Forsætisráðherra las ekki greinargerð ríkislögmanns í skaðabótamáli Guðjóns Skarphéðinssonar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. september 2019 11:54 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, boðar frumvarp vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála. vísir/vilhelm Þrjár fyrirspurnir af fimm í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun beindust að Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og sneru að Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Eins og fjallað hefur verið um skilaði ríkislögmaður inn greinargerð í síðustu viku í skaðabótamáli Guðjóns Skarphéðinssonar, eins af fimm sakborningum sem Hæstiréttur sýknaði í fyrra, og er bótakröfum hans upp á rúman milljarð króna hafnað og krafist sýknu. Þá hefur ekki tekist samkomulag við aðra sakborninga eða afkomendur þeirra. Í óundirbúnum fyrirspurnum sagði Katrín frá því að á morgun hyggst hún leggja fyrir ríkisstjórnina frumvarp sem hún mun svo mæla fyrir á Alþingi um heimild til bótagreiðslna til þeirra sem sýknaðir voru með dómi Hæstaréttar. Sagði Katrín að hún hefði kosið að samkomulag lægi fyrir en í ljósi umræðunnar þætti henni þessi leið hreinlegust og heiðarlegust. „Ég taldi hins vegar rétt í ljósi umræðunnar nú að það væri hreinlegast og heiðarlegast, í ljósi þess líka að margt virðist vera á huldu í opinberri umræðu, að Alþingi fengi bara frumvarp þar sem málið væri rakið frá upphafi til enda og Alþingi gæti þá tekið afstöðu til þess sem þar er lagt til samhliða því að haldið verði áfram sáttaumleitan. Það fannst mér hreinlegasta leiðin í þessu máli og þá leggjum við öll spil á borðið um þann grundvöll sem sáttanefndin vann samkvæmt. Það er ástæðan fyrir því að ég kem með þetta núna,“ sagði Katrín.Vill láta endurskoða vinnulagið í kringum greinargerðir ríkislögmanns Þá kom fram í svari hennar við fyrirspurn Halldóru Mogensen, þingmanns Pírata, að hún hefði ekki séð greinargerð ríkislögmanns í skaðabótamáli Guðjóns en greinargerðin er vægast sagt umdeild. Hefur henni meðal annars verið lýst sem „ómanneskjulegri“ og „lögfræðilega ótækri“ af Páli Rúnar M. Kristjánssyni, lögmanni. Var greinargerðin send til kynningar í þremur ráðuneytum, forsætisráðuneytinu, dómsmálaráðuneytinu og fjármálaráðuneytinu og sagði Katrín að greinargerðin hefði ekki verið kynnt ráðherrunum sérstaklega. „Hún var ekki kynnt mér sérstaklega og ég las hana ekki,“ sagði Katrín. Þá svaraði hún því ekki beint, þrátt fyrir að vera ítrekað spurð að út í það, hvort hún væri sammála greinargerðinni heldur vísaði í það vinnulag sem hefur tíðkast varðandi greinargerðir ríkislögmanns. „Hér hefur vinnulagið verið með þeim hætti að ríkislögmaður hefur skilað inn greinargerðum og þær hafa yfirleitt ekki farið inn á borð ráðherra. Þannig er það bara. Það hefur verið vinnulagið og það er það sem ég vil láta endurskoða, þvert í Stjórnarráðinu með almennum hætti, ekki til þess að ráðherrar hafi pólitísk afskipti af dómsmálum, um það snýst ekki málið, heldur til þess að við uppfyllum það sem hefur verið gagnrýnt af hálfu umboðsmanns Alþingis að sé ekki, að framkvæmdarvaldið sé meðvitað um það hverju sinni til hvaða varna ríkislögmaður grípur. Það hefur ekki verið gert með fullnægjandi hætti og það þykir mér leitt en ég sé enga ástæðu til að fela neitt í þeim málum,“ sagði Katrín. Guðmundar- og Geirfinnsmálin Stjórnsýsla Tengdar fréttir Sakar forsætisráðherra um hvítþvott vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir forsætisráðherra harðlega vegna framgöngu ríkisins gagnvart sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. 24. september 2019 17:23 Sendi greinargerðina til þriggja ráðuneyta Settur ríkislögmaður sendi greinargerð sína í máli Guðjóns Skarphéðinssonar til yfirlestrar í forsætisráðuneyti, dómsmálaráðuneyti og fjármálaráðuneyti. 25. september 2019 06:00 Afkomendum Sævars boðnar 240 milljónir í bætur Þá hafi fimm sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum verið samtals boðnar um 760 milljónir í bætur. 24. september 2019 20:03 Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Fleiri fréttir Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Sjá meira
