Ákærð fyrir peningaþvætti en segjast einfaldlega heppin í spilakössum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. september 2019 12:31 Maðurinn var í hópi fimm Pólverja sem voru handteknir í viðamiklum aðgerðum lögreglu í desember. Vísir/Ernir Pólsk hjón sem sæta ákæru héraðssaksóknara fyrir peningaþvætti gefa þá skýringu að þau hafi lifað hátt vegna þess hve vel manninum gekk að vinna í spilakössum. Um er að ræða anga svokallaðs Euromarket-máls sem upp kom fyrir um tveimur árum. Hjónin eru ákærð fyrir peningaþvætti upp á rúmlega sextíu milljónir króna. Málið verður þingfest á fimmtudaginn í Héraðsdómi Reykjavíkur.Ríkisútvarpið greinir frá og vísar í greinargerð með ákæru héraðssaksóknara þar sem fram kemur að maðurinn hafi verið grunaður um aðild að skipulagðri glæpastarfsemi, fíkniefnasmygli frá Póllandi og peningaþvætti ásamt konu sinni. Farið hafi verið í gegnum skattframtöl hjónanna og ljóst að framtaldar tekjur þeirra gætu aldrei staðið undir lifnaði þeirra og eignamyndun. Skýring þeirra á ávinningi af spilakössum var metin ómöguleg af dósent við Háskóla Reykjavíkur. Áætlað tap hefði átt að vera 145 milljónir króna miðað við spilatíma hans og varfærnasta áætlun um tap var upp á ellefu milljónir króna. Í nýlegri aðgerðaráætlun gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka sem kom út í ágúst og var birt á vef dómstólaráðuneytisins nýlega er fjallað um veikleika þegar komi að spilakössum. Þar er minnst á falska vinninga. Þannig geti fólk nafnlaust lagt pening inn í spilakassann, leyst út vinning án þess að spila og svo leggja upphæðina þannig inn á banka. Með þeim hætti sé hægt að búa til lögmæta slóð peninga. Frægt er á sínum tíma þegar Franklín Steiner, sem sakaður var og dæmdur fyrir fíkniefnamisferli, útskýrði háar tekjur sínar með heppni sinni í spilakössum.Skýrasta dæmi Íslandssögunnar um skipulagða brotastarfsemi Lögregla handtók manninn og fjóra Pólverja til viðbótar hér á landi í desember 2017 og úrskurðaði þrjá í gæsluvarðhald grunaðir um stórfelldan innflutning og framleiðslu fíkniefna, fjársvik og peningaþvætti. Lagt var hald á amfetamínbasa og MDMA-töflur að verðmæti 400 milljóna að götuvirði auk fasteigna, bíla, fjármuna og hluta í fyrirtækjum að virði 200 milljóna. Karl Steinar Valsson, yfirmaður miðlægrar deildar lögreglu, sagði í desember 2017, þegar Euromarket-málið kom upp að um væri að ræða skýrasta dæmi um skipulagða brotastarfsemi sem sést hefði hér á landi. Fíkniefnaþátturinn væri einn þáttur, peningaþvottur annar - og alls kyns svikastarfsemi. Sá angi málsins sem fjallað er um hér að ofan er sá fyrsti sem kemur til meðferðar hjá dómstólum. Aðrir angar eru til rannsóknar hjá miðlægri deild lögreglu en samkvæmt upplýsingum Vísis er rannsóknin vel á veg komin. Dómsmál Peningaþvætti í Euro Market Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Pólsk hjón sem sæta ákæru héraðssaksóknara fyrir peningaþvætti gefa þá skýringu að þau hafi lifað hátt vegna þess hve vel manninum gekk að vinna í spilakössum. Um er að ræða anga svokallaðs Euromarket-máls sem upp kom fyrir um tveimur árum. Hjónin eru ákærð fyrir peningaþvætti upp á rúmlega sextíu milljónir króna. Málið verður þingfest á fimmtudaginn í Héraðsdómi Reykjavíkur.Ríkisútvarpið greinir frá og vísar í greinargerð með ákæru héraðssaksóknara þar sem fram kemur að maðurinn hafi verið grunaður um aðild að skipulagðri glæpastarfsemi, fíkniefnasmygli frá Póllandi og peningaþvætti ásamt konu sinni. Farið hafi verið í gegnum skattframtöl hjónanna og ljóst að framtaldar tekjur þeirra gætu aldrei staðið undir lifnaði þeirra og eignamyndun. Skýring þeirra á ávinningi af spilakössum var metin ómöguleg af dósent við Háskóla Reykjavíkur. Áætlað tap hefði átt að vera 145 milljónir króna miðað við spilatíma hans og varfærnasta áætlun um tap var upp á ellefu milljónir króna. Í nýlegri aðgerðaráætlun gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka sem kom út í ágúst og var birt á vef dómstólaráðuneytisins nýlega er fjallað um veikleika þegar komi að spilakössum. Þar er minnst á falska vinninga. Þannig geti fólk nafnlaust lagt pening inn í spilakassann, leyst út vinning án þess að spila og svo leggja upphæðina þannig inn á banka. Með þeim hætti sé hægt að búa til lögmæta slóð peninga. Frægt er á sínum tíma þegar Franklín Steiner, sem sakaður var og dæmdur fyrir fíkniefnamisferli, útskýrði háar tekjur sínar með heppni sinni í spilakössum.Skýrasta dæmi Íslandssögunnar um skipulagða brotastarfsemi Lögregla handtók manninn og fjóra Pólverja til viðbótar hér á landi í desember 2017 og úrskurðaði þrjá í gæsluvarðhald grunaðir um stórfelldan innflutning og framleiðslu fíkniefna, fjársvik og peningaþvætti. Lagt var hald á amfetamínbasa og MDMA-töflur að verðmæti 400 milljóna að götuvirði auk fasteigna, bíla, fjármuna og hluta í fyrirtækjum að virði 200 milljóna. Karl Steinar Valsson, yfirmaður miðlægrar deildar lögreglu, sagði í desember 2017, þegar Euromarket-málið kom upp að um væri að ræða skýrasta dæmi um skipulagða brotastarfsemi sem sést hefði hér á landi. Fíkniefnaþátturinn væri einn þáttur, peningaþvottur annar - og alls kyns svikastarfsemi. Sá angi málsins sem fjallað er um hér að ofan er sá fyrsti sem kemur til meðferðar hjá dómstólum. Aðrir angar eru til rannsóknar hjá miðlægri deild lögreglu en samkvæmt upplýsingum Vísis er rannsóknin vel á veg komin.
Dómsmál Peningaþvætti í Euro Market Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira