Haraldur ekki áminntur með tilliti til meðalhófsreglu Elín Margrét Böðvarsdóttir og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 27. september 2019 12:17 Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri. Vísir/vilhelm Það var á grundvelli meðalhófsreglu sem Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri var ekki áminntur eftir að hann sendi tveimur fjölmiðlamönnum bréf á bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra vegna máls sem varðaði hann sjálfan. Þetta segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fyrrverandi dómsmálaráðherra, en ráðuneytið komst þó að þeirri niðurstöðu að framkoman væri ámælisverð. Fyrr í vikunni sendi Umboðsmaður Alþingis Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra bréf þar sem óskað er eftir því að ráðherra útskýri hvers vegna Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, hafi ekki verið áminntur eftir að hann sendi fjölmiðlamönnunum Birni Jóni Bragasyni og Sigurði Kolbeinssyni bréf til að andmæla umfjöllun þeirra um efnahagsbrotadeild embættisins í bókinni Gjaldeyriseftirlitið - vald án eftirlits? og sjónvarpsþætti og sama efni.Sjá einnig: Vill vita af hverju dómsmálaráðherra var ekki áminntur vegna bréfsendinga til fjölmiðlamannaBréfin voru rituð á bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra og undirrituð af Haraldi og tveimur fyrrverandi starfsmönnum embættisins. Þar eru þeir sakaðir um að bera ábyrgð á „ólögmætri meingerð" gagnvart þeim sem umfjöllunin beindist gegn. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir var dómsmálaráðherra þegar málið kom til kasta ráðuneytisins.Þórdís Kolbrún tók tímabundið við embætti dómsmálaráðherra eftir að Sigríður Andersen sagði af sér.visir/vilhelm„Það var niðurstaða dómsmálaráðuneytisins á sínum tíma að með tilliti til meðalhófs og annarra þátta þá komumst við að þeirri niðurstöðu að þetta þætti ámælisvert og hann yrði ekki áminntur vegna þessa,” segir Þórdís Kolbrún. Að öðru leyti sé henni lítt kunnugt um framgang málsins. „Ég hef ekki séð bréfið frá umboðsmanni Alþingis, ég hef ekki lesið það. Ég hef bara séð í fréttum að hann hafi sent það og það er sjálfsagt að senda það bréf og sjálfsagt að svara því en niðurstaðan var að með tilliti til meðalhófs þá var hann ekki áminntur vegna þessa.Fundar með lögreglustjórum í næstu viku Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir núverandi dómsmálaráðherra segist ekki ennþá vera búin að svara bréfi umboðsmanns sem barst í vikunni. „Það liggur ekki fyrir efnisleg afstaða við þessu bréfi enda barst það bara fyrir nokkrum dögum síðan í ráðuneytið og er í vinnslu,” segir Áslaug Arna.Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,, dómsmálaráðherra.Fréttablaðið/Anton BrinkÁtta af níu lögreglustjórum auk landssambands lögreglumanna hafa lýst yfir vantrausti á hendur Haraldi Johannessen en Áslaug Arna hefur sett af stað vinnu í ráðuneytinu sem miðar að skipulagsbreytingum. „Sú vinna gengur afar vel og í næstu viku verða fundir með öllum helstu lögreglustjórum, aðilum sem koma að lögreglunni, ríkislögreglustjóri og fleirum varðandi þá vinnu sem að ég hef sett af stað,” segir Áslaug.Sérð þú fyrir þér hvaða embætti verða fyrst sameinuð?„Ég hef auðvitað lýst minni skoðun á því hvaða tækifæri ég sé í því að búa til nýtt embætti þar sem að Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ásamt ríkislögreglustjóra yrðu sameinuð og einhver verkefni sem eru landlæg verði deilt á önnur verkefni og ég sé tækifæri í þessu. En ég hef líka sagt það að þetta þarf að fara í samráð og ég vil ræða við fleiri aðila varðandi þessa sýn mína,” segir Áslaug Arna. Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Það var á grundvelli meðalhófsreglu sem Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri var ekki áminntur eftir að hann sendi tveimur fjölmiðlamönnum bréf á bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra vegna máls sem varðaði hann sjálfan. Þetta segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fyrrverandi dómsmálaráðherra, en ráðuneytið komst þó að þeirri niðurstöðu að framkoman væri ámælisverð. Fyrr í vikunni sendi Umboðsmaður Alþingis Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra bréf þar sem óskað er eftir því að ráðherra útskýri hvers vegna Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, hafi ekki verið áminntur eftir að hann sendi fjölmiðlamönnunum Birni Jóni Bragasyni og Sigurði Kolbeinssyni bréf til að andmæla umfjöllun þeirra um efnahagsbrotadeild embættisins í bókinni Gjaldeyriseftirlitið - vald án eftirlits? og sjónvarpsþætti og sama efni.Sjá einnig: Vill vita af hverju dómsmálaráðherra var ekki áminntur vegna bréfsendinga til fjölmiðlamannaBréfin voru rituð á bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra og undirrituð af Haraldi og tveimur fyrrverandi starfsmönnum embættisins. Þar eru þeir sakaðir um að bera ábyrgð á „ólögmætri meingerð" gagnvart þeim sem umfjöllunin beindist gegn. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir var dómsmálaráðherra þegar málið kom til kasta ráðuneytisins.Þórdís Kolbrún tók tímabundið við embætti dómsmálaráðherra eftir að Sigríður Andersen sagði af sér.visir/vilhelm„Það var niðurstaða dómsmálaráðuneytisins á sínum tíma að með tilliti til meðalhófs og annarra þátta þá komumst við að þeirri niðurstöðu að þetta þætti ámælisvert og hann yrði ekki áminntur vegna þessa,” segir Þórdís Kolbrún. Að öðru leyti sé henni lítt kunnugt um framgang málsins. „Ég hef ekki séð bréfið frá umboðsmanni Alþingis, ég hef ekki lesið það. Ég hef bara séð í fréttum að hann hafi sent það og það er sjálfsagt að senda það bréf og sjálfsagt að svara því en niðurstaðan var að með tilliti til meðalhófs þá var hann ekki áminntur vegna þessa.Fundar með lögreglustjórum í næstu viku Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir núverandi dómsmálaráðherra segist ekki ennþá vera búin að svara bréfi umboðsmanns sem barst í vikunni. „Það liggur ekki fyrir efnisleg afstaða við þessu bréfi enda barst það bara fyrir nokkrum dögum síðan í ráðuneytið og er í vinnslu,” segir Áslaug Arna.Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,, dómsmálaráðherra.Fréttablaðið/Anton BrinkÁtta af níu lögreglustjórum auk landssambands lögreglumanna hafa lýst yfir vantrausti á hendur Haraldi Johannessen en Áslaug Arna hefur sett af stað vinnu í ráðuneytinu sem miðar að skipulagsbreytingum. „Sú vinna gengur afar vel og í næstu viku verða fundir með öllum helstu lögreglustjórum, aðilum sem koma að lögreglunni, ríkislögreglustjóri og fleirum varðandi þá vinnu sem að ég hef sett af stað,” segir Áslaug.Sérð þú fyrir þér hvaða embætti verða fyrst sameinuð?„Ég hef auðvitað lýst minni skoðun á því hvaða tækifæri ég sé í því að búa til nýtt embætti þar sem að Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ásamt ríkislögreglustjóra yrðu sameinuð og einhver verkefni sem eru landlæg verði deilt á önnur verkefni og ég sé tækifæri í þessu. En ég hef líka sagt það að þetta þarf að fara í samráð og ég vil ræða við fleiri aðila varðandi þessa sýn mína,” segir Áslaug Arna.
Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira