Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - Valur 2-2 | Grindvíkingar fallnir Smári Jökull Jónsson skrifar 22. september 2019 17:15 vísir/bára Grindvíkingar leika í Inkasso-deildinni á næsta ári. Þetta varð ljóst eftir jafntefli þeirra gegn Val í Pepsi-Max deildinni í dag en Grindvíkingar þurftu sigur til að halda vonum sínum á lífi um sæti í efstu deild á næsta ári. Leikurinn í dag var fjörugur en aðstæður afar erfiðar og erfitt að spila almennilegan fótbolta. Bæði lið gerðu þó það sem þau gátu. Grindvíkingar fengu líklegast fleiri færi en í síðustu 7-8 leikjum samanlagt og voru grátlega nálægt því að skora sigurmark undir lokin. Leikurinn var fremur jafn framan og Valsmenn komust yfir með ótrúlegu marki Hauks Páls Sigurðssonar sem skoraði með skalla fyrir utan teig eftir skelfileg mistök Vladan Djogatovic í marki Grindavíkur. Eftir markið tóku heimamenn yfirhöndina og fengu færi til að jafna. Þeir hefðu líklegast átt að fá vítaspyrnu þegar boltinn fór í hönd Valsmanns inni í teignum og þeir náðu að jafna á 40.mínútu eftir mistök í vörn Valsara. Í síðari hálfleik voru heimamenn einnig sterkari. Þeir komust yfir á 74.mínútu með góðu marki Arons Jóhannssonar en Sigurður Egill Lárusson jafnaði metin úr aukaspyrnu sem fór framhjá varnarvegg Grindavíkur og í markið. Grindvíkingar gerðu allt sem þeir gátu undir lokin til að jafna. Orrahríðin var mikil að marki Valsara, boltinn fór í stöng og þverslá Valsmarksins auk þess sem Hannes Þór Halldórsson í markinu gerði vel í nokkur skipti. Markið kom hins vegar ekki og 2-2 jafntefli niðurstaðan.Af hverju varð jafntefli?Miðað við atganginn síðustu fimm mínúturnar er eiginlega ótrúlegt að Grindvíkingar hafi ekki jafnað. Þeir fengu fjölmörg færi, skölluðu í stöng úr dauðafæri og Hannes Þór varði stórkostlega þegar Marino Axel Helgason skaut að marki. Grindvíkingar voru einnig sjálfum sér verstir. Vladan Djogatovic gerði sjaldséð mistök í markinu þegar Valsmenn komust yfir og jöfnunarmark Hlíðarendapilta leit út fyrir að vera fremur ódýrt þó skotið frá Sigurði Agli hafi verið ágætt.Þessir stóðu upp úr:Sigurður Bjartur Hallsson var duglegur og aðgangsharður í framlínu Grindvíkinga. Aron Jóhannsson spilaði sinn besta leik í ansi langan tíma og það var því sérstakt að þeir hafi báðir verið teknir af velli undir lokin. Josip Zeba átti einnig ágætan leik hjá heimamönnum. Hjá Val var Sigurður Egill nokkuð ógnandi en flestir leikmenn liðsins geta betur en þeir gerðu í dag en kannski ósanngjarnt að dæma þá út frá þessum leik miðað við aðstæðurnar sem voru á Mustad-vellinum.Hvað gekk illa?Grindvíkingum gekk einfaldlega illa að koma boltanum yfir marklínuna. Þeir fengu heldur betur færin og voru óheppnir tryggja sér ekki sigurinn. Að öðru leyti er erfitt að segja að leikmenn hafi gert mjög illa. Aðstæður voru einfaldlega þannig að fallegur fótbolti var ekki í boði og þeirra vegna voru einstaklingsmistök tíð.Hvað gerist næst?Grindavík fer í Krikann og mætir FH í næstu umferð. Þeir eru í 11.sæti deildarinnar og verða þar áfram sama hvernig sá leikur fer. Valsmenn taka á móti HK á Hlíðarenda. Þeir fara uppfyrir HK-inga með sigri og geta híft sig aðeins upp í töflunni. Tufa: Kröfurnar í Pepsi Max-deildinni eru meiri en þettaSrdjan Tufegdzic.vísir/daníelSrdjan Tufegdzig þjálfari Grindvíkinga var þungur á brún í leikslok enda hans menn fallnir í Inkasso-deildina. „Við reyndum allt og þannig var uppleggið, að reyna að vinna leikinn þannig að eiga möguleika í síðasta leiknum. Því miður tókst það ekki og það er svekkjandi,“ sagði Tufa í samtali við Vísi eftir leikinn í dag. „Í enn eitt skiptið er jafntefli niðurstaðan og núna í leik þar sem við vorum betri allan tímann. Á móti vindi, með vindi, skutum í slá og stöng og nokkrum sinnum bjarga þeir á línu. Þeir fá tvær aukaspyrnur úti á velli og við teiginn og skora tvö mörk. Í raun og veru úr þremur skotum að okkar marki.“ „Það er erfitt að segja eitthvað núna, jafnvel þó þetta sé búið að liggja í loftinu að við séum nánast fallnir. Ég er alltof mikill sigurvegari til að takast á við svona aungablik en svona er þetta.“ Grindvíkingar voru ósáttir með aukaspyrnuna sem var dæmd þegar Sigurður Egill Lárusson skoraði jöfnunarmark Valsara. „Við vorum ósáttir með aukaspyrnuna, ósáttir með að fá ekki víti í fyrri hálfleik og líka með aukaspyrnuna fyrir markið í fyrri hálfleik. Það er samt ekki hægt að tala um þessi atvik núna þegar 21 umferð er búin. Það er kannski eitthvað annað sem við höfum ekki gert nógu vel.“ „Þetta er bara staðreynd núna að við erum fallnir og eina sem skiptir máli er hvernig við sem klúbbur ætlum að stíga upp. Tufa viðurkenndi að hann hefði viljað styrkja liðið meira í sumar. „Hver vill ekki vera með stærri hóp og geta styrkt liðið, sérstaklega þegar öll liðin í kringum okkur voru að bæta við leikmönnum. Ég er búinn að ítreka það að stjórn, leikmenn og þjálfarar eru búnir að gefa allt sem við gátum. Ég er alveg stoltur af mínum hóp og því sem við höfum gert. En kröfurnar í Pepsi Max-deildinni eru meiri og þetta var ekki nóg.“ Tufa sagði að samningur hans væri uppsegjanlegur af beggja hálfu eftir tímabilið og sagði að nú myndu menn setjast niður og ræða málin. „Aðalmálið er að Grindavík sem klúbbur stigi upp og reyni að komast aftur í deild þeirra bestu, það skiptir ekki máli hver þjálfarinn er. Maður vill vera áfram í sínu starfi sem maður elskar og gefur sál og hjarta í. Ég er þannig gerður og það verður þannig, þó svo að þetta ár hafi verið erfitt fyrir mig,“ sagði Tufa að lokum. Ólafur: Það kemur í ljósÓlafur Jóhannesson er þjálfari Vals.vísir/bára„Þetta voru erfiðar aðstæður, mikill vindur og rigning með á tímabili. Þá snýst þetta meira um hvað menn vilja, eru duglegir og hlaupa mikið. Maður hefur litla stjórn á boltanum,“ sagði Ólafur Jóhannesson þjálfari Vals eftir jafnteflið í Grindavík í dag. „Mér fannst bæði lið spila fínan leik miðað við aðstæður. Auðvitað viljum við vinna eins og þeir, ég held að jafntefli hafi verið sanngjarnt,“ bætti Ólafur við en hans menn voru þó heppnir í lok leiks í dag þegar Grindavík gerði mikla orrahríð að marki Vals. „Það lá svolítið á okkur eftir nokkrar hornspyrnur og það er eins og gengur gerist. Stundum fellur þetta með mönnum og stundum ekki.“ Síðasti leikur Valsara skiptir litlu máli fyrir þá hvað varðar stöðuna í deildina þar sem þeir sigla fremur lygnan sjó. „Það er einn leikur af tuttugu og tveimur. Við förum og undirbúum okkur fyrir hann eins og alvöru menn og förum í þann leik til þess að vinna.“ Ólafur hefur verið mikið spurður út í framtíð sína hjá Valsmönnum og lítið verið um svör annað en að málin verði rædd eftir tímabilið. „Það verður rætt eftir tímabil.“ Ertu ósáttur með að vera ekki búinn að fá svör frá Valsmönnum varðandi framhaldið? „Nei nei, ég er búinn að fá svör og það verður eftir tímabil.“ Hefur þú áhuga á að halda áfram sem þjálfari? „Það kemur í ljós,“ sagði Ólafur ákveðinn að lokum. Gunnar: Hluti af stærri niðursveiflu hjá félaginuGunnar Þorsteinsson var þungur á brún í leikslok í dag.vísir/báraGunnari Þorsteinssyni var augljóslega mikið niðri fyrir þegar blaðamaður Vísis hitti hann að máli eftir jafnteflið gegn Val í Pepsi-Max deildinni í dag. Jafnteflið þýðir að Grindvíkingar eru fallnir. „Því miður þá var tímabilið í hnotskurn hér í einum leik. Við gjörsamlega gáfum allt sem við gátum og erum búnir að gera í allt sumar. Fyrir utan einhverja tvo sem fóru í glugganum þá höfum við allir verið að róa í sömu ótt og gera okkar besta,“ sagði fyrirliði Grindavíkur eftir leikinn í dag. „Það þarf einhver að vera í þessari stöðu og mér finnst ótrúlega sorglegt að það þurfum að vera við. Þetta var stöngin út, Zeba skallar í stöngina og boltinn fer á bakvið Hannes. Hannes á svo algjöra landsliðsklassavörslu í restina," bætti Gunnar við en hélt svo áfram að ræða um framhald félagsins og hann er á því að margt þurfi að laga. „Þetta er hluti af stærri niðursveiflu hjá félaginu. Kvennaliðið er búið að falla um tvær deildir á tveimur árum og við núna að falla. Reksturinn hjá félaginu er mjög erfiður og til að bæta gráu ofan á svart finnst mér ekki nógu vel haldið á spilunum varðandi yngri flokkana, því miður.“ „Við erum ekki að framleiða nóg og knattspyrnudeild Grindavíkur er í mikilli lægð. Þetta hefur verið meiri körfuboltabær en það hafa alltaf verið sterkir einstaklingar sem hafa stýrt skútunni rekstrarlega séð. Þetta virðist vera mjög eriftt núna eftir að okkar aðalstyrktaraðili til 30-40 ára sleit samstarfinu við okkur,“ bætti Gunnar við. „Þá þarf að framleiða fleiri leikmenn og það er erfitt að gera það þegar þú ert með svona fámennt bæjarfélag.“ Gunnar hélt áfram og ræddi einnig stöðu knattspyrnunnar á landsbyggðinni. „Ég veit ekki hvort það er tilviljun að núna eru tvö félög af landsbyggðinni að falla og tvö lið af höfuðborgarsvæðinu að koma upp. Á næsta ári verða tvö lið af landsbyggðinni í efstu deild. Annars vegar KA sem er með allt Norðurlandið á bakvið sig og stóran iðkendafjölda fyrir utan að hafa úr miklum fjármunum að spila.“ „Hjá ÍA er frábærlega haldið á málum og þeir framleiða mikið af leikmönnum sem þeir selja og þess vegna eiga þeir peninga. Við erum ekki í þessari stöðu núna og það er ótrúlega sorglegt. Ég vona að félagið í heild sinni fari í naflaskoðun og skoði hvað málið sé. Það er ekki tilviljun að við erum að falla, við vorum einfaldlega ekki nógu góðir.“ „Það hyllir vonandi í betri tíð, það var verið að ráða mjög flottan mann sem yfirþjálfara yngri flokka þannig að ég hef vonir um að hægt sé að snúa skútunni við. Ég er þá ekki að hugsa um 1-2 ár heldur lengri tíma, 5-10 ár.