Þrjár fyrirspurnir af fimm í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun beindust að Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og sneru að Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Eins og fjallað hefur verið um skilaði ríkislögmaður inn greinargerð í síðustu viku í skaðabótamáli Guðjóns Skarphéðinssonar, eins af fimm sakborningum sem Hæstiréttur sýknaði í fyrra, og er bótakröfum hans upp á rúman milljarð króna hafnað og krafist sýknu. Þá hefur ekki tekist samkomulag við aðra sakborninga eða afkomendur þeirra. Í óundirbúnum fyrirspurnum sagði Katrín frá því að á morgun hyggst hún leggja fyrir ríkisstjórnina frumvarp sem hún mun svo mæla fyrir á Alþingi um heimild til bótagreiðslna til þeirra sem sýknaðir voru með dómi Hæstaréttar. Sagði Katrín að hún hefði kosið að samkomulag lægi fyrir en í ljósi umræðunnar þætti henni þessi leið hreinlegust og heiðarlegust. „Ég taldi hins vegar rétt í ljósi umræðunnar nú að það væri hreinlegast og heiðarlegast, í ljósi þess líka að margt virðist vera á huldu í opinberri umræðu, að Alþingi fengi bara frumvarp þar sem málið væri rakið frá upphafi til enda og Alþingi gæti þá tekið afstöðu til þess sem þar er lagt til samhliða því að haldið verði áfram sáttaumleitan. Það fannst mér hreinlegasta leiðin í þessu máli og þá leggjum við öll spil á borðið um þann grundvöll sem sáttanefndin vann samkvæmt. Það er ástæðan fyrir því að ég kem með þetta núna,“ sagði Katrín.Vill láta endurskoða vinnulagið í kringum greinargerðir ríkislögmanns Þá kom fram í svari hennar við fyrirspurn Halldóru Mogensen, þingmanns Pírata, að hún hefði ekki séð greinargerð ríkislögmanns í skaðabótamáli Guðjóns en greinargerðin er vægast sagt umdeild. Hefur henni meðal annars verið lýst sem „ómanneskjulegri“ og „lögfræðilega ótækri“ af Páli Rúnar M. Kristjánssyni, lögmanni. Var greinargerðin send til kynningar í þremur ráðuneytum, forsætisráðuneytinu, dómsmálaráðuneytinu og fjármálaráðuneytinu og sagði Katrín að greinargerðin hefði ekki verið kynnt ráðherrunum sérstaklega. „Hún var ekki kynnt mér sérstaklega og ég las hana ekki,“ sagði Katrín. Þá svaraði hún því ekki beint, þrátt fyrir að vera ítrekað spurð að út í það, hvort hún væri sammála greinargerðinni heldur vísaði í það vinnulag sem hefur tíðkast varðandi greinargerðir ríkislögmanns. „Hér hefur vinnulagið verið með þeim hætti að ríkislögmaður hefur skilað inn greinargerðum og þær hafa yfirleitt ekki farið inn á borð ráðherra. Þannig er það bara. Það hefur verið vinnulagið og það er það sem ég vil láta endurskoða, þvert í Stjórnarráðinu með almennum hætti, ekki til þess að ráðherrar hafi pólitísk afskipti af dómsmálum, um það snýst ekki málið, heldur til þess að við uppfyllum það sem hefur verið gagnrýnt af hálfu umboðsmanns Alþingis að sé ekki, að framkvæmdarvaldið sé meðvitað um það hverju sinni til hvaða varna ríkislögmaður grípur. Það hefur ekki verið gert með fullnægjandi hætti og það þykir mér leitt en ég sé enga ástæðu til að fela neitt í þeim málum,“ sagði Katrín.
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Stjórnsýsla Tengdar fréttir Sakar forsætisráðherra um hvítþvott vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir forsætisráðherra harðlega vegna framgöngu ríkisins gagnvart sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. 24. september 2019 17:23 Sendi greinargerðina til þriggja ráðuneyta Settur ríkislögmaður sendi greinargerð sína í máli Guðjóns Skarphéðinssonar til yfirlestrar í forsætisráðuneyti, dómsmálaráðuneyti og fjármálaráðuneyti. 25. september 2019 06:00 Afkomendum Sævars boðnar 240 milljónir í bætur Þá hafi fimm sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum verið samtals boðnar um 760 milljónir í bætur. 24. september 2019 20:03 Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Fleiri fréttir Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Sjá meira
Sakar forsætisráðherra um hvítþvott vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir forsætisráðherra harðlega vegna framgöngu ríkisins gagnvart sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. 24. september 2019 17:23
Sendi greinargerðina til þriggja ráðuneyta Settur ríkislögmaður sendi greinargerð sína í máli Guðjóns Skarphéðinssonar til yfirlestrar í forsætisráðuneyti, dómsmálaráðuneyti og fjármálaráðuneyti. 25. september 2019 06:00
Afkomendum Sævars boðnar 240 milljónir í bætur Þá hafi fimm sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum verið samtals boðnar um 760 milljónir í bætur. 24. september 2019 20:03