Trump ræðst á heimildarmenn uppljóstrarans og segir að njósnurum hafi verið refsað í gamla daga Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. september 2019 23:30 Móttakan var haldin í New York. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa sagt að sá sem veitti uppljóstraranum sem kvartaði undan símtali forsetans við Úkraínuforseta upplýsingar um símtalið væri nálægt því að vera njósnari. Í gamla daga hafi slíkir menn fengið aðra meðferð í dag.Þetta kemur fram í frétt New York Timessem byggð er á minnispunktum um hvað Trump sagði í móttöku sem haldin var til heiðurs starfsmanna fastanefndarinnar í morgun. Í ávarpi sínu minntist Trump ítrekað á uppljóstrarann sem kvartaði undan því að Trump hafi beðið forseta Úkraíunu að hefja rannsókn gegn Joe Biden, pólitískum andstæðingi sínum, og syni hans Hunter Biden.Allt er í háalofti í bandarískum stjórnmálum vegna málsins. Demókratar hafa hafið formlegt ákæruferli á hendur Trump vegna málsins. Kvörtunin sem lögð var fram, og var gerð opinber í dag, þykir sláandi og hefur hún vakið mikla athygli og sagði Adam Schiff, þingmaður Demókrata og formaður upplýsingamálanefndar fulltrúadeildarinnar, að hún væri skýrasta dæmið um að Trump hafi virt embættiseið sinn að vettugi.Sumum var brugðið, aðrir hlógu Ef marka má ummæli Trump virðist hann vera allt annað en sáttur við þann sem veitti uppljóstraranum upplýsingar um símtalið, en uppljóstrarinn var ekki viðstaddur þegar símtalið fór fram. Trump gerði einmitt lítið úr honum vegna þess, og sagði fréttaflutning af málinu vera „brenglaðan“. „Ég vil fá að vita hver það er sem gaf uppljóstraranum þessar upplýsingar vegna þess að sá hinn sami er ansi nálægt því að vera njósnari,“ sagði Trump og hélt áfram. „Þið vitið hvað var gert við njósnara í gamla þegar við vorum aðeins klárari þegar kom að njósnum og landráðum?“ Við gerðum hlutina aðeins öðruvísi en við gerum í dag,“ sagði Trump. Samkvæmt uppljóstraranum fékk hann upplýsingarnar sem um ræðir frá nokkrum embættismönnum innan bandaríska stjórnkerfisins. Um 50 starfsmen fastanefndarinnar og fjölskyldur þeirra voru viðstaddir þegar Trump lét ummælin falla. Í frétt Times segir að sumum hafi brugðið við ummælin, en aðrir hafi hlegið. Fastafulltrúi Bandaríkjanna hjá SÞ, Kelly Knight Craft, var viðstödd. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Reyndu að fela upplýsingar um símtal Trump og Zelensky Leyniþjónustunefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefur birt svokallaða uppljóstrarakvörtun sem leitt hefur til þess að Demókratar á þingi hafa hafið formlegt ákæruferli á hendur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 26. september 2019 13:27 Trump bað Zelensky um að rannsaka Biden Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, bað Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, um að starfa með William Barr, dómsmálaráðherra, og Rudy Giuliani, einkalögmanni sínum, til að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn, og son hans. 25. september 2019 14:33 Innihald eftirrits af símtali Trumps og kvörtun uppljóstrara sögð sláandi Bandaríska þingið birti í dag kvörtun uppljóstrara sem segir að ríkisstjórn Donalds Trump forseta hafi um fjögurra mánaða skeið reynt að fá forseta Úkraínu til að rannsaka pólitískan andstæðing Trumps. Forsetaembættið er sagt reyna að hylma yfir málið og fela eftirrit af símtali Trumps og Úkraínuforseta. 26. september 2019 20:00 Biden segir síðustu daga hafa verið undarlega Biden var gestur Jimmy Kimmel í gærkvöldi þar sem þeir ræddu, meðal annars, símtal Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við Voldomyr Zelensky, forseta Úkraínu. 26. september 2019 10:21 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa sagt að sá sem veitti uppljóstraranum sem kvartaði undan símtali forsetans við Úkraínuforseta upplýsingar um símtalið væri nálægt því að vera njósnari. Í gamla daga hafi slíkir menn fengið aðra meðferð í dag.