Efling vísar ásökunum á bug Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. september 2019 11:15 Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar. Vísir/Vilhelm Stéttarfélagið Efling segir að öll réttindi starfsmanna Eflingar sem varin eru í ráðningarsamningum, kjarasamningum og lögum hafi verið virt í einu og öllu, það eigi bæði við um fyrrum starfsmenn sem og núverandi starfsmenn í veikindaleyfi.Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem félagið hefur sent frá sér í tilefni af frétt sem birtist í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Þar var rætt við Láru V. Júlíusdóttur hæstaréttarlögmanns sem fer með mál tveggja fyrrverandi starfsmanna Eflingar og tveggja starfsmanna í veikindaleyfi sem telja Eflingu hafa brotið á réttindum þeirra.Í máli Láru kom fram að enn hafi ekki verið samið um starfslok við fjármálastjóra og bókara hjá Eflingu sem fóru í veikindaleyfi síðasta haust. Í viðtali við Stöð 2 á síðasta ári sögðust þær hafa hrökklast úr starfi vegna framkomu nýrrar forystu félagsins. Þær hafa leitað til Láru vegna málsins auk fyrrverandi skrifstofustjóra og sviðsstjóra hjá Eflingu sem voru reknir úr starfi.Lára V. Júlíusdóttir, lögmaður.Í yfirlýsingu Eflingar segir að ásakanir um að réttindi starfsmanna, núverandi sem og fyrrverandi, hafi ekki verið virt séu tilhæfulausar. Þá sé ástæðan fyrir því að ekki hafi verið samið um starfslok við fyrrverandi stjórnendur Eflingar einföld. „Erindum frá fyrrum stjórnendum Eflingar þar sem farið er fram á digra og framlengda starfslokasamninga hefur verið hafnað enda eiga þær sér ekki stoð,“ segir í yfirlýsingunni. Í máli Láru kom einnig fram að af þessum fjórum máumi hafi það síðasta nýverið komið inn á sitt borð, eftir að sviðstjóra hafi fyrirvaralaust verið sagt upp störfum á dögunum. Telur Lára að ekki hafi verið farið eftir reglum Eflingar við uppsögnina. Í yfirlýsingu Eflingar segir að félagið kannist hvorki við að sviðsstjóri hafi látið af störfum í tengslum við skipulagsbreytingar, sem kynntar voru starfsmönnum þann 30. ágúst síðastliðinn, né að starfsmanni hafi verið sagt upp fyrirvaralaust. Haft er eftir Viðari Þorsteinssyni, framkvæmdastjóra Eflingar, að ásakanirnar séu ekki nýjar af nálinni og með því að fara með málið í fjölmiðla sé verið að reyna að þvinga Eflinga til samninga. „Þessar ásakanir eru ekki nýjar af nálinni. Lára V. Júlíusdóttir og umbjóðendur hennar hafa ásakað Eflingu í fjölmiðlum, á fundum með forvígismönnum verkalýðshreyfingarinnar og með tölvupóstsendingum á hina og þessa aðila svo mánuðum skiptir. Með þessu er verið að reyna að þvinga Eflingu til að gera óeðlilega samninga sem eru langt umfram réttindi samkvæmt ráðningarsamningi og kjarasamningi. Eina tæka skýringin á því hvers vegna málin eru sí og æ rekin í fjölmiðlum er að lagalegan grunn skortir fyrir umræddum kröfum,“ er haft eftir Viðari.Yfirlýsing Eflingar í heild sinni„Vegna fréttaflutnings Stöðvar 2 og á Visir.is þann 20. september 2019 vill Efling – stéttarfélag koma eftirfarandi á framfæri:Öll réttindi starfsmanna Eflingar sem varin eru í ráðningarsamningum, kjarasamningum og lögum hafa verið virt í einu og öllu. Á það bæði við um fyrrum starfsmenn sem og núverandi starfsmenn í veikindaleyfi. Ásakanir um annað eru tilhæfulausar. Reglulegar endurekningar í fjölmiðlum breyta engu þar um.Erindum frá fyrrum stjórnendum Eflingar þar sem farið er fram á digra og framlengda starfslokasamninga hefur verið hafnað enda eiga þær sér ekki stoð. Efling telur samlíkingu þeirra mála við brotastarfsemi gegn láglaunafólki á vinnumarkaði bæði langsótta og ósmekklega.Um skipulagsbreytingar sem kynntar voru starfsfólki Eflingar þann 30. ágúst síðastliðinn má lesa í frétt á heimasíðu félagsins. Efling kannast hvorki við að sviðsstjóri hafi látið af störfum í tengslum við skipulagsbreytingar né að starfsmanni hafi verið sagt upp fyrirvaralaust. Efling lýsir furðu á að rangfærslur varðandi mál skrifstofu Eflingar eigi svo greiða leið inn í fréttaflutning Stöðvar 2.Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Eflingar sagði: „Þessar ásakanir eru ekki nýjar af nálinni. Lára V. Júlíusdóttir og umbjóðendur hennar hafa ásakað Eflingu í fjölmiðlum, á fundum með forvígismönnum verkalýðshreyfingarinnar og með tölvupóstsendingum á hina og þessa aðila svo mánuðum skiptir. Með þessu er verið að reyna að þvinga Eflingu til að gera óeðlilega samninga sem eru langt umfram réttindi samkvæmt ráðningarsamningi og kjarasamningi. Eina tæka skýringin á því hvers vegna málin eru sí og æ rekin í fjölmiðlum er að lagalegan grunn skortir fyrir umræddum kröfum.““ Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Fjögur mál í gangi gegn Eflingu vegna starfsmannamála Tveir fyrrverandi starfsmenn sem var sagt upp fyrirvaralaust hjá Eflingu hafa leitað til hæstaréttarlögmanns og telja að félagið hafi brotið á réttindum sínum. Þá hafa tveir starfsmenn í veikindaleyfi leitað til sama lögmanns með sömu kröfu. 20. september 2019 22:30 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómeters hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómeters hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Stéttarfélagið Efling segir að öll réttindi starfsmanna Eflingar sem varin eru í ráðningarsamningum, kjarasamningum og lögum hafi verið virt í einu og öllu, það eigi bæði við um fyrrum starfsmenn sem og núverandi starfsmenn í veikindaleyfi.Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem félagið hefur sent frá sér í tilefni af frétt sem birtist í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Þar var rætt við Láru V. Júlíusdóttur hæstaréttarlögmanns sem fer með mál tveggja fyrrverandi starfsmanna Eflingar og tveggja starfsmanna í veikindaleyfi sem telja Eflingu hafa brotið á réttindum þeirra.Í máli Láru kom fram að enn hafi ekki verið samið um starfslok við fjármálastjóra og bókara hjá Eflingu sem fóru í veikindaleyfi síðasta haust. Í viðtali við Stöð 2 á síðasta ári sögðust þær hafa hrökklast úr starfi vegna framkomu nýrrar forystu félagsins. Þær hafa leitað til Láru vegna málsins auk fyrrverandi skrifstofustjóra og sviðsstjóra hjá Eflingu sem voru reknir úr starfi.Lára V. Júlíusdóttir, lögmaður.Í yfirlýsingu Eflingar segir að ásakanir um að réttindi starfsmanna, núverandi sem og fyrrverandi, hafi ekki verið virt séu tilhæfulausar. Þá sé ástæðan fyrir því að ekki hafi verið samið um starfslok við fyrrverandi stjórnendur Eflingar einföld. „Erindum frá fyrrum stjórnendum Eflingar þar sem farið er fram á digra og framlengda starfslokasamninga hefur verið hafnað enda eiga þær sér ekki stoð,“ segir í yfirlýsingunni. Í máli Láru kom einnig fram að af þessum fjórum máumi hafi það síðasta nýverið komið inn á sitt borð, eftir að sviðstjóra hafi fyrirvaralaust verið sagt upp störfum á dögunum. Telur Lára að ekki hafi verið farið eftir reglum Eflingar við uppsögnina. Í yfirlýsingu Eflingar segir að félagið kannist hvorki við að sviðsstjóri hafi látið af störfum í tengslum við skipulagsbreytingar, sem kynntar voru starfsmönnum þann 30. ágúst síðastliðinn, né að starfsmanni hafi verið sagt upp fyrirvaralaust. Haft er eftir Viðari Þorsteinssyni, framkvæmdastjóra Eflingar, að ásakanirnar séu ekki nýjar af nálinni og með því að fara með málið í fjölmiðla sé verið að reyna að þvinga Eflinga til samninga. „Þessar ásakanir eru ekki nýjar af nálinni. Lára V. Júlíusdóttir og umbjóðendur hennar hafa ásakað Eflingu í fjölmiðlum, á fundum með forvígismönnum verkalýðshreyfingarinnar og með tölvupóstsendingum á hina og þessa aðila svo mánuðum skiptir. Með þessu er verið að reyna að þvinga Eflingu til að gera óeðlilega samninga sem eru langt umfram réttindi samkvæmt ráðningarsamningi og kjarasamningi. Eina tæka skýringin á því hvers vegna málin eru sí og æ rekin í fjölmiðlum er að lagalegan grunn skortir fyrir umræddum kröfum,“ er haft eftir Viðari.Yfirlýsing Eflingar í heild sinni„Vegna fréttaflutnings Stöðvar 2 og á Visir.is þann 20. september 2019 vill Efling – stéttarfélag koma eftirfarandi á framfæri:Öll réttindi starfsmanna Eflingar sem varin eru í ráðningarsamningum, kjarasamningum og lögum hafa verið virt í einu og öllu. Á það bæði við um fyrrum starfsmenn sem og núverandi starfsmenn í veikindaleyfi. Ásakanir um annað eru tilhæfulausar. Reglulegar endurekningar í fjölmiðlum breyta engu þar um.Erindum frá fyrrum stjórnendum Eflingar þar sem farið er fram á digra og framlengda starfslokasamninga hefur verið hafnað enda eiga þær sér ekki stoð. Efling telur samlíkingu þeirra mála við brotastarfsemi gegn láglaunafólki á vinnumarkaði bæði langsótta og ósmekklega.Um skipulagsbreytingar sem kynntar voru starfsfólki Eflingar þann 30. ágúst síðastliðinn má lesa í frétt á heimasíðu félagsins. Efling kannast hvorki við að sviðsstjóri hafi látið af störfum í tengslum við skipulagsbreytingar né að starfsmanni hafi verið sagt upp fyrirvaralaust. Efling lýsir furðu á að rangfærslur varðandi mál skrifstofu Eflingar eigi svo greiða leið inn í fréttaflutning Stöðvar 2.Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Eflingar sagði: „Þessar ásakanir eru ekki nýjar af nálinni. Lára V. Júlíusdóttir og umbjóðendur hennar hafa ásakað Eflingu í fjölmiðlum, á fundum með forvígismönnum verkalýðshreyfingarinnar og með tölvupóstsendingum á hina og þessa aðila svo mánuðum skiptir. Með þessu er verið að reyna að þvinga Eflingu til að gera óeðlilega samninga sem eru langt umfram réttindi samkvæmt ráðningarsamningi og kjarasamningi. Eina tæka skýringin á því hvers vegna málin eru sí og æ rekin í fjölmiðlum er að lagalegan grunn skortir fyrir umræddum kröfum.““
Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Fjögur mál í gangi gegn Eflingu vegna starfsmannamála Tveir fyrrverandi starfsmenn sem var sagt upp fyrirvaralaust hjá Eflingu hafa leitað til hæstaréttarlögmanns og telja að félagið hafi brotið á réttindum sínum. Þá hafa tveir starfsmenn í veikindaleyfi leitað til sama lögmanns með sömu kröfu. 20. september 2019 22:30 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómeters hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómeters hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Fjögur mál í gangi gegn Eflingu vegna starfsmannamála Tveir fyrrverandi starfsmenn sem var sagt upp fyrirvaralaust hjá Eflingu hafa leitað til hæstaréttarlögmanns og telja að félagið hafi brotið á réttindum sínum. Þá hafa tveir starfsmenn í veikindaleyfi leitað til sama lögmanns með sömu kröfu. 20. september 2019 22:30
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent