Móðir Guðmundar brenndi dagbækurnar en hann gafst ekki upp Stefán Árni Pálsson skrifar 23. september 2019 11:30 Guðmundur hefur leitað í áratugi af föður sínum. Guðmundur Kort fæddist í júlí árið 1950 og ólst upp í Hafnarfirði. Hann var kominn á þrítugsaldur þegar hann heyrði óljósar sögur af því að mögulega væri hann rangfeðraður. Hann fékk það síðan staðfest og hefur í rúm fjörutíu ár reynt að komast að því hver raunverulegur faðir hans sé. Sigrún Ósk Kristjánsdóttir fór í gær af stað með þættina Leitin að upprunanum og er fyrst viðfangsefnið leitin að föður Guðmundar. Guðmundur býr í Hafnarfirði ásamt eiginkonu sinni en saman eiga þau fjórar uppkomnar dætur. Hann er húsasmiður og fyrrverandi slökkviliðsmaður til 25 ára. Þeir sem hafa ekki séð fyrsta þáttinn í þriðju þáttaröðinni ættu ekki að lesa lengra. . . . . . Það er búið að vara þig við. . . . .Móðir Guðmundar fór í gröfina með öll sín leyndarmál í tengslum við föður hans.Guðmundur þurfti sem barn reglulega að þola líkamlegt ofbeldi af hendi móður sinnar og stjúpa. „Þetta voru mjög erfiðir tíma hjá mér þegar ég var krakki og fram eftir öllu. Þau voru bara mjög vond við mig og ég var laminn og tuskaður til,“ segir Guðmundur. Þegar Guðmundur var þrettán ára eignaðist hann yngri bróður og fannst honum orðalag móður sinnar stundum heldur einkennilegt. „Ég var frekar hrekkjóttur og þá sagði mamma alltaf, láttu son okkar í friði. Þannig þróaðist þetta og ég fer síðan að heiman þegar hann er tíu ára.“Nafnið Dino kom óvænt fram Árið 2004 ákváðu Guðmundur og Sigrún eiginkona hans að fara með móður Guðmundar til New York í þeim tilgangi að heimsækja systur hennar. Kvöld eitt fóru þau hjónin út að skemmta sér ásamt fleirum en systurnar sátu eftir heima. „Þær eru aðeins að fá sér í glas og þá segir systir hennar mömmu, Veiga, hvað heitir pabbi hans Guðmundar? Hann heitir Dino og er ítalskur Ameríkani segir hún.“ Þarna höfðu þau aðeins fornafn. Enga hugmund um eftirnafn og í hvaða fylki í Bandaríkjunum hann hafði búið. Guðmundur reyndi og reyndi að fá sannleikann upp úr móður sinni sem endaði með því að hún lokaði á hann og hætti öllum samskiptum við Guðmund í mörg ár. Þegar hún var orðin hálfníræð veiktist hún illa.Myndin gamla af föður Guðmundar.Guðmundur ákvað að heimsækja hana á Hrafnistu og tók þá ákvörðun um að fyrirgefa henni. Hún lést fimm dögum síðar á aðfangadag árið 2014. Það fór því svo að á fjörutíu árum fékk Guðmundur ekki eitt orð upp úr móður sinni um það hver faðir hans væri. Þegar fjölskyldan var að fara í gegnum eignir hennar eftir andlátið fann bróðir Guðmundar lítið umslag. Umslagið innihélt bréf frá Guðmundi sem hann hafði skrifað móður sinni úr sveitinni sem barn og snjáða ljósmynd af hermanni. „Þá var það orðið alveg borðleggjandi að þarna væru upplýsingar sem hún vildi ekki segja mér og þetta hlyti að vera maðurinn,“ segir Guðmundur. Á bakhlið myndiarinnar virtist standa Woodrow Wilson og Woodie. Þau hjónin höfðu vonast eftir að komast yfir dagbækur móður Guðmundar en hún hafði brennt þær allar.Lygileg tilviljun Þremur árum eftir andlát móður hans fór fjölskyldan í frí til Spánar og í þeirri ferð fóru hjólin óvænt að snúast. Þá hitti Guðmundur fyrir tilviljun Davíð Kristjánsson Selfyssing sem hefur botnlausan áhuga á ættfræði. Talið barst að gagnagrunninum Icelandic Roots sem Davíð er meðlimur í en þar eru Vestur-Íslendingar og Íslendingar tengdir saman. Guðmundur sendi DNA-sýni vestur um haf og vonaðist til að eitthvað kæmi út úr því sem taldist mjög ólíklegt. „Ég er að vona það besta, það er það eina sem ég get gert. Ég fer upp í á kvöldin og er að hugsa hvort pabbi sé á lífi eða hvort ég eigi einhver systkini. Það eiga allir rétt á því að vita hlutina eins og þeir eru og það er bannað að fela fyrir fólki,“ sagði Guðmundur meðan á biðinni stóð. Eftir töluverða bið komu niðurstöðurnar í hús úr DNA-prófunum. Í gagnagrunninum fundust tveir Ítalir búsettir í Bandaríkjunum sem tengdust honum. Þeir voru það skildir honum að líkur voru á að þeir ættu sömu ömmu eða afa. Skyldleiki upp á 38 prósent.Dino og Guðmundur störfuðu báðir sem slökkviliðsmenn.