Þetta kemur fram í frétt New York Timessem byggð er á minnispunktum um hvað Trump sagði í móttöku sem haldin var til heiðurs starfsmanna fastanefndarinnar í morgun. Í ávarpi sínu minntist Trump ítrekað á uppljóstrarann sem kvartaði undan því að Trump hafi beðið forseta Úkraíunu að hefja rannsókn gegn Joe Biden, pólitískum andstæðingi sínum, og syni hans Hunter Biden.Allt er í háalofti í bandarískum stjórnmálum vegna málsins. Demókratar hafa hafið formlegt ákæruferli á hendur Trump vegna málsins. Kvörtunin sem lögð var fram, og var gerð opinber í dag, þykir sláandi og hefur hún vakið mikla athygli og sagði Adam Schiff, þingmaður Demókrata og formaður upplýsingamálanefndar fulltrúadeildarinnar, að hún væri skýrasta dæmið um að Trump hafi virt embættiseið sinn að vettugi.Sumum var brugðið, aðrir hlógu Ef marka má ummæli Trump virðist hann vera allt annað en sáttur við þann sem veitti uppljóstraranum upplýsingar um símtalið, en uppljóstrarinn var ekki viðstaddur þegar símtalið fór fram. Trump gerði einmitt lítið úr honum vegna þess, og sagði fréttaflutning af málinu vera „brenglaðan“. „Ég vil fá að vita hver það er sem gaf uppljóstraranum þessar upplýsingar vegna þess að sá hinn sami er ansi nálægt því að vera njósnari,“ sagði Trump og hélt áfram. „Þið vitið hvað var gert við njósnara í gamla þegar við vorum aðeins klárari þegar kom að njósnum og landráðum?“ Við gerðum hlutina aðeins öðruvísi en við gerum í dag,“ sagði Trump. Samkvæmt uppljóstraranum fékk hann upplýsingarnar sem um ræðir frá nokkrum embættismönnum innan bandaríska stjórnkerfisins. Um 50 starfsmen fastanefndarinnar og fjölskyldur þeirra voru viðstaddir þegar Trump lét ummælin falla. Í frétt Times segir að sumum hafi brugðið við ummælin, en aðrir hafi hlegið. Fastafulltrúi Bandaríkjanna hjá SÞ, Kelly Knight Craft, var viðstödd.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Reyndu að fela upplýsingar um símtal Trump og Zelensky Leyniþjónustunefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefur birt svokallaða uppljóstrarakvörtun sem leitt hefur til þess að Demókratar á þingi hafa hafið formlegt ákæruferli á hendur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 26. september 2019 13:27 Trump bað Zelensky um að rannsaka Biden Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, bað Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, um að starfa með William Barr, dómsmálaráðherra, og Rudy Giuliani, einkalögmanni sínum, til að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn, og son hans. 25. september 2019 14:33 Innihald eftirrits af símtali Trumps og kvörtun uppljóstrara sögð sláandi Bandaríska þingið birti í dag kvörtun uppljóstrara sem segir að ríkisstjórn Donalds Trump forseta hafi um fjögurra mánaða skeið reynt að fá forseta Úkraínu til að rannsaka pólitískan andstæðing Trumps. Forsetaembættið er sagt reyna að hylma yfir málið og fela eftirrit af símtali Trumps og Úkraínuforseta. 26. september 2019 20:00 Biden segir síðustu daga hafa verið undarlega Biden var gestur Jimmy Kimmel í gærkvöldi þar sem þeir ræddu, meðal annars, símtal Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við Voldomyr Zelensky, forseta Úkraínu. 26. september 2019 10:21 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Reyndu að fela upplýsingar um símtal Trump og Zelensky Leyniþjónustunefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefur birt svokallaða uppljóstrarakvörtun sem leitt hefur til þess að Demókratar á þingi hafa hafið formlegt ákæruferli á hendur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 26. september 2019 13:27
Trump bað Zelensky um að rannsaka Biden Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, bað Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, um að starfa með William Barr, dómsmálaráðherra, og Rudy Giuliani, einkalögmanni sínum, til að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn, og son hans. 25. september 2019 14:33
Innihald eftirrits af símtali Trumps og kvörtun uppljóstrara sögð sláandi Bandaríska þingið birti í dag kvörtun uppljóstrara sem segir að ríkisstjórn Donalds Trump forseta hafi um fjögurra mánaða skeið reynt að fá forseta Úkraínu til að rannsaka pólitískan andstæðing Trumps. Forsetaembættið er sagt reyna að hylma yfir málið og fela eftirrit af símtali Trumps og Úkraínuforseta. 26. september 2019 20:00
Biden segir síðustu daga hafa verið undarlega Biden var gestur Jimmy Kimmel í gærkvöldi þar sem þeir ræddu, meðal annars, símtal Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við Voldomyr Zelensky, forseta Úkraínu. 26. september 2019 10:21