Segir Bjarna fjármagna kosningaloforð Dags B. Eggertssonar í Reykjavík Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. september 2019 19:44 Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni Miðflokksins líst illa á fyrirætlanir um Borgarlínu. Vísir/vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segist nú horfa fram á það að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, fjármagni kosningaloforð Dags B. Eggertssonar borgarstjóra Reykjavíkur með nýjum sáttmála um uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu, sem undirritaður var í dag. Þá segir hann nálgun borgaryfirvalda í samgöngumálum og varðandi Borgarlínu „kolranga“. Af þeim 120 milljörðum sem áætlaðir eru í framkvæmdirnar mun ríkið leggja til 45 milljarða og sveitarfélög 15 milljarða. Gert er ráð fyrir að sérstök fjármögnun standi straum af 60 milljörðum krónum, sem verður m.a. tryggð við endurskoðun gjalda af ökutækjum. Þá fara 49,6 milljarðar í innviði Borgarlínu og almenningssamgöngur.Sjá einnig: 120 milljarðar í samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu næstu 15 árin Sigmundur ræddi málið, einkum með hliðsjón af Borgarlínunni, í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann sagði þörfina fyrir samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu, og reyndar um land allt, augljósa. Hann sagði hins vegar að svo virtist sem mismunandi hugmyndir væru uppi um eðli Borgarlínunnar, og vísaði þar í ummæli Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra sem svaraði fyrirspurn Sigmundar sjálfs um Borgarlínu á þingi í dag. „Fyrir mitt leyti er þetta samgönguás um borgina þar sem er nýtt allt tækifæri til að bæta við auka akreinum þannig að þangað megi fleyta almenningssamgöngum, þar verði líka hægt að koma hópferðabílum, leigubílum og eftir atvikum ef menn ákveða að gera það þannig í þágu greiðari umferðar, bílum sem eru með segjum þremur eða fjórum farþegum og svo framvegis,“ sagði Bjarni á þinginu. Sigmundur sagði þetta stangast á við stefnu borgaryfirvalda. „Ég heyrði í fjármálaráðherranum í þinginu í dag sem var með sínar hugmyndir. Hann vildi að þetta yrði auka akrein þar sem menn fengju að keyra nokkrir saman í bíl, leigubílar og strætó. Það er allt önnur hugmynd en borgarstjórinn hefur og Samfylkingin í Reykjavík,“ sagði Sigmundur.Frá undirritun samkomulagsins í dag. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri er þriðji frá vinstri og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra er þriðji frá hægri.Vísir/EgillHann fullyrti að borgaryfirvöld sæju Borgarlínu fyrir sér sem „sérstakan akveg fyrir nýja tegund af strætisvögnum“. Þetta myndi „taka af núverandi götum.“ „Þetta er auðvitað algjörlega kolröng nálgun,“ sagði Sigmundur. Helstu upplýsingar um Borgarlínuna liggja þegar fyrir, m.a. á vef Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) og á vefnum Borgarlinan.is. Á vef SSH segir að lagt sé upp með að almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu „myndi heildstætt tveggja laga kerfi. Annars vegar Borgarlínuna, sem tengir saman kjarna sveitarfélaganna með afkastamiklum liðvögnum og hins vegar strætisvagnakerfi.“Þá muni Borgarlínan ferðast í sérrými í gatnakerfi höfuðborgarsvæðisins með forgang á umferðarljósum.Halda áfram „á þeirri línu, á þeirri Borgarlínu“ Sigmundur sagði Borgarlínuverkefnið „keyrt mjög agressívt áfram af borgarstjórnarmeirihlutanum í Reykjavík.“ Þá kvaðst hann óttast að Borgarlínan muni kosta mun meira en lagt er upp með í núverandi áætlun. „Það er svona sem kerfið virkar. Fólk er ráðið í vinnu við að framfylgja einhverju markmiði og þá bara halda menn áfram á þeirri braut, á þeirri línu, á þeirri Borgarlínu í þessu tilviki.“ Sigmundur furðaði sig jafnframt á því að stefna ríkisstjórnarinnar, og þannig Sjálfstæðisflokksins á þingi, stangist á við stefnu flokksins í borginni. „Nú horfum við fram á það að fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins sé að fjármagna kosningaloforð Samfylkingarinnar í Reykjavík. Ég er undrandi á því að sjá þetta því þetta gengur algjörlega í berhögg við það sem Sjálfstæðisflokkurinn í borginni barðist fyrir í kosningum. En eins og svo oft áður er það kerfið sem verður ofan á og í þessu tilviki, mun það að því er virðist leiða til þess að fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins muni sjá um það af hálfu ríkisins að fjármagna kosningaloforð Dags B. Eggertssonar í Reykjavík.“Viðtalið við Sigmund má hlusta á í heild hér að neðan. Borgarlína Reykjavík Reykjavík síðdegis Samgöngur Tengdar fréttir Fengu ekki að sjá samkomulagið sjálft "Þetta er mjög undarlegt svo vægt sé til orða tekið,” segir Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar. 25. september 2019 14:32 Samgönguás og Borgarlína Borgarlínan kom fyrst á dagskrá með Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030. Ég man að mér fannst þetta stórkostleg hugmynd af margvíslegum ástæðum. 13. september 2019 07:00 Engin tala verið ákveðin í veggjöldum innan höfuðborgarsvæðisins Bíleigendur eru margir hverjir ekki tilbúnir til þess að greiða veggjöld á stofnbrautum innan höfuðborgarsvæðisins en hugmyndir eru uppi um að nota þá leið til þess að fjármagna samgöngur og samgöngubætur. 12. september 2019 17:38 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segist nú horfa fram á það að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, fjármagni kosningaloforð Dags B. Eggertssonar borgarstjóra Reykjavíkur með nýjum sáttmála um uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu, sem undirritaður var í dag. Þá segir hann nálgun borgaryfirvalda í samgöngumálum og varðandi Borgarlínu „kolranga“. Af þeim 120 milljörðum sem áætlaðir eru í framkvæmdirnar mun ríkið leggja til 45 milljarða og sveitarfélög 15 milljarða. Gert er ráð fyrir að sérstök fjármögnun standi straum af 60 milljörðum krónum, sem verður m.a. tryggð við endurskoðun gjalda af ökutækjum. Þá fara 49,6 milljarðar í innviði Borgarlínu og almenningssamgöngur.Sjá einnig: 120 milljarðar í samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu næstu 15 árin Sigmundur ræddi málið, einkum með hliðsjón af Borgarlínunni, í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann sagði þörfina fyrir samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu, og reyndar um land allt, augljósa. Hann sagði hins vegar að svo virtist sem mismunandi hugmyndir væru uppi um eðli Borgarlínunnar, og vísaði þar í ummæli Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra sem svaraði fyrirspurn Sigmundar sjálfs um Borgarlínu á þingi í dag. „Fyrir mitt leyti er þetta samgönguás um borgina þar sem er nýtt allt tækifæri til að bæta við auka akreinum þannig að þangað megi fleyta almenningssamgöngum, þar verði líka hægt að koma hópferðabílum, leigubílum og eftir atvikum ef menn ákveða að gera það þannig í þágu greiðari umferðar, bílum sem eru með segjum þremur eða fjórum farþegum og svo framvegis,“ sagði Bjarni á þinginu. Sigmundur sagði þetta stangast á við stefnu borgaryfirvalda. „Ég heyrði í fjármálaráðherranum í þinginu í dag sem var með sínar hugmyndir. Hann vildi að þetta yrði auka akrein þar sem menn fengju að keyra nokkrir saman í bíl, leigubílar og strætó. Það er allt önnur hugmynd en borgarstjórinn hefur og Samfylkingin í Reykjavík,“ sagði Sigmundur.Frá undirritun samkomulagsins í dag. