Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin segir Tansaníu ekki veita nægar upplýsingar um ebólu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. september 2019 12:19 Heilbrigðisstarfsmaður heldur á barni sem talið er vera sýkt af ebólu. getty/John Moore Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur ávítað Tansaníu fyrir að hafa ekki veitt upplýsingar um möguleg ebólu smit þar í landi. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. WHO segir að þeim hafi borist tilkynning um þrjú dauðsföll, sem grunað er að séu af völdum ebólu sýkinga, í borginni Dar es Salaam en þeim hafi ekki verið veittar neinar upplýsingar þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir. Yfirvöld í Tansaníu segja að engin grunuð né staðfest tilfelli af ebólu hafi komið upp í landinu. Meira en tvö þúsund manns hafa látist í nýjasta ebólufaraldrinum í austurhluta Austur-Kongó og berjast nú yfirvöld í Úganda við það að reyna að stöðva útbreiðslu sjúkdómsins. Ebólufaraldurinn sem reið yfir vesturhluta Afríku frá 2014 til 2016 dró meira en 11.000 manns til dauða.Tansanía veitir engar upplýsingar WHO tilkynnti á laugardag að þeim hafi borist fregnir þann 10. september um möguleg smit í Dar es Salaam, sem er fjölmennasta borg Tansaníu, en það væri fyrsta ebólusmitið í landinu. Einn þeirra sem hafa látist í Tansaníu ferðaðist til Úganda, fékk einkenni ebólu í ágúst og hafi greinst með smitið og svo látist þann 8. september. Í tilkynningunni sagði að þeir einstaklingar sem höfðu verið í návígi við konuna hafi verið settir í einangrun. Þá sagði í tilkynningunni að tvær óstaðfestar tilkynningar hafi borist um tvö önnur möguleg dauðsföll af völdum ebólu. „Þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir hefur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin ekki fengið frekari upplýsingar um neitt þessara mála frá yfirvöldum í Tansaníu,“ sagði í tilkynningunni.„Upplýsingarnar frá tansanískum yfirvöldum eru mjög takmarkaðar sem kemur í veg fyrir að hægt sé að meta ógnina sem tilfellin gætu skapað,“ var bætt við. Yfirvöld í Tansaníu sögðu þann 14. september að engin staðfest tilfelli af ebólusmiti hafi komið upp í landinu. Hins vegar var ekkert minnst á konuna sem WHO talaði um í sinni tilkynningu og engar frekari upplýsingar voru veittar. Í síðustu viku gagnrýndi heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, Alex Azar, Tansaníu fyrir að hafa ekki birt upplýsingar um möguleg smit. Ferðamennska er einn stærsti iðnaðurinn í Tansaníu en líklegt er að staðfest tilfelli ebólu myndu draga úr fjölda ferðamanna í landinu.Stærsti ebólufaraldur í sögu Austur-Kongó Ebólufaraldurinn braust út í austurhluta Austur-Kongó í ágúst á síðasta ári og er stærsti ebólufaraldurinn af tíu sem hefur riðið yfir landið síðan árið 1976, þegar vírusinn var uppgötvaður. WHO lýsti yfir neyðarástandi í landinu í júlí og sagði faraldurinn vera alþjóðlegt áhyggjuefni. Meira en 3.000 manns hafa smitast og meira en 2.000 manns látist. Nágrannaþjóðir Austur-Kongó eru í mikilli viðbragðsstöðu og hafa fjórar manneskjur í Úganda dáið eftir að hafa greinst með sýkinguna. Úganda hefur sett upp greiningarstöðvar við landamæri sín sem hafa hjálpað gífurlega. Austur-Kongó Ebóla Tansanía Úganda Tengdar fréttir Landamæri Rúanda og Austur-Kongó opnuð að nýju Stjórnvöld í Rúanda lokuðu landamærunum tímabundið vegna ebólufaraldursins sem nú geisar í Austur-Kongó. 1. ágúst 2019 20:21 Nýtt ebólulyf lofi góðu Ný lyf gegn ebólu gefa vonir um að hægt sé að lækna sjúkdóminn og fyrirbyggja í framtíðinni. 13. ágúst 2019 07:03 Staðfesta annað tilfelli ebólu í milljónaborg í Austur-Kongó Annað tilfelli ebólu hefur verið staðfest í borginni Goma í Austur-Kongó. 30. júlí 2019 23:29 Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent Fleiri fréttir Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Sjá meira
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur ávítað Tansaníu fyrir að hafa ekki veitt upplýsingar um möguleg ebólu smit þar í landi. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. WHO segir að þeim hafi borist tilkynning um þrjú dauðsföll, sem grunað er að séu af völdum ebólu sýkinga, í borginni Dar es Salaam en þeim hafi ekki verið veittar neinar upplýsingar þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir. Yfirvöld í Tansaníu segja að engin grunuð né staðfest tilfelli af ebólu hafi komið upp í landinu. Meira en tvö þúsund manns hafa látist í nýjasta ebólufaraldrinum í austurhluta Austur-Kongó og berjast nú yfirvöld í Úganda við það að reyna að stöðva útbreiðslu sjúkdómsins. Ebólufaraldurinn sem reið yfir vesturhluta Afríku frá 2014 til 2016 dró meira en 11.000 manns til dauða.Tansanía veitir engar upplýsingar WHO tilkynnti á laugardag að þeim hafi borist fregnir þann 10. september um möguleg smit í Dar es Salaam, sem er fjölmennasta borg Tansaníu, en það væri fyrsta ebólusmitið í landinu. Einn þeirra sem hafa látist í Tansaníu ferðaðist til Úganda, fékk einkenni ebólu í ágúst og hafi greinst með smitið og svo látist þann 8. september. Í tilkynningunni sagði að þeir einstaklingar sem höfðu verið í návígi við konuna hafi verið settir í einangrun. Þá sagði í tilkynningunni að tvær óstaðfestar tilkynningar hafi borist um tvö önnur möguleg dauðsföll af völdum ebólu. „Þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir hefur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin ekki fengið frekari upplýsingar um neitt þessara mála frá yfirvöldum í Tansaníu,“ sagði í tilkynningunni.„Upplýsingarnar frá tansanískum yfirvöldum eru mjög takmarkaðar sem kemur í veg fyrir að hægt sé að meta ógnina sem tilfellin gætu skapað,“ var bætt við. Yfirvöld í Tansaníu sögðu þann 14. september að engin staðfest tilfelli af ebólusmiti hafi komið upp í landinu. Hins vegar var ekkert minnst á konuna sem WHO talaði um í sinni tilkynningu og engar frekari upplýsingar voru veittar. Í síðustu viku gagnrýndi heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, Alex Azar, Tansaníu fyrir að hafa ekki birt upplýsingar um möguleg smit. Ferðamennska er einn stærsti iðnaðurinn í Tansaníu en líklegt er að staðfest tilfelli ebólu myndu draga úr fjölda ferðamanna í landinu.Stærsti ebólufaraldur í sögu Austur-Kongó Ebólufaraldurinn braust út í austurhluta Austur-Kongó í ágúst á síðasta ári og er stærsti ebólufaraldurinn af tíu sem hefur riðið yfir landið síðan árið 1976, þegar vírusinn var uppgötvaður. WHO lýsti yfir neyðarástandi í landinu í júlí og sagði faraldurinn vera alþjóðlegt áhyggjuefni. Meira en 3.000 manns hafa smitast og meira en 2.000 manns látist. Nágrannaþjóðir Austur-Kongó eru í mikilli viðbragðsstöðu og hafa fjórar manneskjur í Úganda dáið eftir að hafa greinst með sýkinguna. Úganda hefur sett upp greiningarstöðvar við landamæri sín sem hafa hjálpað gífurlega.
Austur-Kongó Ebóla Tansanía Úganda Tengdar fréttir Landamæri Rúanda og Austur-Kongó opnuð að nýju Stjórnvöld í Rúanda lokuðu landamærunum tímabundið vegna ebólufaraldursins sem nú geisar í Austur-Kongó. 1. ágúst 2019 20:21 Nýtt ebólulyf lofi góðu Ný lyf gegn ebólu gefa vonir um að hægt sé að lækna sjúkdóminn og fyrirbyggja í framtíðinni. 13. ágúst 2019 07:03 Staðfesta annað tilfelli ebólu í milljónaborg í Austur-Kongó Annað tilfelli ebólu hefur verið staðfest í borginni Goma í Austur-Kongó. 30. júlí 2019 23:29 Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent Fleiri fréttir Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Sjá meira
Landamæri Rúanda og Austur-Kongó opnuð að nýju Stjórnvöld í Rúanda lokuðu landamærunum tímabundið vegna ebólufaraldursins sem nú geisar í Austur-Kongó. 1. ágúst 2019 20:21
Nýtt ebólulyf lofi góðu Ný lyf gegn ebólu gefa vonir um að hægt sé að lækna sjúkdóminn og fyrirbyggja í framtíðinni. 13. ágúst 2019 07:03
Staðfesta annað tilfelli ebólu í milljónaborg í Austur-Kongó Annað tilfelli ebólu hefur verið staðfest í borginni Goma í Austur-Kongó. 30. júlí 2019 23:29