Sýknaður af nauðgunarákæru eftir átján mánaða dóm í héraði Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. september 2019 17:59 Landsréttur sýknaði manninn eftir að hann hlaut átján mánaða dóm í héraði. Vísir/vilhelm Karlmaður, sem í fyrra var dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir nauðgun, var sýknaður af nauðgunarákærunni í Landsrétti í dag. Dómurinn leit m.a. til þess að framburður vitnis í málinu, sem svaf í sama rúmi og þolandi og ákærði, hefði verið óstöðugur.Gistu saman í rúmi eftir skemmtiferð Þann 12. júní 2017 kærði stúlkan manninn, sem þá var sautján ára, fyrir nauðgun. Hjá lögreglu sagðist hún hafa farið með frænku sinni, kærasta hennar og hinum dæmda í skemmtiferð austur í sveitir í maí sama ár. Þegar komið var til baka hefði kærastinn farið heim til sín en hin þrjú farið heim til frænkunnar. Maðurinn hafi beðið um að fá að gista og var það samþykkt. Þau hefðu legið þrjú í sama rúmi og hefði ákærði legið við vegg, stúlkan í miðjunni og loks frænkan. Stúlkan sagði að þau hafi sofnað en hún hefði vaknað við að ákærði hefði verið að káfa á henni innanklæða og sagði að þau hefðu öll verið klædd í boli og nærbuxur. Stúlkan sagðist hafa ýtt ákærða frá sér og hefði hann hætt og beðist afsökunar. Þau hefðu þá sofnað aftur en stúlkan síðar vaknað aftur við að ákærði hefði verið búinn að draga nærbuxur hennar niður á læri og hefði verið að reyna að setja lim sinn inn í leggöng hennar þar sem hún hefði legið með bakið í hann. Hún kvaðst hafa sofnað aftur en vaknað á ný við það að ákærði var að setja liminn inn í leggöng hennar. Þá kvaðst hún hafa „frosið“ og þá hefði ákærða tekist að koma limnum inn og byrjað að hafa við hana samfarir. Hann hefði svo hætt þegar frænkan hefði vaknað. Í framhaldinu hefðu þau öll sofnað. Maðurinn neitaði ávallt sök. Niðurstaða héraðsdóms var að endingu sú að framburður stúlkunnar væri trúverðugur og stöðugur allt frá upphafi. Jafnframt hefði hann passað við sönnunargögn í málinu og einkum vitnisburði frænkunnar sem svaf í rúminu umrædda nótt. Framburður frænkunnar ekki í samræmi við framburð konunnar Maðurinn áfrýjaði málinu í desember í fyrra og krafðist þess að málinu yrði vísað frá en til vara að hann yrði sýknaður. Maðurinn, konan og frænkan komu öll fyrir dóminn þegar málið var tekið fyrir í Landsrétti. Þar hélt maðurinn áfram fram sakleysi sínu en viðurkenndi þó að hafa farið undir sæng brotaþola vegna þess að honum var kalt. Rétturinn leit til þess að framburður frænkunnar hefði verið í ósamræmi við framburð konunnar og „nokkuð óstöðugur um þýðingarmikil atriði“. Framburðir annarra væru byggðir á endursögn konunnar og sama ætti við um vottorð sérfræðinga en þau voru ekki talin styðja með beinum hætti að maðurinn hefði gerst sekur um brot gegn henni. Með vísan til þess og eindreginni neitun mannsins var ekki talið að sýnt hefði verið fram á, svo hafið væri yfir skynsamlegan vafa, að ákærði hefði haft samræði við konuna án hennar samþykkis með því að beita hana ofbeldi eða ólögmætri nauðung. Hann var því sýknaður. Dómsmál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Átján mánaða fangelsi fyrir nauðgun eftir skemmtiferð Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt 18 ára karlmann í 18 mánaða fangelsi fyrir nauðgun með því að hafa í maí 2017 haft samræði við ólögráða stúlku án hennar samþykkis með því að beita hana ofbeldi og ólögmætri nauðung. 13. desember 2018 16:21 Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Innlent „Þetta er beinlínis hryllingur“ Innlent Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Innlent „Ég ákvað bara að elta hann og ekki sleppa honum“ Innlent Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Innlent Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Innlent Vilja afnema sérréttindi opinberra starfsmanna Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Erlent Fleiri fréttir Líklegra að komið verði á vopnahléi en friðarsamningum „Ég ákvað bara að elta hann og ekki sleppa honum“ Framhaldsskólakennarar funda áfram á morgun „Þetta er beinlínis hryllingur“ Hildur H. Dungal nýr skrifstofustjóri hjá Ingu Sæland Segja fullreynt að ræða við Vegagerðina og biðla til ráðherra um aðgerðir Sláandi myndskeið af meintu dýraníði og einhleypir koma saman Handtekinn grunaður um líkamsárás eftir að vitni elti hann uppi „Við viljum bara keyra hlutina í gang“ Ólafur Reynir nýr starfsmaður þingflokks Framsóknar Vilja afnema sérréttindi opinberra starfsmanna Hætta áætlunarflugi til Húsavíkur í næsta mánuði Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Kristín til aðstoðar forsætisráðherra Lagði hendur á lögreglumenn í landgangi Undanþágubeiðninni ekki hafnað Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Ekkert sem bendi til þess að þetta ætti ekki að takast Borgaryfirvöld svara engu og Búseti ekki séð neinar breytingatillögur Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista „Séra Jón stjórnmálaflokkanna og bara Jón almennings“ Meirihlutaviðræður enn í gangi Sigrún aðstoðar kryddpíurnar í borginni Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Fundað um afmarkaðan þátt kjaradeilunnar Saksóknari hefði þurft að geta í eyðurnar Stöðvar framkvæmdir við Þorlákshöfn vegna kæru brimbrettafólks „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Samgöngustofa hafnar beiðni Norlandair um undanþágu frá lokun Sjá meira
Karlmaður, sem í fyrra var dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir nauðgun, var sýknaður af nauðgunarákærunni í Landsrétti í dag. Dómurinn leit m.a. til þess að framburður vitnis í málinu, sem svaf í sama rúmi og þolandi og ákærði, hefði verið óstöðugur.Gistu saman í rúmi eftir skemmtiferð Þann 12. júní 2017 kærði stúlkan manninn, sem þá var sautján ára, fyrir nauðgun. Hjá lögreglu sagðist hún hafa farið með frænku sinni, kærasta hennar og hinum dæmda í skemmtiferð austur í sveitir í maí sama ár. Þegar komið var til baka hefði kærastinn farið heim til sín en hin þrjú farið heim til frænkunnar. Maðurinn hafi beðið um að fá að gista og var það samþykkt. Þau hefðu legið þrjú í sama rúmi og hefði ákærði legið við vegg, stúlkan í miðjunni og loks frænkan. Stúlkan sagði að þau hafi sofnað en hún hefði vaknað við að ákærði hefði verið að káfa á henni innanklæða og sagði að þau hefðu öll verið klædd í boli og nærbuxur. Stúlkan sagðist hafa ýtt ákærða frá sér og hefði hann hætt og beðist afsökunar. Þau hefðu þá sofnað aftur en stúlkan síðar vaknað aftur við að ákærði hefði verið búinn að draga nærbuxur hennar niður á læri og hefði verið að reyna að setja lim sinn inn í leggöng hennar þar sem hún hefði legið með bakið í hann. Hún kvaðst hafa sofnað aftur en vaknað á ný við það að ákærði var að setja liminn inn í leggöng hennar. Þá kvaðst hún hafa „frosið“ og þá hefði ákærða tekist að koma limnum inn og byrjað að hafa við hana samfarir. Hann hefði svo hætt þegar frænkan hefði vaknað. Í framhaldinu hefðu þau öll sofnað. Maðurinn neitaði ávallt sök. Niðurstaða héraðsdóms var að endingu sú að framburður stúlkunnar væri trúverðugur og stöðugur allt frá upphafi. Jafnframt hefði hann passað við sönnunargögn í málinu og einkum vitnisburði frænkunnar sem svaf í rúminu umrædda nótt. Framburður frænkunnar ekki í samræmi við framburð konunnar Maðurinn áfrýjaði málinu í desember í fyrra og krafðist þess að málinu yrði vísað frá en til vara að hann yrði sýknaður. Maðurinn, konan og frænkan komu öll fyrir dóminn þegar málið var tekið fyrir í Landsrétti. Þar hélt maðurinn áfram fram sakleysi sínu en viðurkenndi þó að hafa farið undir sæng brotaþola vegna þess að honum var kalt. Rétturinn leit til þess að framburður frænkunnar hefði verið í ósamræmi við framburð konunnar og „nokkuð óstöðugur um þýðingarmikil atriði“. Framburðir annarra væru byggðir á endursögn konunnar og sama ætti við um vottorð sérfræðinga en þau voru ekki talin styðja með beinum hætti að maðurinn hefði gerst sekur um brot gegn henni. Með vísan til þess og eindreginni neitun mannsins var ekki talið að sýnt hefði verið fram á, svo hafið væri yfir skynsamlegan vafa, að ákærði hefði haft samræði við konuna án hennar samþykkis með því að beita hana ofbeldi eða ólögmætri nauðung. Hann var því sýknaður.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Átján mánaða fangelsi fyrir nauðgun eftir skemmtiferð Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt 18 ára karlmann í 18 mánaða fangelsi fyrir nauðgun með því að hafa í maí 2017 haft samræði við ólögráða stúlku án hennar samþykkis með því að beita hana ofbeldi og ólögmætri nauðung. 13. desember 2018 16:21 Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Innlent „Þetta er beinlínis hryllingur“ Innlent Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Innlent „Ég ákvað bara að elta hann og ekki sleppa honum“ Innlent Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Innlent Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Innlent Vilja afnema sérréttindi opinberra starfsmanna Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Erlent Fleiri fréttir Líklegra að komið verði á vopnahléi en friðarsamningum „Ég ákvað bara að elta hann og ekki sleppa honum“ Framhaldsskólakennarar funda áfram á morgun „Þetta er beinlínis hryllingur“ Hildur H. Dungal nýr skrifstofustjóri hjá Ingu Sæland Segja fullreynt að ræða við Vegagerðina og biðla til ráðherra um aðgerðir Sláandi myndskeið af meintu dýraníði og einhleypir koma saman Handtekinn grunaður um líkamsárás eftir að vitni elti hann uppi „Við viljum bara keyra hlutina í gang“ Ólafur Reynir nýr starfsmaður þingflokks Framsóknar Vilja afnema sérréttindi opinberra starfsmanna Hætta áætlunarflugi til Húsavíkur í næsta mánuði Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Kristín til aðstoðar forsætisráðherra Lagði hendur á lögreglumenn í landgangi Undanþágubeiðninni ekki hafnað Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Ekkert sem bendi til þess að þetta ætti ekki að takast Borgaryfirvöld svara engu og Búseti ekki séð neinar breytingatillögur Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista „Séra Jón stjórnmálaflokkanna og bara Jón almennings“ Meirihlutaviðræður enn í gangi Sigrún aðstoðar kryddpíurnar í borginni Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Fundað um afmarkaðan þátt kjaradeilunnar Saksóknari hefði þurft að geta í eyðurnar Stöðvar framkvæmdir við Þorlákshöfn vegna kæru brimbrettafólks „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Samgöngustofa hafnar beiðni Norlandair um undanþágu frá lokun Sjá meira
Átján mánaða fangelsi fyrir nauðgun eftir skemmtiferð Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt 18 ára karlmann í 18 mánaða fangelsi fyrir nauðgun með því að hafa í maí 2017 haft samræði við ólögráða stúlku án hennar samþykkis með því að beita hana ofbeldi og ólögmætri nauðung. 13. desember 2018 16:21