Það er gaman að koma að Stóragerði og sjá fallegu húsin á hlaðinu, sem Óskar Þór Óskarsson, smiður á bænum hefur smíðað. Nýjasta verk hans vekur sérstaklega athygli, en það er þessi kapella, sem Óskar byggði en konan hans, Sigrún Sigurðardóttir hannaði. Séra Gunnar Jóhannesson, prestur í Hveragerði og frú Agnes M. Sigurðardóttir, biskups Íslands mættu í nýju kapelluna og vígðu hana í síðasta mánuði.
„Á fallegum sumar degi þá datt mér þetta í hug að fara aðra leið en margir, sumir byggja sumarbústaði, ég fór út í þetta, við fórum aðra leið út fyrir kassann“, segir Óskar.

„Já, ég smíðaði kapelluna frá A til Ö, ég sá um smíðina og konan mín var aðalarkitektinn og stoppaði mig af ef ég fór of langt. Þetta var afskaplega einföld smíði, eins og þú sérð héra í kringum okkur þá eru öll hús með þess lagi, með mansard stílnum, sem ég er heillaður af og ég vill ekkert annað en mansard stíl í kringum mig“, bætir Óskar við.