Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - Grindavík 3-0 | FH-ingar náðu Evrópusæti Árni Jóhannsson skrifar 28. september 2019 16:45 vísir/vilhelm Leikur FH og Grindavíkur varð ekki mikið fyrir augað þegar öllu er á botninn hvolft í loka umferð Pepsi Max deildar karla í Kaplakrika í dag. Grindvíkingar voru fallnir en FH þurfti að klára sína vakt til að tryggja það að liðið næði Evrópusæti á næsta tímabili. Það var jafnræði með liðunum í fyrri hálfleik og klárt að Grindvíkingar voru mjög pressulausir en að sama skapi virtist pressan ekki ná til heimamanna heldur og voru liprar sóknir án þess að mörg færi litu dagsins ljós. Það var að endingu saga fyrri hálfleiksins. Á 16. mínútu skapaðist eitt færi fyrir heimamenn en eftir hornspyrn frá Brandi Olsen skapaðist usli í teig Grindvíkinga, sem gekk erfiðlega að hreinsa frá marki sínu, sem endaði með því að Guðmann Þórisson skallaði knöttinn fyrir lappirnar á Steven Lennon sem dúndraði boltanum í netið. Þar með stimplaði Lennon sig inn í baráttuna um markakóngstitilinn sem varð spennandi. Hálfleikurinn rann sitt skeið en strax í upphafi seinni hálfleiks kláraðist leikurinn. Steven Lennon var felldur inn í teig gestanna á 48. mínútu og réttilega var dæmd vítaspyrna sem Lennon tók sjálfur. Hann skoraði sjálfur af miklu öryggi og var á þessum tímapunkti í efsta sæti um markakóngstitilinn enda búinn að spila færri leiki en Hilmar Árni sem var jafn honum með 13 mörk. Þremur mínútu seinna, á 51. mínútu, töpuðu Grindvíkingar boltanum á slæmum stað og sá Marc McAusland sig nauðbeygðann til að strauja Atla Guðnason sem var kominn einn í gegn og réttilega var hann rekinn útaf. Þá dó leikurinn einfaldlega og var saga hans þannig að FH renndi boltanum á milli sín og náði að skapa sér nokkrar fínar sóknir án þess að þær væru eitthvað til að tala um. Ein slík sókn endaði þó með marki þegar Brandur Olsen sendi boltann fyrir markið og Morten Beck skallaði knöttinn yfir markmann gestanna og rak þar með loka naglann í kistu Grindvíkinga. Davíð Þór Viðarsson fékk síðan heiðursskiptingu en hann lauk ferli sínum sem knattspyrnumaður með þessum leik. Leikurinn rann út síðan og FH stóð upp sem verðskuldaður sigurvegari.Afhverju vann FH?Maður sá í dag að það er töluverður gæðamunur á þessum liðum, sérstaklega sóknarlega, lokastaðan í deildinni gefur það bersýnilega í ljós. Hvað gekk vel?Heimamönnum gekk vel að halda boltanum innan liðsins og náði mörgum snörpum spilköflum. Grindvíkingum gekk ágætlega að verja mark sitt framan af og átti nokkur fín færi.Hvað gekk illa?Gestunum gekk illa að halda boltanum og þá sérstaklega þegar McAusland var rekinn af velli. Þeim gekk svo illa að nýta þau fáu skotfæri sem þeir sköpuðu sér.Bestir á vellinum?Steven Lennon fær nafnbótina maður leiksins en hann skoraði tvö mörk og var líflegur úti á vellinum. Enginn stóð sig þannig lagað illa þannig að við tölum ekkert um það en það var mikið jafnræði innan hvors liðs um sig.Hvað næst?Hið langa undirbúningstímabil. Grindvíkingar undirbúa sig undir lífið í Inkasso deildinni á meðan FH-ingar undirbúa sig undir lífið í Pepsi Max deildinni og mögulega Evrópudeildinni. Ólafur Kristjánss.: Þið spyrjið alltaf að því hvort við fáum að halda áfram„Hann er búinn“, sagði þjálfari FH þegar blaðamaður spurði hann út í leikinn sem spilaður var við Grindvíkinga í dag. Honum langaði ekkert að ræða hann nánar og því var hann spurður að því hvernig hann liti á tímabilið í heild sinni. „Tímabilið í heild sinn, við förum í bikarúrslit og töpum því og náum aldrei að klóra í það að vera í titilbaráttu frekar en önnur lið. VÞað er betri bragur á liðinu en var í fyrra og ég er ánægður með það við náum þriðja sæti og við eigum Evrópuþátttöku á næsta ári með því sem því fylgir gefur okkur forsendur til þess að halda áfram að breyta og byggja upp og koma FH á réttan kjöl. Það segir sig sjálft að í fyrra missum við af