iPhone sem féll úr flugvél yfir Skaftárdal fannst í ágætu ástandi ári síðar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. september 2019 15:01 Haukur við flugvél sína TF ULF. Myndin var einmitt tekin með iPhone 6S símanum nokkrum dögum áður en hann glataðist í fyrra. Haukur Snorrason Haukur Snorrason flugmaður var á flugi í vél sinni TF ULF yfir Skaftárdal í ágúst í fyrra þegar hann missti síma sinn út úr flugvélinni. Í gær hringdi svo síminn sem hann keypti í stað þess sem glataðist. Göngufólk hafði fundið símann og það sem meira er - hann virðist í fínu ástandi. Haukur segist í samtali við Vísi hafa verið á flugi yfir Skaftárdalnum til að virða fyrir sér hlaupið sem orðið hafði í Skaftá. „Ég var búinn að vera að taka nokkur vídeó út um lítinn gluggann á vélinni, var að gera þetta í fyrsta skipti,“ segir Haukur sem rekur fyrirtækið Icelandic Photo tours. „Svo fer ég í beygju, færist nær loftstraumnum og hann fýkur úr höndinni minni um leið,“ segir Haukur um aðdraganda þess að síminn glataðist í fyrra. Haukur var að taka myndband þegar hann missti tak á símanum. Síminn hélt áfram að taka upp myndbandið í háloftunum og eftir að hann féll til jarðar eins og sjá má að neðan.Klippa: iPhone 6S fellur úr flugvélLeit skilaði engu Hann var þó ekki tilbúinn að gefa upp alla von enda kom á daginn að síminn hringdi hvar sem hann var niðurkominn. „Svo það hlaut að vera í lagi með hann.“ Haukur er kunnugur staðháttum og hringdi í fólk á svæðinu sem gerði leit að símanum, án árangurs. „Ég gleymdi þessu svo bara og keypti mér annan síma.“ Leið svo ár.Ekki daglegt brauð Haukur segir að Íslendingar hafi verið á svæðinu um miðjan september en réttardagur var einmitt 14. september. Þá fari fólk í göngu á þetta svæði og gangi hreinlega fram á símann. Þau skellu honum í hleðslu og við blasti: „Haukur's iphone“. Fólkið minntist þá þess þegar Haukur hafði ári fyrr lýst eftir síma sínum. Þeim hafði ekki dottið í hug að síminn væri hans heldur reiknuðu þau með að einhver hlyti nýlega að hafa misst símann í mosann. Haukur þakkar mosanum annars vegar fyrir gott ástand símans nú ári síðar, eftir allan snjóinn og rigninguna sem hefur dunið á símanum. „Svo er hann með ljótri plasthlíf, það er hliðin sem snýr upp.“ Haukur getur farið á netið, sent tölvupósta, tekið myndir en enn sem komið er heyrist ekki í honum þegar hann hringir í fólk. Þó næst samband og ekki útilokað að hægt sé að leysa það vandamál. Hann hlær að þessu öllu saman. „Það er ekki oft sem maður missir símann út úr flugvél og finnur hann aftur,“ segir Haukur og skellir upp úr. Fréttir af flugi Skaftárhreppur Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Sjá meira
Haukur Snorrason flugmaður var á flugi í vél sinni TF ULF yfir Skaftárdal í ágúst í fyrra þegar hann missti síma sinn út úr flugvélinni. Í gær hringdi svo síminn sem hann keypti í stað þess sem glataðist. Göngufólk hafði fundið símann og það sem meira er - hann virðist í fínu ástandi. Haukur segist í samtali við Vísi hafa verið á flugi yfir Skaftárdalnum til að virða fyrir sér hlaupið sem orðið hafði í Skaftá. „Ég var búinn að vera að taka nokkur vídeó út um lítinn gluggann á vélinni, var að gera þetta í fyrsta skipti,“ segir Haukur sem rekur fyrirtækið Icelandic Photo tours. „Svo fer ég í beygju, færist nær loftstraumnum og hann fýkur úr höndinni minni um leið,“ segir Haukur um aðdraganda þess að síminn glataðist í fyrra. Haukur var að taka myndband þegar hann missti tak á símanum. Síminn hélt áfram að taka upp myndbandið í háloftunum og eftir að hann féll til jarðar eins og sjá má að neðan.Klippa: iPhone 6S fellur úr flugvélLeit skilaði engu Hann var þó ekki tilbúinn að gefa upp alla von enda kom á daginn að síminn hringdi hvar sem hann var niðurkominn. „Svo það hlaut að vera í lagi með hann.“ Haukur er kunnugur staðháttum og hringdi í fólk á svæðinu sem gerði leit að símanum, án árangurs. „Ég gleymdi þessu svo bara og keypti mér annan síma.“ Leið svo ár.Ekki daglegt brauð Haukur segir að Íslendingar hafi verið á svæðinu um miðjan september en réttardagur var einmitt 14. september. Þá fari fólk í göngu á þetta svæði og gangi hreinlega fram á símann. Þau skellu honum í hleðslu og við blasti: „Haukur's iphone“. Fólkið minntist þá þess þegar Haukur hafði ári fyrr lýst eftir síma sínum. Þeim hafði ekki dottið í hug að síminn væri hans heldur reiknuðu þau með að einhver hlyti nýlega að hafa misst símann í mosann. Haukur þakkar mosanum annars vegar fyrir gott ástand símans nú ári síðar, eftir allan snjóinn og rigninguna sem hefur dunið á símanum. „Svo er hann með ljótri plasthlíf, það er hliðin sem snýr upp.“ Haukur getur farið á netið, sent tölvupósta, tekið myndir en enn sem komið er heyrist ekki í honum þegar hann hringir í fólk. Þó næst samband og ekki útilokað að hægt sé að leysa það vandamál. Hann hlær að þessu öllu saman. „Það er ekki oft sem maður missir símann út úr flugvél og finnur hann aftur,“ segir Haukur og skellir upp úr.
Fréttir af flugi Skaftárhreppur Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Sjá meira