Innlent

Fráveitumál geti kostað hundruð milljóna

Ari Brynjólfsson skrifar
Skissuteikning af gróðurhvelfingunni.
Skissuteikning af gróðurhvelfingunni. aldin biodome
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir kostnað Reykjavíkurborgar við byggingu Aldin BioDome í Elliðaárdalnum geta hækkað um hundruð milljóna vegna fráveitumála.

Í bréfi Skipulagsstofnunar til umhverfis- og skipulagssviðs borgarinnar er gerð athugasemd við að „fráveitulögn Reykjavíkurborgar liggur töluvert hærra í landi en „gólf“ gróðurhvelfinganna“.

Segir í svari frá Veitum að settir verði skilmálar um niðurgrafin þil eða styrkingu í kringum núverandi fráveitulögn.

„Þetta getur aukið kostnað borgarinnar um mörg hundruð milljónir,“ segir Björn Gíslason, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.

„Það er ekkert smá verk að koma í veg fyrir að frárennslið renni beint út í Elliðaár.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×