Evrópusætinu út af markatölu og sá árangur og þessi árangur eru slakur árangur í sögulegu samhengi FH síðustu ár og við þurfum að spýta í lófana og koma okkur upp í það að geta spilað um titlana“. Ólafur var svo spurður að því hvort hann fengi ða halda áfram uppbyggingunni á FH á næsta ári og staldraði hann örlítið við áður en hann svaraði spurningunni. „Ég er með samning við FH í eitt ár í viðbót. Ástæðan fyrir því að ég stoppa hérna við það sem ég ætla að segja er að þið spyrjið alltaf þjálfarana að þessu. Hvort þeir fái að halda áfram. Það eru stjórnirnar sem ráða þjálfarann og taka ákvörðunina um að hann haldi áfram. Við höfum rosalega lítið um það að segja og ég hef ekkert pælt í því og þeir velja bara þann sem þeir halda að sé réttur til þess að stjórna og ég er tilbúinn. Ég hef hingað til staðið við samninga sem knattspyrnuþjálfari en nú slökum við bara á og fögnum þessu og svo sjáum við til hvað gerist“. Srdjan Tufegdzic: Gunnar Þorsteinsson er besti fyrirliði landsins og toppmaður„Þetta eru bara vonbrigði“, sagði þjálfari Grindvíkinga þegar hann var beðinn um að meta tímabilið. „Ég er það mikill sigurvegari þannig að mér líður mjög illa með þessa niðurstöðu en aftur á móti þá veit ég að við gáfum allt í þetta allir saman. En eftir svona niðurstöðu verðum við að setjast niður og skoða hvað við getum gert betur“. Túfa átti von á því að hann fengi að taka slaginn næsta tímabil í Inkasso deildinni. „Ég á von á því. Ég er með samning áfram en hann er uppsegjanlegur en það er ekki búið að setjast niður til að fara yfir hlutina“. Túfa var að lokum spurður út í ummæli Gunnars Þorsteinssonar fyrirliða eftir seinasta leik en hann lét gamminn geysa um ástandið á Grindavík í heild sinni. „Við þurfum ekkert að tala um þetta núna. Gunni er besti fyrirliði landsins og toppmaður. Tilfinningarnar komu fram og hann sagði bara frá því sem honum lá á hjarta en við sem félag þurfum bara að setjast niður og læra af þessu tímabili og sjá hvað við getum gert betur“. Pepsi Max-deild karla
Leikur FH og Grindavíkur varð ekki mikið fyrir augað þegar öllu er á botninn hvolft í loka umferð Pepsi Max deildar karla í Kaplakrika í dag. Grindvíkingar voru fallnir en FH þurfti að klára sína vakt til að tryggja það að liðið næði Evrópusæti á næsta tímabili. Það var jafnræði með liðunum í fyrri hálfleik og klárt að Grindvíkingar voru mjög pressulausir en að sama skapi virtist pressan ekki ná til heimamanna heldur og voru liprar sóknir án þess að mörg færi litu dagsins ljós. Það var að endingu saga fyrri hálfleiksins. Á 16. mínútu skapaðist eitt færi fyrir heimamenn en eftir hornspyrn frá Brandi Olsen skapaðist usli í teig Grindvíkinga, sem gekk erfiðlega að hreinsa frá marki sínu, sem endaði með því að Guðmann Þórisson skallaði knöttinn fyrir lappirnar á Steven Lennon sem dúndraði boltanum í netið. Þar með stimplaði Lennon sig inn í baráttuna um markakóngstitilinn sem varð spennandi. Hálfleikurinn rann sitt skeið en strax í upphafi seinni hálfleiks kláraðist leikurinn. Steven Lennon var felldur inn í teig gestanna á 48. mínútu og réttilega var dæmd vítaspyrna sem Lennon tók sjálfur. Hann skoraði sjálfur af miklu öryggi og var á þessum tímapunkti í efsta sæti um markakóngstitilinn enda búinn að spila færri leiki en Hilmar Árni sem var jafn honum með 13 mörk. Þremur mínútu seinna, á 51. mínútu, töpuðu Grindvíkingar boltanum á slæmum stað og sá Marc McAusland sig nauðbeygðann til að strauja Atla Guðnason sem var kominn einn í gegn og réttilega var hann rekinn útaf. Þá dó leikurinn einfaldlega og var saga hans þannig að FH renndi boltanum á milli sín og náði að skapa sér nokkrar fínar sóknir án þess að þær væru eitthvað til að tala um. Ein slík sókn endaði þó með marki þegar Brandur Olsen sendi boltann fyrir markið og Morten Beck skallaði knöttinn yfir markmann gestanna og rak þar með loka naglann í kistu Grindvíkinga. Davíð Þór Viðarsson fékk