Formannafundur Landssambands lögreglumanna hefur bæst í hóp þeirra sem lýsa yfir vantrausti á Harald Johannessen ríkislögreglustjóra. Í yfirlýsingu sem send var á fjölmiðla nú síðdegis er skorað á Harald að stíga til hliðar.
Í yfirlýsingunni segir að ljóst sé að ríkislögreglustjóri njóti ekki lengur trausts lögreglumanna í landinu. Því lýsi formannafundur landssambandsins yfir vantrausti á Harald. Yfirlýsingin var samþykkt á formannafundi félagsins sem haldinn var í dag.
Formennirnir bætast því í hóp átta af níu lögreglustjórum í landinu yfir vantrausti fyrr í dag, líkt og Vísir greindi frá fyrstur miðla. Í viðtali við fréttastofu sagði Úlfar Lúðvíksson, formaður Lögreglustjórafélags Íslands, að lögreglustjórar væru afar ósáttir við störf Haralds og sú óánægja hafi staðið lengi.
Formannafundur Landssambands lögreglumanna lýsir einnig yfir vantrausti á ríkislögreglustjóra

Tengdar fréttir

Útilokar ekki vantrauststillögu á hendur ríkislögreglustjóra
Stjórn Landsambands lögreglumanna fundaði með Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra í morgun. Varaformaður landsambandsins segir að enn sé mikið kurr innan stéttarinnar.

Lögreglustjórar lýsa yfir vantrausti á Harald
Átta af níu lögreglustjórum lýsa yfir vantrausti á ríkislögreglustjóra.

Þætti ekki óeðlilegt ef Haraldur viki
Fyrrverandi lögreglumaður og núverandi þingmaður Sjálfstæðisflokks, telur eðlilegt að ríkislögreglustjóri víki úr embætti vegna stöðunnar sem upp er komin.