Efling vísar ásökunum á bug Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. september 2019 11:15 Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar. Vísir/Vilhelm Stéttarfélagið Efling segir að öll réttindi starfsmanna Eflingar sem varin eru í ráðningarsamningum, kjarasamningum og lögum hafi verið virt í einu og öllu, það eigi bæði við um fyrrum starfsmenn sem og núverandi starfsmenn í veikindaleyfi.Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem félagið hefur sent frá sér í tilefni af frétt sem birtist í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Þar var rætt við Láru V. Júlíusdóttur hæstaréttarlögmanns sem fer með mál tveggja fyrrverandi starfsmanna Eflingar og tveggja starfsmanna í veikindaleyfi sem telja Eflingu hafa brotið á réttindum þeirra.Í máli Láru kom fram að enn hafi ekki verið samið um starfslok við fjármálastjóra og bókara hjá Eflingu sem fóru í veikindaleyfi síðasta haust. Í viðtali við Stöð 2 á síðasta ári sögðust þær hafa hrökklast úr starfi vegna framkomu nýrrar forystu félagsins. Þær hafa leitað til Láru vegna málsins auk fyrrverandi skrifstofustjóra og sviðsstjóra hjá Eflingu sem voru reknir úr starfi.Lára V. Júlíusdóttir, lögmaður.Í yfirlýsingu Eflingar segir að ásakanir um að réttindi starfsmanna, núverandi sem og fyrrverandi, hafi ekki verið virt séu tilhæfulausar. Þá sé ástæðan fyrir því að ekki hafi verið samið um starfslok við fyrrverandi stjórnendur Eflingar einföld. „Erindum frá fyrrum stjórnendum Eflingar þar sem farið er fram á digra og framlengda starfslokasamninga hefur verið hafnað enda eiga þær sér ekki stoð,“ segir í yfirlýsingunni. Í máli Láru kom einnig fram að af þessum fjórum máumi hafi það síðasta nýverið komið inn á sitt borð, eftir að sviðstjóra hafi fyrirvaralaust verið sagt upp störfum á dögunum. Telur Lára að ekki hafi verið farið eftir reglum Eflingar við uppsögnina. Í yfirlýsingu Eflingar segir að félagið kannist hvorki við að sviðsstjóri hafi látið af störfum í tengslum við skipulagsbreytingar, sem kynntar voru starfsmönnum þann 30. ágúst síðastliðinn, né að starfsmanni hafi verið sagt upp fyrirvaralaust. Haft er eftir Viðari Þorsteinssyni, framkvæmdastjóra Eflingar, að ásakanirnar séu ekki nýjar af nálinni og með því að fara með málið í fjölmiðla sé verið að reyna að þvinga Eflinga til samninga. „Þessar ásakanir eru ekki nýjar af nálinni. Lára V. Júlíusdóttir og umbjóðendur hennar hafa ásakað Eflingu í fjölmiðlum, á fundum með forvígismönnum verkalýðshreyfingarinnar og með tölvupóstsendingum á hina og þessa aðila svo mánuðum skiptir. Með þessu er verið að reyna að þvinga Eflingu til að gera óeðlilega samninga sem eru langt umfram réttindi samkvæmt ráðningarsamningi og kjarasamningi. Eina tæka skýringin á því hvers vegna málin eru sí og æ rekin í fjölmiðlum er að lagalegan grunn skortir fyrir umræddum kröfum,“ er haft eftir Viðari.Yfirlýsing Eflingar í heild sinni„Vegna fréttaflutnings Stöðvar 2 og á Visir.is þann 20. september 2019 vill Efling – stéttarfélag koma eftirfarandi á framfæri:Öll réttindi starfsmanna Eflingar sem varin eru í ráðningarsamningum, kjarasamningum og lögum hafa verið virt í einu og öllu. Á það bæði við um fyrrum starfsmenn sem og núverandi starfsmenn í veikindaleyfi. Ásakanir um annað eru tilhæfulausar. Reglulegar endurekningar í fjölmiðlum breyta engu þar um.Erindum frá fyrrum stjórnendum Eflingar þar sem farið er fram á digra og framlengda starfslokasamninga hefur verið hafnað enda eiga þær sér ekki stoð. Efling telur samlíkingu þeirra mála við brotastarfsemi gegn láglaunafólki á vinnumarkaði bæði langsótta og ósmekklega.Um skipulagsbreytingar sem kynntar voru starfsfólki Eflingar þann 30. ágúst síðastliðinn má lesa í frétt á heimasíðu félagsins. Efling kannast hvorki við að sviðsstjóri hafi látið af störfum í tengslum við skipulagsbreytingar né að starfsmanni hafi verið sagt upp fyrirvaralaust. Efling lýsir furðu á að rangfærslur varðandi mál skrifstofu Eflingar eigi svo greiða leið inn í fréttaflutning Stöðvar 2.Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Eflingar sagði: „Þessar ásakanir eru ekki nýjar af nálinni. Lára V. Júlíusdóttir og umbjóðendur hennar hafa ásakað Eflingu í fjölmiðlum, á fundum með forvígismönnum verkalýðshreyfingarinnar og með tölvupóstsendingum á hina og þessa aðila svo mánuðum skiptir. Með þessu er verið að reyna að þvinga Eflingu til að gera óeðlilega samninga sem eru langt umfram réttindi samkvæmt ráðningarsamningi og kjarasamningi. Eina tæka skýringin á því hvers vegna málin eru sí og æ rekin í fjölmiðlum er að lagalegan grunn skortir fyrir umræddum kröfum.““ Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Fjögur mál í gangi gegn Eflingu vegna starfsmannamála Tveir fyrrverandi starfsmenn sem var sagt upp fyrirvaralaust hjá Eflingu hafa leitað til hæstaréttarlögmanns og telja að félagið hafi brotið á réttindum sínum. Þá hafa tveir starfsmenn í veikindaleyfi leitað til sama lögmanns með sömu kröfu. 20. september 2019 22:30 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Stéttarfélagið Efling segir að öll réttindi starfsmanna Eflingar sem varin eru í ráðningarsamningum, kjarasamningum og lögum hafi verið virt í einu og öllu, það eigi bæði við um fyrrum starfsmenn sem og núverandi starfsmenn í veikindaleyfi.Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem félagið hefur sent frá sér í tilefni af frétt sem birtist í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Þar var rætt við Láru V. Júlíusdóttur hæstaréttarlögmanns sem fer með mál tveggja fyrrverandi starfsmanna Eflingar og tveggja starfsmanna í veikindaleyfi sem telja Eflingu hafa brotið á réttindum þeirra.Í máli Láru kom fram að enn hafi ekki verið samið um starfslok við fjármálastjóra og bókara hjá Eflingu sem fóru í veikindaleyfi síðasta haust. Í viðtali við Stöð 2 á síðasta ári sögðust þær hafa hrökklast úr starfi vegna framkomu nýrrar forystu félagsins. Þær hafa leitað til Láru vegna málsins auk fyrrverandi skrifstofustjóra og sviðsstjóra hjá Eflingu sem voru reknir úr starfi.Lára V. Júlíusdóttir, lögmaður.Í yfirlýsingu Eflingar segir að ásakanir um að réttindi starfsmanna, núverandi sem og fyrrverandi, hafi ekki verið virt séu tilhæfulausar. Þá sé ástæðan fyrir því að ekki hafi verið samið um starfslok við fyrrverandi stjórnendur Eflingar einföld. „Erindum frá fyrrum stjórnendum Eflingar þar sem farið er fram á digra og framlengda starfslokasamninga hefur verið hafnað enda eiga þær sér ekki stoð,“ segir í yfirlýsingunni. Í máli Láru kom einnig fram að af þessum fjórum máumi hafi það síðasta nýverið komið inn á sitt borð, eftir að sviðstjóra hafi fyrirvaralaust verið sagt upp störfum á dögunum. Telur Lára að ekki hafi verið farið eftir reglum Eflingar við uppsögnina. Í yfirlýsingu Eflingar segir að félagið kannist hvorki við að sviðsstjóri hafi látið af störfum í tengslum við skipulagsbreytingar, sem kynntar voru starfsmönnum þann 30. ágúst síðastliðinn, né að starfsmanni hafi verið sagt upp fyrirvaralaust. Haft er eftir Viðari Þorsteinssyni, framkvæmdastjóra Eflingar, að ásakanirnar séu ekki nýjar af nálinni og með því að fara með málið í fjölmiðla sé verið að reyna að þvinga Eflinga til samninga. „Þessar ásakanir eru ekki nýjar af nálinni. Lára V. Júlíusdóttir og umbjóðendur hennar hafa ásakað Eflingu í fjölmiðlum, á fundum með forvígismönnum verkalýðshreyfingarinnar og með tölvupóstsendingum á hina og þessa aðila svo mánuðum skiptir. Með þessu er verið að reyna að þvinga Eflingu til að gera óeðlilega samninga sem eru langt umfram réttindi samkvæmt ráðningarsamningi og kjarasamningi. Eina tæka skýringin á því hvers vegna málin eru sí og æ rekin í fjölmiðlum er að lagalegan grunn skortir fyrir umræddum kröfum,“ er haft eftir Viðari.Yfirlýsing Eflingar í heild sinni„Vegna fréttaflutnings Stöðvar 2 og á Visir.is þann 20. september 2019 vill Efling – stéttarfélag koma eftirfarandi á framfæri:Öll réttindi starfsmanna Eflingar sem varin eru í ráðningarsamningum, kjarasamningum og lögum hafa verið virt í einu og öllu. Á það bæði við um fyrrum starfsmenn sem og núverandi starfsmenn í veikindaleyfi. Ásakanir um annað eru tilhæfulausar. Reglulegar endurekningar í fjölmiðlum breyta engu þar um.Erindum frá fyrrum stjórnendum Eflingar þar sem farið er fram á digra og framlengda starfslokasamninga hefur verið hafnað enda eiga þær sér ekki stoð. Efling telur samlíkingu þeirra mála við brotastarfsemi gegn láglaunafólki á vinnumarkaði bæði langsótta og ósmekklega.Um skipulagsbreytingar sem kynntar voru starfsfólki Eflingar þann 30. ágúst síðastliðinn má lesa í frétt á heimasíðu félagsins. Efling kannast hvorki við að sviðsstjóri hafi látið af störfum í tengslum við skipulagsbreytingar né að starfsmanni hafi verið sagt upp fyrirvaralaust. Efling lýsir furðu á að rangfærslur varðandi mál skrifstofu Eflingar eigi svo greiða leið inn í fréttaflutning Stöðvar 2.Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Eflingar sagði: „Þessar ásakanir eru ekki nýjar af nálinni. Lára V. Júlíusdóttir og umbjóðendur hennar hafa ásakað Eflingu í fjölmiðlum, á fundum með forvígismönnum verkalýðshreyfingarinnar og með tölvupóstsendingum á hina og þessa aðila svo mánuðum skiptir. Með þessu er verið að reyna að þvinga Eflingu til að gera óeðlilega samninga sem eru langt umfram réttindi samkvæmt ráðningarsamningi og kjarasamningi. Eina tæka skýringin á því hvers vegna málin eru sí og æ rekin í fjölmiðlum er að lagalegan grunn skortir fyrir umræddum kröfum.““
Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Fjögur mál í gangi gegn Eflingu vegna starfsmannamála Tveir fyrrverandi starfsmenn sem var sagt upp fyrirvaralaust hjá Eflingu hafa leitað til hæstaréttarlögmanns og telja að félagið hafi brotið á réttindum sínum. Þá hafa tveir starfsmenn í veikindaleyfi leitað til sama lögmanns með sömu kröfu. 20. september 2019 22:30 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Fjögur mál í gangi gegn Eflingu vegna starfsmannamála Tveir fyrrverandi starfsmenn sem var sagt upp fyrirvaralaust hjá Eflingu hafa leitað til hæstaréttarlögmanns og telja að félagið hafi brotið á réttindum sínum. Þá hafa tveir starfsmenn í veikindaleyfi leitað til sama lögmanns með sömu kröfu. 20. september 2019 22:30