Ákveða í dag hvort vísa eigi kjaradeilu til ríkissáttasemjara Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. september 2019 13:14 Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir að ekki komi til greina að skrifa undir nýja kjarasamninga án þess að hafa náð fram styttingu vinnuvikunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Formaður BSRB hefur boðað samningseiningar félagsins á fund klukkan tvö í dag til að ræða um hvort vísa eigi kjaradeilunni til ríkissáttasemjara. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður samtakanna, segir að stytting vinnuvikunnar sé ófrávíkjanleg krafa. Kjarasamningar losnuðu í apríl en samningaviðræður hafa staðið yfir frá því í mars. Hvorki gengur né rekur í viðræðunum og upp úr slitnaði á samningafundi í gær. Á fundi með ríkinu í gær þá var lagt fram tilboð sem BSRB telur óásættanlegt og viðræðunefnd telur þess vegna fullreynt á samningsvilja ríkisins, sérstaklega hvað varðar styttingu vinnuvikunnar og þess vegna höfum við ákveðið að boða til samningseiningafundar í dag til þess að leggja það undir fundinn hvort við vísum deilunni til ríkissáttasemjara." Sonja er vongóð um að fundarmenn styðji tillöguna. „Það er orðin mjög mikið óþreyja og óánægja hjá okkar félagsmönnum. Við höfum hins vegar sagt á móti að það sé flókið viðfangsefni að fara í styttingu vinnuvikunnar en við áttum aldrei von á öðru en að ríkið myndi fylgja eftir mjög jákvæðum niðurstöðum tilraunaverkefnis BSRB og ríkisins. En það er hins vegar orðið ljóst að það er ekki og þess vegna er kominn tími til að setja málið í annan farveg. Ég á ekki von á öðru en að þau styðji þessa tillögu okkar." Deilan hverfist fyrst og fremst um styttingu vinnuvikunnar. Sonja segir að ríkið hafi boðið upp á styttingu en þó í skiptum fyrir kaffitíma starfsfólks. Það finnst Sonju óásættanlegt. „Hugmyndafræðin okkar og krafan snýst um styttingu vinnuvikunnar án launaskerðingar. Tilraunaverkefnið bæði hérlendis og erlendis voru á þann veg og einmitt sýndu fram á þessi jákvæðu áhrif, þennan gagnkvæma ávinning. Það er hægt að skipuleggja vinnutímann mun betur þannig að bæði starfsmaður og atvinnurekandi hagnist á því."Hvað með mögulegar verkfallsaðgerðir?„Það að vísa málinu til ríkissáttasemjara er undanfari þess að hægt sé að fara að undirbúa verkfallsaðgerðir. Það hefur ekki verið rætt enn þá innan samningseininganna en hins vegar er alveg ljóst að við munum ekki ganga frá borði nema að við náum fram styttingu út frá þeirri hugmyndafræði sem við höfum lagt upp með.“ Kjaramál Tengdar fréttir Kjaraviðræður þokast hægt í rétta átt Enn á þó eftir að leysa úr stórum ágreiningsmálum á borð við styttingu vinnuvikunnar og jöfnun launa milli markaða. 11. september 2019 10:10 Vonbrigði og hægagangur einkenna kjaraviðræðurnar Rúmur mánuður er nú síðan kjaraviðræður á opinbera markaðnum hófust að nýju eftir sumarfrí. Viðmælendur Fréttablaðsins eru sammála um að lítið hafi áunnist á þeim tíma en samningar hafa nú verið lausir í tæpt hálft ár. Fari ekki að draga til tíðinda fljótlega gætu viðræður enda hjá ríkissáttasemjara. 17. september 2019 06:45 Kjaraviðræðum BSRB og ríkisins slitið Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir viðræður lítið sem ekkert hafa þokast áfram, með tilliti til styttingu vinnuvikunnar. 24. september 2019 16:15 Ítreka kröfur um styttingu Formannafundur BSRB samþykkti á fundi sínum í gær ályktun þar sem skorað er á stjórnvöld. 14. september 2019 11:00 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Formaður BSRB hefur boðað samningseiningar félagsins á fund klukkan tvö í dag til að ræða um hvort vísa eigi kjaradeilunni til ríkissáttasemjara. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður samtakanna, segir að stytting vinnuvikunnar sé ófrávíkjanleg krafa. Kjarasamningar losnuðu í apríl en samningaviðræður hafa staðið yfir frá því í mars. Hvorki gengur né rekur í viðræðunum og upp úr slitnaði á samningafundi í gær. Á fundi með ríkinu í gær þá var lagt fram tilboð sem BSRB telur óásættanlegt og viðræðunefnd telur þess vegna fullreynt á samningsvilja ríkisins, sérstaklega hvað varðar styttingu vinnuvikunnar og þess vegna höfum við ákveðið að boða til samningseiningafundar í dag til þess að leggja það undir fundinn hvort við vísum deilunni til ríkissáttasemjara." Sonja er vongóð um að fundarmenn styðji tillöguna. „Það er orðin mjög mikið óþreyja og óánægja hjá okkar félagsmönnum. Við höfum hins vegar sagt á móti að það sé flókið viðfangsefni að fara í styttingu vinnuvikunnar en við áttum aldrei von á öðru en að ríkið myndi fylgja eftir mjög jákvæðum niðurstöðum tilraunaverkefnis BSRB og ríkisins. En það er hins vegar orðið ljóst að það er ekki og þess vegna er kominn tími til að setja málið í annan farveg. Ég á ekki von á öðru en að þau styðji þessa tillögu okkar." Deilan hverfist fyrst og fremst um styttingu vinnuvikunnar. Sonja segir að ríkið hafi boðið upp á styttingu en þó í skiptum fyrir kaffitíma starfsfólks. Það finnst Sonju óásættanlegt. „Hugmyndafræðin okkar og krafan snýst um styttingu vinnuvikunnar án launaskerðingar. Tilraunaverkefnið bæði hérlendis og erlendis voru á þann veg og einmitt sýndu fram á þessi jákvæðu áhrif, þennan gagnkvæma ávinning. Það er hægt að skipuleggja vinnutímann mun betur þannig að bæði starfsmaður og atvinnurekandi hagnist á því."Hvað með mögulegar verkfallsaðgerðir?„Það að vísa málinu til ríkissáttasemjara er undanfari þess að hægt sé að fara að undirbúa verkfallsaðgerðir. Það hefur ekki verið rætt enn þá innan samningseininganna en hins vegar er alveg ljóst að við munum ekki ganga frá borði nema að við náum fram styttingu út frá þeirri hugmyndafræði sem við höfum lagt upp með.“
Kjaramál Tengdar fréttir Kjaraviðræður þokast hægt í rétta átt Enn á þó eftir að leysa úr stórum ágreiningsmálum á borð við styttingu vinnuvikunnar og jöfnun launa milli markaða. 11. september 2019 10:10 Vonbrigði og hægagangur einkenna kjaraviðræðurnar Rúmur mánuður er nú síðan kjaraviðræður á opinbera markaðnum hófust að nýju eftir sumarfrí. Viðmælendur Fréttablaðsins eru sammála um að lítið hafi áunnist á þeim tíma en samningar hafa nú verið lausir í tæpt hálft ár. Fari ekki að draga til tíðinda fljótlega gætu viðræður enda hjá ríkissáttasemjara. 17. september 2019 06:45 Kjaraviðræðum BSRB og ríkisins slitið Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir viðræður lítið sem ekkert hafa þokast áfram, með tilliti til styttingu vinnuvikunnar. 24. september 2019 16:15 Ítreka kröfur um styttingu Formannafundur BSRB samþykkti á fundi sínum í gær ályktun þar sem skorað er á stjórnvöld. 14. september 2019 11:00 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Kjaraviðræður þokast hægt í rétta átt Enn á þó eftir að leysa úr stórum ágreiningsmálum á borð við styttingu vinnuvikunnar og jöfnun launa milli markaða. 11. september 2019 10:10
Vonbrigði og hægagangur einkenna kjaraviðræðurnar Rúmur mánuður er nú síðan kjaraviðræður á opinbera markaðnum hófust að nýju eftir sumarfrí. Viðmælendur Fréttablaðsins eru sammála um að lítið hafi áunnist á þeim tíma en samningar hafa nú verið lausir í tæpt hálft ár. Fari ekki að draga til tíðinda fljótlega gætu viðræður enda hjá ríkissáttasemjara. 17. september 2019 06:45
Kjaraviðræðum BSRB og ríkisins slitið Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir viðræður lítið sem ekkert hafa þokast áfram, með tilliti til styttingu vinnuvikunnar. 24. september 2019 16:15
Ítreka kröfur um styttingu Formannafundur BSRB samþykkti á fundi sínum í gær ályktun þar sem skorað er á stjórnvöld. 14. september 2019 11:00