Nýi skemmtiþátturinn Föstudagskvöld með Gumma Ben hóf göngu sína á Stöð 2 í gærkvöldi. Gummi mun fá til sín góða gesti í vetur en honum til halds og trausts verður skemmtikrafturinn Sóli Hólm.
Fyrstu gestir Gumma voru þau Áslaug Arna, Katrín Halldóra og Friðrik Dór. Þá átti Auðunn Blöndal innkomu í innslagi Sóla Hólm þar sem Sóli tók Rikka G fyrir á afar skemmtilegan hátt.
Sjá einnig: Sóli Hólm sem Rikki G sturlast þegar hann á að fara á bak
Í lok þáttarins tók Friðrik Dór lagið Ekki stinga mig af við góðar undirtektir. Hér að ofan má sjá flutning Friðriks Dórs á laginu.
Tónlist