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri er þriðji frá vinstri og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra er þriðji frá hægri.Vísir/EgillHann fullyrti að borgaryfirvöld sæju Borgarlínu fyrir sér sem „sérstakan akveg fyrir nýja tegund af strætisvögnum“. Þetta myndi „taka af núverandi götum.“ „Þetta er auðvitað algjörlega kolröng nálgun,“ sagði Sigmundur. Helstu upplýsingar um Borgarlínuna liggja þegar fyrir, m.a. á vef Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) og á vefnum Borgarlinan.is. Á vef SSH segir að lagt sé upp með að almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu „myndi heildstætt tveggja laga kerfi. Annars vegar Borgarlínuna, sem tengir saman kjarna sveitarfélaganna með afkastamiklum liðvögnum og hins vegar strætisvagnakerfi.“Þá muni Borgarlínan ferðast í sérrými í gatnakerfi höfuðborgarsvæðisins með forgang á umferðarljósum.Halda áfram „á þeirri línu, á þeirri Borgarlínu“ Sigmundur sagði Borgarlínuverkefnið „keyrt mjög agressívt áfram af borgarstjórnarmeirihlutanum í Reykjavík.“ Þá kvaðst hann óttast að Borgarlínan muni kosta mun meira en lagt er upp með í núverandi áætlun. „Það er svona sem kerfið virkar. Fólk er ráðið í vinnu við að framfylgja einhverju markmiði og þá bara halda menn áfram á þeirri braut, á þeirri línu, á þeirri Borgarlínu í þessu tilviki.“ Sigmundur furðaði sig jafnframt á því að stefna ríkisstjórnarinnar, og þannig Sjálfstæðisflokksins á þingi, stangist á við stefnu flokksins í borginni. „Nú horfum við fram á það að fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins sé að fjármagna kosningaloforð Samfylkingarinnar í Reykjavík. Ég er undrandi á því að sjá þetta því þetta gengur algjörlega í berhögg við það sem Sjálfstæðisflokkurinn í borginni barðist fyrir í kosningum. En eins og svo oft áður er það kerfið sem verður ofan á og í þessu tilviki, mun það að því er virðist leiða til þess að fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins muni sjá um það af hálfu ríkisins að fjármagna kosningaloforð Dags B. Eggertssonar í Reykjavík.“Viðtalið við Sigmund má hlusta á í heild hér að neðan.
Borgarlína Reykjavík Reykjavík síðdegis Samgöngur Tengdar fréttir Fengu ekki að sjá samkomulagið sjálft "Þetta er mjög undarlegt svo vægt sé til orða tekið,” segir Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar. 25. september 2019 14:32 Samgönguás og Borgarlína Borgarlínan kom fyrst á dagskrá með Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030. Ég man að mér fannst þetta stórkostleg hugmynd af margvíslegum ástæðum. 13. september 2019 07:00 Engin tala verið ákveðin í veggjöldum innan höfuðborgarsvæðisins Bíleigendur eru margir hverjir ekki tilbúnir til þess að greiða veggjöld á stofnbrautum innan höfuðborgarsvæðisins en hugmyndir eru uppi um að nota þá leið til þess að fjármagna samgöngur og samgöngubætur. 12. september 2019 17:38 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Fengu ekki að sjá samkomulagið sjálft "Þetta er mjög undarlegt svo vægt sé til orða tekið,” segir Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar. 25. september 2019 14:32
Samgönguás og Borgarlína Borgarlínan kom fyrst á dagskrá með Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030. Ég man að mér fannst þetta stórkostleg hugmynd af margvíslegum ástæðum. 13. september 2019 07:00
Engin tala verið ákveðin í veggjöldum innan höfuðborgarsvæðisins Bíleigendur eru margir hverjir ekki tilbúnir til þess að greiða veggjöld á stofnbrautum innan höfuðborgarsvæðisins en hugmyndir eru uppi um að nota þá leið til þess að fjármagna samgöngur og samgöngubætur. 12. september 2019 17:38
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent