Innlent

Rekstur hvers grunnskólanema kostar tvær milljónir króna

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hver nemandi kostar um tvær milljónir króna á ári í rekstri.
Hver nemandi kostar um tvær milljónir króna á ári í rekstri. Vísir/Vilhelm
Árlegur meðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum árið 2018 var 1.931.094 krónur og vegin meðalverðbreyting rekstrarkostnaðar frá 2018 til október 2019 er áætluð 3,8%. Þetta kemur fram í frétt á vef Hagstofunnar.

Árlegur rekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum, sem reknir eru af sveitarfélögum, er því áætlaður 2.000.768 krónur í október 2019.

Hagstofa Íslands reiknar árlegan meðalrekstrarkostnað á hvern nemanda í öllum grunnskólum sem reknir eru af sveitarfélögum, skv. 8. gr. reglugerðar nr. 1150/2018 um sjálfstætt rekna grunnskóla.

Að neðan má sjá þróunina frá 2006.

Þróunin frá 2006 til 2018.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×