„Maður er svona frekar hrærður,“ segir Guðmundur. Þau hjónin settu sig í samband við annan Ítalann, mann að nafni Joe og spurðu hvort hann kannaðist við mann að nafni Dino. Það stóð ekki á svari. Föðurbróðir Joe hét einmitt Dino. Nánar tiltekið Dino Lorenzini. Í ljós kom að Dino giftist íslenskri konu, Ágústu Jónsdóttur, fimm mánuðum eftir að Guðmundur fæddist. Dino eignaðist fimm börn með Ágústu. Hann var búsettur í smábænum Mahopac í New York, sonur tveggja ítalskra innflytjenda. Hann var í hernum um tíma en það sem meira er þá var hann í slökkviliðinu í áratugi, rétt eins og Guðmundur. Staðreyndin var samt því miður sú að Dino Lorenzini lést 22. nóvember 2012 þá 93 ára gamall. „Mér fannst það ekki svo leiðinlegt fyrst en svo fór ég að hugsa þetta allt eftir á. Þá fannst mér það frekar sorglegt að þetta var ekki langt síðan og hann hafði komið til Íslands og ég var búinn að vera þarna úti rétt hjá honum hjá frænku minni. Lífið gengur bara svona fyrir sig og maður verður bara að sætta sig við orðinn hlut og vinna úr því sem eftir stendur. Ég vil fá algjöra staðfestingu og ef þetta stenst allt saman vil ég fá að vita aðeins meir.“Varð mjög sár Guðmundur komst í samband við mann sem gæti mögulega verið hálfbróðir hans og var hann tilbúnir að fara í DNA-próf. Í ljós kom að var vissulega hálfbróðir hans. Þau sendu tölvupóst út og viku seinna hafði ekkert heyrst. Sigrún hitti síðan Guðmund tveimur mánuðum eftir fyrsta tölvupóstinn og hann hafði ekkert heyrt. „Ég verð að viðurkenna að ég er svolítið sár. Maður fer að spyrja sig hvað sé að. Við vitum bara ekki neitt. En ég er búinn að vera með þetta hjá mér í öll þessi ár og ég ætla til Ameríku. Það stoppar það enginn og það ræðst bara þá hvort þau vilji tala við mig eða ekki.“ Í næsta þætti fara þau hjónin til Bandaríkjanna og leita enn frekar að ættfólki Guðmundar.Hér að neðan má sjá brot úr fyrsta þættinum. Leitin að upprunanum Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Guðmundur Kort fæddist í júlí árið 1950 og ólst upp í Hafnarfirði. Hann var kominn á þrítugsaldur þegar hann heyrði óljósar sögur af því að mögulega væri hann rangfeðraður. Hann fékk það síðan staðfest og hefur í rúm fjörutíu ár reynt að komast að því hver raunverulegur faðir hans sé. Sigrún Ósk Kristjánsdóttir fór í gær af stað með þættina Leitin að upprunanum og er fyrst viðfangsefnið leitin að föður Guðmundar. Guðmundur býr í Hafnarfirði ásamt eiginkonu sinni en saman eiga þau fjórar uppkomnar dætur. Hann er húsasmiður og fyrrverandi slökkviliðsmaður til 25 ára. Þeir sem hafa ekki séð fyrsta þáttinn í þriðju þáttaröðinni ættu ekki að lesa lengra. . . . . . Það er búið að vara þig við. . . . .Móðir Guðmundar fór í gröfina með öll sín leyndarmál í tengslum við föður hans.Guðmundur þurfti sem barn reglulega að þola líkamlegt ofbeldi af hendi móður sinnar og stjúpa. „Þetta voru mjög erfiðir tíma hjá mér þegar ég var krakki og fram eftir öllu. Þau voru bara mjög vond við mig og ég var laminn og tuskaður til,“ segir Guðmundur. Þegar Guðmundur var þrettán ára eignaðist hann yngri bróður og fannst honum orðalag móður sinnar stundum heldur einkennilegt. „Ég var frekar hrekkjóttur og þá sagði mamma alltaf, láttu son okkar í friði. Þannig þróaðist þetta og ég fer síðan að heiman þegar hann er tíu ára.“Nafnið Dino kom óvænt fram Árið 2004 ákváðu Guðmundur og Sigrún eiginkona hans að fara með móður Guðmundar til New York í þeim tilgangi að heimsækja systur hennar. Kvöld eitt fóru þau hjónin út að skemmta sér ásamt fleirum en systurnar sátu eftir heima. „Þær eru aðeins að fá sér í glas og þá segir systir hennar mömmu, Veiga, hvað heitir pabbi hans Guðmundar? Hann heitir Dino og er ítalskur Ameríkani segir hún.“ Þarna höfðu þau aðeins fornafn. Enga hugmund um eftirnafn og í hvaða fylki í Bandaríkjunum hann hafði búið. Guðmundur reyndi og reyndi að fá sannleikann upp úr móður sinni sem endaði með því að hún lokaði á hann og hætti öllum samskiptum við Guðmund í mörg ár. Þegar hún var orðin hálfníræð veiktist hún illa.Myndin gamla af föður Guðmundar.Guðmundur ákvað að heimsækja hana á Hrafnistu og tók þá ákvörðun um að fyrirgefa henni. Hún lést fimm dögum síðar á aðfangadag árið 2014. Það fór því svo að á fjörutíu árum fékk Guðmundur ekki eitt orð upp úr móður sinni um það hver faðir hans væri. Þegar fjölskyldan var að fara í gegnum eignir hennar eftir andlátið fann bróðir Guðmundar lítið umslag. Umslagið innihélt bréf frá Guðmundi sem hann hafði skrifað móður sinni úr sveitinni sem barn og snjáða ljósmynd af hermanni. „Þá var það orðið alveg borðleggjandi að þarna væru upplýsingar sem hún vildi ekki segja mér og þetta hlyti að vera maðurinn,“ segir Guðmundur. Á bakhlið myndiarinnar virtist standa Woodrow Wilson og Woodie. Þau hjónin höfðu vonast eftir að komast yfir dagbækur móður Guðmundar en hún hafði brennt þær allar.Lygileg tilviljun Þremur árum eftir andlát móður hans fór fjölskyldan í frí til Spánar og í þeirri ferð fóru hjólin óvænt að snúast. Þá hitti Guðmundur fyrir tilviljun Davíð Kristjánsson Selfyssing sem hefur botnlausan áhuga á ættfræði. Talið barst að gagnagrunninum Icelandic Roots sem Davíð er meðlimur í en þar eru Vestur-Íslendingar og Íslendingar tengdir saman. Guðmundur sendi DNA-sýni vestur um haf og vonaðist til að eitthvað kæmi út úr því sem taldist mjög ólíklegt. „Ég er að vona það besta, það er það eina sem ég get gert. Ég fer upp í á kvöldin og er að hugsa hvort pabbi sé á lífi eða hvort ég eigi einhver systkini. Það eiga allir rétt á því að vita hlutina eins og þeir eru og það er bannað að fela fyrir fólki,“ sagði Guðmundur meðan á biðinni stóð. Eftir töluverða bið komu niðurstöðurnar í hús úr DNA-prófunum. Í gagnagrunninum fundust tveir Ítalir búsettir í Bandaríkjunum sem tengdust honum. Þeir voru það skildir honum að líkur voru á að þeir ættu sömu ömmu eða afa. Skyldleiki upp á 38 prósent.Dino og Guðmundur störfuðu báðir sem slökkviliðsmenn.„Maður er svona frekar hrærður,“ segir Guðmundur. Þau hjónin settu sig í samband við annan Ítalann, mann að nafni Joe og spurðu hvort hann kannaðist við mann að nafni Dino. Það stóð ekki á svari. Föðurbróðir Joe hét einmitt Dino. Nánar tiltekið Dino Lorenzini. Í ljós kom að Dino giftist íslenskri konu, Ágústu Jónsdóttur, fimm mánuðum eftir að Guðmundur fæddist. Dino eignaðist fimm börn með Ágústu. Hann var búsettur í smábænum Mahopac í New York, sonur tveggja ítalskra innflytjenda. Hann var í hernum um tíma en það sem meira er þá var hann í slökkviliðinu í áratugi, rétt eins og Guðmundur. Staðreyndin var samt því miður sú að Dino Lorenzini lést 22. nóvember 2012 þá 93 ára gamall. „Mér fannst það ekki svo leiðinlegt fyrst en svo fór ég að hugsa þetta allt eftir á. Þá fannst mér það frekar sorglegt að þetta var ekki langt síðan og hann hafði komið til Íslands og ég var búinn að vera þarna úti rétt hjá honum hjá frænku minni. Lífið gengur bara svona fyrir sig og maður verður bara að sætta sig við orðinn hlut og vinna úr því sem eftir stendur. Ég vil fá algjöra staðfestingu og ef þetta stenst allt saman vil ég fá að vita aðeins meir.“Varð mjög sár Guðmundur komst í samband við mann sem gæti mögulega verið hálfbróðir hans og var hann tilbúnir að fara í DNA-próf. Í ljós kom að var vissulega hálfbróðir hans. Þau sendu tölvupóst út og viku seinna hafði ekkert heyrst. Sigrún hitti síðan Guðmund tveimur mánuðum eftir fyrsta tölvupóstinn og hann hafði ekkert heyrt. „Ég verð að viðurkenna að ég er svolítið sár. Maður fer að spyrja sig hvað sé að. Við vitum bara ekki neitt. En ég er búinn að vera með þetta hjá mér í öll þessi ár og ég ætla til Ameríku. Það stoppar það enginn og það ræðst bara þá hvort þau vilji tala við mig eða ekki.“ Í næsta þætti fara þau hjónin til Bandaríkjanna og leita enn frekar að ættfólki Guðmundar.Hér að neðan má sjá brot úr fyrsta þættinum.
Leitin að upprunanum Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira