Kolefnisjöfnum ferðalagið Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 27. september 2019 09:30 Mikil vitundarvakning hefur verið undanfarið um loftslagsmál út um allan heim. Íslensk stjórnvöld hafa sett sér metnaðarfull markmið í loftslagsmálum, og stefnt er að kolefnishlutleysi árið 2040. En auðvitað er þetta ekki einvörðungu verkefni stjórnvalda, við verðum öll að koma að málum, almenningur, opinberir aðilar og atvinnulífið. Í vikunni mælti ég fyrir þingsályktunartillögu um að skylda ferðaþjónustufyrirtæki til að bjóða upp á kolefnisjöfnun. Málið er eitt forgangsmála þingflokks Vinstri grænna á þessu þingi. Ég tel að þetta sé mikilvægt skref fyrir land eins og Ísland sem ætlar sér á næstu árum og áratugum að hafa ferðaþjónustuna sem eina af stærstu atvinnugreinum landsins. Tillagan gengur út á að fela ráðherrum ferðamála, umhverfis og samgangna að flytja lagafrumvarp sem leggur þessa skyldu á fyrirtæki og þjónustuaðila. Flugfélög sem selja ferðir, bílaleigur sem leigja bíla, rútufyrirtæki, ferðaskrifstofur og fleiri myndu þá til dæmis á heimasíðum sínum bjóða fólki að kolefnisjafna ferðina eða þjónustuna sem þau kaupa eftir vottuðu ferli. Þetta væri ekki íþyngjandi fyrir söluaðilana sem uppfæra allt sitt kynningarefni og sölusíður með reglubundnum hætti og valið væri neytandans.Ákvarðanir í þágu umhverfis Með þessari aðferð valdeflum við neytandann, auðveldum honum að leggja sitt af mörkum til að jafna kolefnisfótsporið sem óhjákvæmilega hlýst af nútíma ferðalögum. Að svo stöddu er ekki lagt til að það verði skylda að leggja gjald á þjónustuna, heldur hafa kostnaðinn valkvæðan. Umræða um flugviskubit hefur stungið upp kollinum á undanförnum misserum. Nagandi samviskubit sem fylgir þeirri mengun sem fæst af flugferðum. Það er ljóst að við verðum að breyta ferðavenjum okkar, en það er einnig ljóst að flugsamgöngur og aðrar mengandi samgöngur verða ekki lagðar niður með öllu. Ég tel að með þessu hvetjum við fólk til að taka sjálft jákvæðar ákvarðanir í þágu umhverfisins en skylda ferðaþjónustuaðilans verður að gera fólki auðveldara að taka slíkar ákvarðanir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Ólafur Þór Gunnarsson Mest lesið Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Mikil vitundarvakning hefur verið undanfarið um loftslagsmál út um allan heim. Íslensk stjórnvöld hafa sett sér metnaðarfull markmið í loftslagsmálum, og stefnt er að kolefnishlutleysi árið 2040. En auðvitað er þetta ekki einvörðungu verkefni stjórnvalda, við verðum öll að koma að málum, almenningur, opinberir aðilar og atvinnulífið. Í vikunni mælti ég fyrir þingsályktunartillögu um að skylda ferðaþjónustufyrirtæki til að bjóða upp á kolefnisjöfnun. Málið er eitt forgangsmála þingflokks Vinstri grænna á þessu þingi. Ég tel að þetta sé mikilvægt skref fyrir land eins og Ísland sem ætlar sér á næstu árum og áratugum að hafa ferðaþjónustuna sem eina af stærstu atvinnugreinum landsins. Tillagan gengur út á að fela ráðherrum ferðamála, umhverfis og samgangna að flytja lagafrumvarp sem leggur þessa skyldu á fyrirtæki og þjónustuaðila. Flugfélög sem selja ferðir, bílaleigur sem leigja bíla, rútufyrirtæki, ferðaskrifstofur og fleiri myndu þá til dæmis á heimasíðum sínum bjóða fólki að kolefnisjafna ferðina eða þjónustuna sem þau kaupa eftir vottuðu ferli. Þetta væri ekki íþyngjandi fyrir söluaðilana sem uppfæra allt sitt kynningarefni og sölusíður með reglubundnum hætti og valið væri neytandans.Ákvarðanir í þágu umhverfis Með þessari aðferð valdeflum við neytandann, auðveldum honum að leggja sitt af mörkum til að jafna kolefnisfótsporið sem óhjákvæmilega hlýst af nútíma ferðalögum. Að svo stöddu er ekki lagt til að það verði skylda að leggja gjald á þjónustuna, heldur hafa kostnaðinn valkvæðan. Umræða um flugviskubit hefur stungið upp kollinum á undanförnum misserum. Nagandi samviskubit sem fylgir þeirri mengun sem fæst af flugferðum. Það er ljóst að við verðum að breyta ferðavenjum okkar, en það er einnig ljóst að flugsamgöngur og aðrar mengandi samgöngur verða ekki lagðar niður með öllu. Ég tel að með þessu hvetjum við fólk til að taka sjálft jákvæðar ákvarðanir í þágu umhverfisins en skylda ferðaþjónustuaðilans verður að gera fólki auðveldara að taka slíkar ákvarðanir.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun