálfleik, mörk þeirra gerðu Kennie Chopart og Kristján Flóki Finnbogason. Það skipti litlu þó að Thomas Mikkelsen hafi skorað úr vítaspyrnu undir lok leiks. 28. september 2019 16:30 Lokaþáttur Pepsi Max-markanna í beinni útsendingu á Vísi og í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport Pepsi Max-mörkin fara yfir lokaumferð Pepsi Max-deildar karla og fótboltasumarið í veglegum lokaþætti í kvöld. 28. september 2019 09:00 Ágúst Gylfason: Komnar þreifingar en framhaldið óljóst Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks, stýrði liðinu í síðasta skipti í dag er Breiðablik tapaði 2-1 gegn KR á Kópavogsvelli í lokaumferð Pepsi Max deildarinnar. 28. september 2019 17:13 Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Járnkona sundsins kveður Sport „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira
„Gríðarlega stoltur af mínu liði, við jöfnum stigametið og vinnum deildina með mesta mun sem unnist hefur. Eftir að hafa unnið þetta á Valsvellinum þá settum við okkur lítil markmið og vildum vinna síðustu tvo leiki tímabilsins, ná stigametinu og þessum stigamun,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, að loknum 2-1 sigri liðsins á Breiðablik á Kópavogsvelli í dag. Leikurinn var hluti af síðustu umferð Pepsi Max deildarinnar og með honum jafnar KR stigametið sem þeir og Valur eiga ásamt því að vinna deildina með heilum 14 stigum. KR með 52 stig en Breiðablik í 2. sæti með 38 stig. „Leikurinn í dag sýnir kannski hversu öflugir við erum. Skorum tvö frábær mörk, erum þéttir til baka og vel spilandi Blika lið átti erfitt með að opna okkur,“ sagði Rúnar ennfremur um leik dagsins. „Við erum ofboðslega glaðir að þegar við þjálfararnir setjum eitthvað upp að það heppnist. Svo er seinna markið bara frábær sending hjá Óskari Erni og flott hlaup hjá Kristjáni Flóka sem Gunnleifur réð ekkert við,“ sagði Rúnar um fyrra mark KR en það kom eftir einkar vel útfærða hornspyrnu. Annað skiptið í sumar sem KR skorar slíkt mark gegn Breiðablik. „Við þurfum kannski að styrkja okkur aðeins og bæta jafnvel í, æfa jafnvel í fyrra og verða betri sem fótbolta lið. Eigum eflaust eitthvað inni og getum bætt okkur sem lið,“ sagði Rúnar um hvað KR þyrfti að gera til að verja titilinn á næsta ári. Hann hélt svo áfram. „Nú hefur mér mistekist tvisvar að vinna titilinn eftir að hafa unnið hann svo það verður í þriðja skiptið núna sem ég reyni að verja titilinn og það er ofboðslega erfitt. Við munum gera allt og reyna læra af fyrri árum sem þetta hefur ekki tekist.“ „Leiðinlegt fyrir þjálfarateymi Breiðabliks að vita það svona skömmu fyrir leik að þeir verði ekki hér áfram. Ágúst er búinn að vinna hér frábært starf og Guðmundur með honum. Við vissum að þeir myndu vilja skila sigri til sinna stuðningsmanna og við vissum að þetta yrðu hörkuleikur,“ sagði Rúnar að lokum eftir að hafa verið spurður út í hvort brottrekstur Ágúst Gylfasonar og Guðmundar Steinarssonar í vikunni hefði haft einhver áhrif á KR liðið og undirbúning þess. Alveg í blálokin óskaði Rúnar góðvini sínum Ágústi Gylfasyni alls þess besta og sagðist handviss um að hann væri ekki af baki dottinn þrátt fyrir ákvörðun Breiðabliks að láta hann fara.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - KR 1-2 | KR-ingar jöfnuðu stigametið Íslandsmeistarar KR unnu 1-2 sigur á Breiðabliki í lokaumferð Pepsi Max-deildar karla. Leikurinn var sá allra rólegasti en KR-ingar gerðu út um hann með tveimur mörkum með tveggja mínútna millibili í fyrri hálfleik, mörk þeirra gerðu Kennie Chopart og Kristján Flóki Finnbogason. Það skipti litlu þó að Thomas Mikkelsen hafi skorað úr vítaspyrnu undir lok leiks. 28. september 2019 16:30 Lokaþáttur Pepsi Max-markanna í beinni útsendingu á Vísi og í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport Pepsi Max-mörkin fara yfir lokaumferð Pepsi Max-deildar karla og fótboltasumarið í veglegum lokaþætti í kvöld. 28. september 2019 09:00 Ágúst Gylfason: Komnar þreifingar en framhaldið óljóst Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks, stýrði liðinu í síðasta skipti í dag er Breiðablik tapaði 2-1 gegn KR á Kópavogsvelli í lokaumferð Pepsi Max deildarinnar. 28. september 2019 17:13 Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Járnkona sundsins kveður Sport „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - KR 1-2 | KR-ingar jöfnuðu stigametið Íslandsmeistarar KR unnu 1-2 sigur á Breiðabliki í lokaumferð Pepsi Max-deildar karla. Leikurinn var sá allra rólegasti en KR-ingar gerðu út um hann með tveimur mörkum með tveggja mínútna millibili í fyrri hálfleik, mörk þeirra gerðu Kennie Chopart og Kristján Flóki Finnbogason. Það skipti litlu þó að Thomas Mikkelsen hafi skorað úr vítaspyrnu undir lok leiks. 28. september 2019 16:30
Lokaþáttur Pepsi Max-markanna í beinni útsendingu á Vísi og í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport Pepsi Max-mörkin fara yfir lokaumferð Pepsi Max-deildar karla og fótboltasumarið í veglegum lokaþætti í kvöld. 28. september 2019 09:00
Ágúst Gylfason: Komnar þreifingar en framhaldið óljóst Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks, stýrði liðinu í síðasta skipti í dag er Breiðablik tapaði 2-1 gegn KR á Kópavogsvelli í lokaumferð Pepsi Max deildarinnar. 28. september 2019 17:13