Menn í vinnu pakka saman Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. september 2019 12:03 Fjallað var um málefni rúmenskra starfsmanna sem starfa fyrir Menn í vinnu í fréttum Stöðvar 2 í upphafi árs en grunur lék á þeir séu í nauðungarvinnu hjá fyrirtækinu. Hópur þeirra sést hér ásamt Halldóri Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóra ASÍ. Vísir/sigurjón Starfsmannaleigan Menn í vinnu hefur verið tekin til gjaldþrotaskipta, en fyrirtækið var úrskurðað gjaldþrota í síðustu viku. Skiptafundur búsins verður þann 16. desember næstkomandi, að því er fram kemur í Lögbirtingablaðinu í dag. Starfsmannaleigan hefur verið í kastljósi fjölmiðlanna frá því í lok síðasta árs, þegar Kveikur Ríkisútvarpsins varpaði ljósi á slæman aðbúnað erlends verkafólks hér á landi. Forsvarsmenn Manna í vinnu mótmæltu umfjölluninni hástöfum, þótti hún ósanngjörn og villandi. Hún hefði haft geigvænleg áhrif á reksturinn, fjártjónið hefði numið milljónum fyrstu dagana eftir að fyrsta fréttin birtist. Umfjöllunin var að endingu kærð til Blaðamannafélags Íslands, sem taldi fréttirnar ekki brjóta í bága við siðareglur. Ekki bætti úr skák þegar Vinnumálastofnun lagði 2,5 milljón króna stjórnvaldssekt á Menn í vinnu í apríl á þessu ári fyrir að standa illa að skráningu starfsmanna.Sjá einnig: Rannsaka hvort fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu: „Ég efast um að fólk myndi bjóða húsdýrum svona aðstæður eða aðbúnað“ Töluverðar breytingar voru gerðar á fyrirtækinu á mánuðum fyrir gjaldþrotið. Þannig gengu báðir stjórnarmenn Manna í vinnu, Unnur Sigurðardóttir og Friðrik Örn Jörgensson, út úr fyrirtækinu fyrr á þessu ári. Í þeirra stað komu Nauris Golubeckis og Janis Ziemelis en sá fyrrnefndi var jafnframt skráður eigandi fyrirtækisins við gjaldþrotið. Félagið breytti aukinheldur um nafn í maí síðastliðnum og tók upp nafnið MIV ehf. Alþýðusambandið vakti máls á þessum breytingum á rekstri Manna í vinnu og sagði Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri sambandsins, að þetta væru vinnubrögð sem „ við sjáum oft þegar forsvarsmenn fyrirtækja undirbúa gjaldþrot, oft í tengslum við kennitöluflakk.“ Í því samhengi benti Efling á starfsmannaleiguna Seiglu ehf., sem stéttarfélagið sagði afsprengi Manna í vinnu. Þáverandi framkvæmdastjóri Manna í vinnu vildi hvorki staðfesta né neita því í samtali við Vísi að standa á bakvið nýju starfsmannaleiguna, þrátt fyrir að Seigla sé skráð á son hennar. Gjaldþrot Vinnumarkaður Tengdar fréttir Tjáir sig ekki um starfsmannaleigu sem skráð er á son hennar Efling hvetur fyrirtæki til að versla ekki við starfsmannaleiguna Seiglu ehf., sem stéttarfélagið segir vera afsprengi hinnar umdeildu starfsmannaleigu Manna í vinnu. 24. apríl 2019 18:30 Menn í vinnu krefjast skaðabóta frá Sýn, Eiríki og Unni Sverrisdóttur Starfsmannaleigan hefur nú krafið í það minnsta átta aðila um skaðabætur. 1. mars 2019 14:14 Rannsaka hvort fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu: „Ég efast um að fólk myndi bjóða húsdýrum svona aðstæður eða aðbúnað“ Grunur leikur á að fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu hjá starfsmannaleigu á höfuðborgarsvæðinu. Verkamenn sem fréttastofa ræddi við segjast vera peningalausir, svangir og hræddir. ASÍ, Efling og Vinnumálastofnun rannasaka málið og hefur lögreglu verið gert viðvart. 7. febrúar 2019 19:00 Mest lesið Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Neytendur Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Fleiri fréttir Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Sjá meira
Starfsmannaleigan Menn í vinnu hefur verið tekin til gjaldþrotaskipta, en fyrirtækið var úrskurðað gjaldþrota í síðustu viku. Skiptafundur búsins verður þann 16. desember næstkomandi, að því er fram kemur í Lögbirtingablaðinu í dag. Starfsmannaleigan hefur verið í kastljósi fjölmiðlanna frá því í lok síðasta árs, þegar Kveikur Ríkisútvarpsins varpaði ljósi á slæman aðbúnað erlends verkafólks hér á landi. Forsvarsmenn Manna í vinnu mótmæltu umfjölluninni hástöfum, þótti hún ósanngjörn og villandi. Hún hefði haft geigvænleg áhrif á reksturinn, fjártjónið hefði numið milljónum fyrstu dagana eftir að fyrsta fréttin birtist. Umfjöllunin var að endingu kærð til Blaðamannafélags Íslands, sem taldi fréttirnar ekki brjóta í bága við siðareglur. Ekki bætti úr skák þegar Vinnumálastofnun lagði 2,5 milljón króna stjórnvaldssekt á Menn í vinnu í apríl á þessu ári fyrir að standa illa að skráningu starfsmanna.Sjá einnig: Rannsaka hvort fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu: „Ég efast um að fólk myndi bjóða húsdýrum svona aðstæður eða aðbúnað“ Töluverðar breytingar voru gerðar á fyrirtækinu á mánuðum fyrir gjaldþrotið. Þannig gengu báðir stjórnarmenn Manna í vinnu, Unnur Sigurðardóttir og Friðrik Örn Jörgensson, út úr fyrirtækinu fyrr á þessu ári. Í þeirra stað komu Nauris Golubeckis og Janis Ziemelis en sá fyrrnefndi var jafnframt skráður eigandi fyrirtækisins við gjaldþrotið. Félagið breytti aukinheldur um nafn í maí síðastliðnum og tók upp nafnið MIV ehf. Alþýðusambandið vakti máls á þessum breytingum á rekstri Manna í vinnu og sagði Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri sambandsins, að þetta væru vinnubrögð sem „ við sjáum oft þegar forsvarsmenn fyrirtækja undirbúa gjaldþrot, oft í tengslum við kennitöluflakk.“ Í því samhengi benti Efling á starfsmannaleiguna Seiglu ehf., sem stéttarfélagið sagði afsprengi Manna í vinnu. Þáverandi framkvæmdastjóri Manna í vinnu vildi hvorki staðfesta né neita því í samtali við Vísi að standa á bakvið nýju starfsmannaleiguna, þrátt fyrir að Seigla sé skráð á son hennar.
Gjaldþrot Vinnumarkaður Tengdar fréttir Tjáir sig ekki um starfsmannaleigu sem skráð er á son hennar Efling hvetur fyrirtæki til að versla ekki við starfsmannaleiguna Seiglu ehf., sem stéttarfélagið segir vera afsprengi hinnar umdeildu starfsmannaleigu Manna í vinnu. 24. apríl 2019 18:30 Menn í vinnu krefjast skaðabóta frá Sýn, Eiríki og Unni Sverrisdóttur Starfsmannaleigan hefur nú krafið í það minnsta átta aðila um skaðabætur. 1. mars 2019 14:14 Rannsaka hvort fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu: „Ég efast um að fólk myndi bjóða húsdýrum svona aðstæður eða aðbúnað“ Grunur leikur á að fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu hjá starfsmannaleigu á höfuðborgarsvæðinu. Verkamenn sem fréttastofa ræddi við segjast vera peningalausir, svangir og hræddir. ASÍ, Efling og Vinnumálastofnun rannasaka málið og hefur lögreglu verið gert viðvart. 7. febrúar 2019 19:00 Mest lesið Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Neytendur Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Fleiri fréttir Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Sjá meira
Tjáir sig ekki um starfsmannaleigu sem skráð er á son hennar Efling hvetur fyrirtæki til að versla ekki við starfsmannaleiguna Seiglu ehf., sem stéttarfélagið segir vera afsprengi hinnar umdeildu starfsmannaleigu Manna í vinnu. 24. apríl 2019 18:30
Menn í vinnu krefjast skaðabóta frá Sýn, Eiríki og Unni Sverrisdóttur Starfsmannaleigan hefur nú krafið í það minnsta átta aðila um skaðabætur. 1. mars 2019 14:14
Rannsaka hvort fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu: „Ég efast um að fólk myndi bjóða húsdýrum svona aðstæður eða aðbúnað“ Grunur leikur á að fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu hjá starfsmannaleigu á höfuðborgarsvæðinu. Verkamenn sem fréttastofa ræddi við segjast vera peningalausir, svangir og hræddir. ASÍ, Efling og Vinnumálastofnun rannasaka málið og hefur lögreglu verið gert viðvart. 7. febrúar 2019 19:00