síðan heiðursskiptingu en hann lauk ferli sínum sem knattspyrnumaður með þessum leik. Leikurinn rann út síðan og FH stóð upp sem verðskuldaður sigurvegari.Afhverju vann FH?Maður sá í dag að það er töluverður gæðamunur á þessum liðum, sérstaklega sóknarlega, lokastaðan í deildinni gefur það bersýnilega í ljós. Hvað gekk vel?Heimamönnum gekk vel að halda boltanum innan liðsins og náði mörgum snörpum spilköflum. Grindvíkingum gekk ágætlega að verja mark sitt framan af og átti nokkur fín færi.Hvað gekk illa?Gestunum gekk illa að halda boltanum og þá sérstaklega þegar McAusland var rekinn af velli. Þeim gekk svo illa að nýta þau fáu skotfæri sem þeir sköpuðu sér.Bestir á vellinum?Steven Lennon fær nafnbótina maður leiksins en hann skoraði tvö mörk og var líflegur úti á vellinum. Enginn stóð sig þannig lagað illa þannig að við tölum ekkert um það en það var mikið jafnræði innan hvors liðs um sig.Hvað næst?Hið langa undirbúningstímabil. Grindvíkingar undirbúa sig undir lífið í Inkasso deildinni á meðan FH-ingar undirbúa sig undir lífið í Pepsi Max deildinni og mögulega Evrópudeildinni. Ólafur Kristjánss.: Þið spyrjið alltaf að því hvort við fáum að halda áfram„Hann er búinn“, sagði þjálfari FH þegar blaðamaður spurði hann út í leikinn sem spilaður var við Grindvíkinga í dag. Honum langaði ekkert að ræða hann nánar og því var hann spurður að því hvernig hann liti á tímabilið í heild sinni. „Tímabilið í heild sinn, við förum í bikarúrslit og töpum því og náum aldrei að klóra í það að vera í titilbaráttu frekar en önnur lið. VÞað er betri bragur á liðinu en var í fyrra og ég er ánægður með það við náum þriðja sæti og við eigum Evrópuþátttöku á næsta ári með því sem því fylgir gefur okkur forsendur til þess að halda áfram að breyta og byggja upp og koma FH á réttan kjöl. Það segir sig sjálft að í fyrra missum við af Evrópusætinu út af markatölu og sá árangur og þessi árangur eru slakur árangur í sögulegu samhengi FH síðustu ár og við þurfum að spýta í lófana og koma okkur upp í það að geta spilað um titlana“. Ólafur var svo spurður að því hvort hann fengi ða halda áfram uppbyggingunni á FH á næsta ári og staldraði hann örlítið við áður en hann svaraði spurningunni. „Ég er með samning við FH í eitt ár í viðbót. Ástæðan fyrir því að ég stoppa hérna við það sem ég ætla að segja er að þið spyrjið alltaf þjálfarana að þessu. Hvort þeir fái að halda áfram. Það eru stjórnirnar sem ráða þjálfarann og taka ákvörðunina um að hann haldi áfram. Við höfum rosalega lítið um það að segja og ég hef ekkert pælt í því og þeir velja bara þann sem þeir halda að sé réttur til þess að stjórna og ég er tilbúinn. Ég hef hingað til staðið við samninga sem knattspyrnuþjálfari en nú slökum við bara á og fögnum þessu og svo sjáum við til hvað gerist“. Srdjan Tufegdzic: Gunnar Þorsteinsson er besti fyrirliði landsins og toppmaður„Þetta eru bara vonbrigði“, sagði þjálfari Grindvíkinga þegar hann var beðinn um að meta tímabilið. „Ég er það mikill sigurvegari þannig að mér líður mjög illa með þessa niðurstöðu en aftur á móti þá veit ég að við gáfum allt í þetta allir saman. En eftir svona niðurstöðu verðum við að setjast niður og skoða hvað við getum gert betur“. Túfa átti von á því að hann fengi að taka slaginn næsta tímabil í Inkasso deildinni. „Ég á von á því. Ég er með samning áfram en hann er uppsegjanlegur en það er ekki búið að setjast niður til að fara yfir hlutina“. Túfa var að lokum spurður út í ummæli Gunnars Þorsteinssonar fyrirliða eftir seinasta leik en hann lét gamminn geysa um ástandið á Grindavík í heild sinni. „Við þurfum ekkert að tala um þetta núna. Gunni er besti fyrirliði landsins og toppmaður. Tilfinningarnar komu fram og hann sagði bara frá því sem honum lá á hjarta en við sem félag þurfum bara að setjast niður og læra af þessu tímabili og sjá hvað við getum gert betur“.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti