Hyggst ganga á K2 að vetri til Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 28. september 2019 08:30 John Snorri Sigurjónsson veifar þjóðfána Íslands á fjallinu Manaslu í Nepal. John Snorri Sigurjónsson kleif á dögunum annar Íslendinga fjallið Manaslu í Nepal. Fjallið er áttunda hæsta fjall í heimi og er 8.163 metrar á hæð, en aðeins fjórtán fjöll á allri jörðinni eru hærri en 8.000 metrar. „Þetta er fjórða fjallið sem ég næ á toppinn á og er yfir 8.000 metrar,“ segir John en árið 2017 kleif hann fjöllin Lohtse, K2 og Broad Peak. „Manaslu gekk vel. Ég fór frá grunnbúðunum í fyrstu búðir, þaðan beint í þriðju búðir og því næst í þær fjórðu. Þar hvíldi ég mig í fjóra tíma áður en ég fór á toppinn,“ segir John. John Snorri var sjö klukkustundir að ná á hæsta tind fjallsins og segir hann tilfinninguna hafa verið frábæra. „Yfirleitt er ekki farið á hæsta tindinn en þeir liggja tveir saman og það þarf að fara yfir einn til að ná þeim næsta,“ segir hann. „Niðurleiðin gekk vel og ég ákvað að ganga alla leið niður í grunnbúðirnar af toppnum,“ segir John. „Það var svolítil örtröð á leiðinni niður og á tveimur stöðum þar sem þurfti að klifra veggi var algjört stopp,“ segir hann. Gera má ráð fyrir að rúmlega tvö hundruð og fimmtíu manns hafi verið á ferð á sama tíma og John en 237 manns höfðu þá leyfi til að ganga leiðina. „Þessi fjöldi er fyrir utan sjerpa og fararstjóra. Ég held að þetta hafi verið metþátttaka eða fjöldi leyfa,“ segir John. Ferð John á tind Manaslu er æfing fyrir enn stærra verkefni. Hann hyggst ganga aftur á topp K2 en nú að vetrarlagi. „K2 er eina fjallið af átta þúsund metra tindunum fjórtán sem enginn hefur náð að klífa að vetri til,“ segir John. „Miklir kuldar og vindar eru þess valdandi að engum hefur tekist þetta en margir hafa reynt,“ segir hann. „Þetta er stórt verkefni og gríðarleg áskorun en ég er með ákveðna aðferðafræði sem ég tel að geti gengið upp,“ segir hann og bætir við að með honum í för verði gott lið vanra klifurmanna. Þegar blaðamaður náði tali af John var hann enn staddur í Nepal, nánar tiltekið í þorpinu Samagaun. Hann stefnir að því að koma heim til Íslands á þriðjudaginn. „Upphaflega ætlaði ég að koma heim á laugardag en ég er fastur hér vegna veðurs, það komast engar þyrlur hingað að sækja okkur,“ segir hann að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Ferðalög Fjallamennska Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Fleiri fréttir Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sjá meira
John Snorri Sigurjónsson kleif á dögunum annar Íslendinga fjallið Manaslu í Nepal. Fjallið er áttunda hæsta fjall í heimi og er 8.163 metrar á hæð, en aðeins fjórtán fjöll á allri jörðinni eru hærri en 8.000 metrar. „Þetta er fjórða fjallið sem ég næ á toppinn á og er yfir 8.000 metrar,“ segir John en árið 2017 kleif hann fjöllin Lohtse, K2 og Broad Peak. „Manaslu gekk vel. Ég fór frá grunnbúðunum í fyrstu búðir, þaðan beint í þriðju búðir og því næst í þær fjórðu. Þar hvíldi ég mig í fjóra tíma áður en ég fór á toppinn,“ segir John. John Snorri var sjö klukkustundir að ná á hæsta tind fjallsins og segir hann tilfinninguna hafa verið frábæra. „Yfirleitt er ekki farið á hæsta tindinn en þeir liggja tveir saman og það þarf að fara yfir einn til að ná þeim næsta,“ segir hann. „Niðurleiðin gekk vel og ég ákvað að ganga alla leið niður í grunnbúðirnar af toppnum,“ segir John. „Það var svolítil örtröð á leiðinni niður og á tveimur stöðum þar sem þurfti að klifra veggi var algjört stopp,“ segir hann. Gera má ráð fyrir að rúmlega tvö hundruð og fimmtíu manns hafi verið á ferð á sama tíma og John en 237 manns höfðu þá leyfi til að ganga leiðina. „Þessi fjöldi er fyrir utan sjerpa og fararstjóra. Ég held að þetta hafi verið metþátttaka eða fjöldi leyfa,“ segir John. Ferð John á tind Manaslu er æfing fyrir enn stærra verkefni. Hann hyggst ganga aftur á topp K2 en nú að vetrarlagi. „K2 er eina fjallið af átta þúsund metra tindunum fjórtán sem enginn hefur náð að klífa að vetri til,“ segir John. „Miklir kuldar og vindar eru þess valdandi að engum hefur tekist þetta en margir hafa reynt,“ segir hann. „Þetta er stórt verkefni og gríðarleg áskorun en ég er með ákveðna aðferðafræði sem ég tel að geti gengið upp,“ segir hann og bætir við að með honum í för verði gott lið vanra klifurmanna. Þegar blaðamaður náði tali af John var hann enn staddur í Nepal, nánar tiltekið í þorpinu Samagaun. Hann stefnir að því að koma heim til Íslands á þriðjudaginn. „Upphaflega ætlaði ég að koma heim á laugardag en ég er fastur hér vegna veðurs, það komast engar þyrlur hingað að sækja okkur,“ segir hann að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðalög Fjallamennska Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Fleiri fréttir Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“