Kjarasamningar leitt til fleiri uppsagna en fall WOW air Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. september 2019 08:45 Kjarasamningar á almenna markaðnum voru undirritaðir í húsakynnum Ríkissáttasemjara í aprílbyrjun. Vísir/vilhelm Lífskjarasamningarnir sem undirritaðir voru í vor reyndust ferðaþjónustufyrirtækjum þyngri baggi en fall flugfélagsins WOW air í mars. Þetta bera niðurstöður Gallup-könnunnar með sér, sem framkvæmd var fyrir Landsbankann í aðdraganda ferðaþjónusturáðstefnu bankans sem fram fer í dag.Í úttekt Landsbankans er könnunin sögð hafa verið framkvæmd meðal aðildarfélaga Samtaka ferðaþjónustunnar dagana 27. ágúst til 3. september. Fjöldi svarenda er sagður hafa verið 115, sem er talið með því „betra sem gerist hjá þessum hópi.“ Svörin bera með sér að um tæplega helmingur svarenda hafi gripið til uppsagna vegna fyrrnefndra kjarasamninga. Til samanburðar sögðust 28% fyrirtækja hafa þurft að fækka starfsmönnum vegna brottfalls WOW air. Landsbankinn ætlar að það sé vegna þess að með nýju kjarasamningunum hafi m.a. verið fallist á krónutöluhækkanir sem hækkuðu lægstu launin hlutfallslega mest. „Þar sem meðallaun í vissum ferðaþjónustugeirum eru lægri en meðallaun á vinnumarkaði almennt er líklegt að launakostnaður fyrirtækja í þeim geirum hafi hækkað hlutfallslega meira en meðalhækkun launa.“Ferðaskipuleggjandi Gamanferðir var meðal þeirra sem lagði upp laupana vegna falls WOW air, en hér má sjá forsvarsmenn fyrirtækisins með Skúla Mogensen, stofnanda flugfélagsins.Wow AirÞað er því mat Landsbankans að áhrif kjarasamninganna á ferðaþjónustufyrirtæki kunni því að hafa verið meiri en brotthvarf WOW air að þessu leyti. Þó er bætt við að um 40 prósent fyrirtækja hafi ekki þurft að bregðast sérstaklega við samningunum með einhvers konar hagræðingaraðgerðum. Þar að auki sé ekki hægt að fullyrða neitt um fjölda uppsagna í báðum tilfellum - „þar sem ekki liggur fyrir samanburður á fjölda uppsagna vegna kjarasamninga annars vegar og falls WOW air hins vegar.“Mesta fækkunin hjá þeim stærstu Það er jafnframt mat bankans að áhrifin af brotthvarfi WOW air hafi verið minni en búast hafi mátt við. Þannig bera niðurstöður könnunarinnar með sér að fækkunin meðal fyrrnefndu fyrirtækjanna sem sögðu upp fólki vegna falls flugfélagsins hafi verið innan við 10 prósent hjá næstum helmingi þeirra. Fækkunin hafi verið hlutfallslega mest hjá stærstu fyrirtækjunum, þeim sem eru með fleiri en 31 starfsmann, og þeim sem eru með meira en 500 milljónir króna í ársveltu. Áhrif falls WOW air voru þó ívið meiri á fyrirtæki á Suðurnesjum. „Einungis þriðjungur þeirra hefur komist hjá uppsögnum en af þeim fyrirtækjum sem sögðu upp þurfti rúmlega helmingur þeirra að segja upp 1-20% starfsmanna sinna og 11% fyrirtækjanna hafa þurft að segja upp meira en 60% starfsmanna,“ segir í útlistun Landsbankans sem nálgast má í heild sinni hér. Ferðamennska á Íslandi Kjaramál WOW Air Tengdar fréttir Telja „nýja leikáætlun“ Icelandair hafa dregið töluvert úr áhrifum af falli WOW air Á fyrstu sjö mánuðum ársins flutti Icelandair 29 prósent fleiri erlenda ferðamenn til landsins en á sama tíma í fyrra. Ef ekki hefði komið til nein fjölgun hjá Icelandair hefði ferðamönnum til landsins fækkað um 31,4 prósent. 26. september 2019 08:00 Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Lífskjarasamningarnir sem undirritaðir voru í vor reyndust ferðaþjónustufyrirtækjum þyngri baggi en fall flugfélagsins WOW air í mars. Þetta bera niðurstöður Gallup-könnunnar með sér, sem framkvæmd var fyrir Landsbankann í aðdraganda ferðaþjónusturáðstefnu bankans sem fram fer í dag.Í úttekt Landsbankans er könnunin sögð hafa verið framkvæmd meðal aðildarfélaga Samtaka ferðaþjónustunnar dagana 27. ágúst til 3. september. Fjöldi svarenda er sagður hafa verið 115, sem er talið með því „betra sem gerist hjá þessum hópi.“ Svörin bera með sér að um tæplega helmingur svarenda hafi gripið til uppsagna vegna fyrrnefndra kjarasamninga. Til samanburðar sögðust 28% fyrirtækja hafa þurft að fækka starfsmönnum vegna brottfalls WOW air. Landsbankinn ætlar að það sé vegna þess að með nýju kjarasamningunum hafi m.a. verið fallist á krónutöluhækkanir sem hækkuðu lægstu launin hlutfallslega mest. „Þar sem meðallaun í vissum ferðaþjónustugeirum eru lægri en meðallaun á vinnumarkaði almennt er líklegt að launakostnaður fyrirtækja í þeim geirum hafi hækkað hlutfallslega meira en meðalhækkun launa.“Ferðaskipuleggjandi Gamanferðir var meðal þeirra sem lagði upp laupana vegna falls WOW air, en hér má sjá forsvarsmenn fyrirtækisins með Skúla Mogensen, stofnanda flugfélagsins.Wow AirÞað er því mat Landsbankans að áhrif kjarasamninganna á ferðaþjónustufyrirtæki kunni því að hafa verið meiri en brotthvarf WOW air að þessu leyti. Þó er bætt við að um 40 prósent fyrirtækja hafi ekki þurft að bregðast sérstaklega við samningunum með einhvers konar hagræðingaraðgerðum. Þar að auki sé ekki hægt að fullyrða neitt um fjölda uppsagna í báðum tilfellum - „þar sem ekki liggur fyrir samanburður á fjölda uppsagna vegna kjarasamninga annars vegar og falls WOW air hins vegar.“Mesta fækkunin hjá þeim stærstu Það er jafnframt mat bankans að áhrifin af brotthvarfi WOW air hafi verið minni en búast hafi mátt við. Þannig bera niðurstöður könnunarinnar með sér að fækkunin meðal fyrrnefndu fyrirtækjanna sem sögðu upp fólki vegna falls flugfélagsins hafi verið innan við 10 prósent hjá næstum helmingi þeirra. Fækkunin hafi verið hlutfallslega mest hjá stærstu fyrirtækjunum, þeim sem eru með fleiri en 31 starfsmann, og þeim sem eru með meira en 500 milljónir króna í ársveltu. Áhrif falls WOW air voru þó ívið meiri á fyrirtæki á Suðurnesjum. „Einungis þriðjungur þeirra hefur komist hjá uppsögnum en af þeim fyrirtækjum sem sögðu upp þurfti rúmlega helmingur þeirra að segja upp 1-20% starfsmanna sinna og 11% fyrirtækjanna hafa þurft að segja upp meira en 60% starfsmanna,“ segir í útlistun Landsbankans sem nálgast má í heild sinni hér.
Ferðamennska á Íslandi Kjaramál WOW Air Tengdar fréttir Telja „nýja leikáætlun“ Icelandair hafa dregið töluvert úr áhrifum af falli WOW air Á fyrstu sjö mánuðum ársins flutti Icelandair 29 prósent fleiri erlenda ferðamenn til landsins en á sama tíma í fyrra. Ef ekki hefði komið til nein fjölgun hjá Icelandair hefði ferðamönnum til landsins fækkað um 31,4 prósent. 26. september 2019 08:00 Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Telja „nýja leikáætlun“ Icelandair hafa dregið töluvert úr áhrifum af falli WOW air Á fyrstu sjö mánuðum ársins flutti Icelandair 29 prósent fleiri erlenda ferðamenn til landsins en á sama tíma í fyrra. Ef ekki hefði komið til nein fjölgun hjá Icelandair hefði ferðamönnum til landsins fækkað um 31,4 prósent. 26. september 2019 08:00