“ Finnst Gunnari vanta betra bakland í bænum í heild sinni? „Ég er of mikið peð til að geta beitt mér í þessu, þetta er alltaf mikil pólítík. Það er mjög dýrt að reka fótboltalið. Þetta er ekki eins og karfan, þar sem er haldið ótrúlega vel utan um hlutina og allt upp á tíu rekstrarlega séð, enda er veltan miklu minni. Þú ert kannski með 1/3 af leikmönnum á launaskrá miðað við fótboltann.“ „Það er auðveldara að vera með gott lið þar fyrir utan að það er rosalega sterkt hefð fyrir því að búa til leikmenn. Það er erfitt að búa til góða leikmenn og menn þurfa að vera tilbúnir að leggja mikið á sig. Ég verð eiginlega að skora á unga leikmenn í Grindavík að leggja meira á sig til að virklega vera tilbúnir að brjótast inn í aðalliðið.“ Pepsi Max-deild karla
Grindvíkingar leika í Inkasso-deildinni á næsta ári. Þetta varð ljóst eftir jafntefli þeirra gegn Val í Pepsi-Max deildinni í dag en Grindvíkingar þurftu sigur til að halda vonum sínum á lífi um sæti í efstu deild á næsta ári. Leikurinn í dag var fjörugur en aðstæður afar erfiðar og erfitt að spila almennilegan fótbolta. Bæði lið gerðu þó það sem þau gátu. Grindvíkingar fengu líklegast fleiri færi en í síðustu 7-8 leikjum samanlagt og voru grátlega nálægt því að skora sigurmark undir lokin. Leikurinn var fremur jafn framan og Valsmenn komust yfir með ótrúlegu marki Hauks Páls Sigurðssonar sem skoraði með skalla fyrir utan teig eftir skelfileg mistök Vladan Djogatovic í marki Grindavíkur. Eftir markið tóku heimamenn yfirhöndina og fengu færi til að jafna. Þeir hefðu líklegast átt að fá vítaspyrnu þegar boltinn fór í hönd Valsmanns inni í teignum og þeir náðu að jafna á 40.mínútu eftir mistök í vörn Valsara. Í síðari hálfleik voru heimamenn einnig sterkari. Þeir komust yfir á 74.mínútu með góðu marki Arons Jóhannssonar en Sigurður Egill Lárusson jafnaði metin úr aukaspyrnu sem fór framhjá varnarvegg Grindavíkur og í markið. Grindvíkingar gerðu allt sem þeir gátu undir lokin til að jafna. Orrahríðin var mikil að marki Valsara, boltinn fór í stöng og þverslá Valsmarksins auk þess sem Hannes Þór Halldórsson í markinu gerði vel í nokkur skipti. Markið kom hins vegar ekki og 2-2 jafntefli niðurstaðan.Af hverju varð jafntefli?Miðað við atganginn síðustu fimm mínúturnar er eiginlega ótrúlegt að Grindvíkingar hafi ekki jafnað. Þeir fengu fjölmörg færi, skölluðu í stöng úr dauðafæri og Hannes Þór varði stórkostlega þegar Marino Axel Helgason skaut að marki. Grindvíkingar voru einnig sjálfum sér verstir. Vladan Djogatovic gerði sjaldséð mistök í markinu þegar Valsmenn komust yfir og jöfnunarmark Hlíðarendapilta leit út fyrir að vera fremur ódýrt þó skotið frá Sigurði Agli hafi verið ágætt.Þessir stóðu upp úr:Sigurður Bjartur Hallsson var duglegur og aðgangsharður í framlínu Grindvíkinga. Aron Jóhannsson spilaði sinn besta leik í ansi langan tíma og það var því sérstakt að þeir hafi báðir verið teknir af velli undir lokin. Josip Zeba átti einnig ágætan leik hjá heimamönnum. Hjá Val var Sigurður Egill nokkuð ógnandi en flestir leikmenn liðsins geta betur en þeir gerðu í dag en kannski ósanngjarnt að dæma þá út frá þessum leik miðað við aðstæðurnar sem voru á Mustad-vellinum.Hvað gekk illa?Grindvíkingum gekk einfaldlega illa að koma boltanum yfir marklínuna. Þeir fengu heldur betur færin og voru óheppnir tryggja sér ekki sigurinn. Að öðru leyti er erfitt að segja að leikmenn hafi gert mjög illa. Aðstæður voru einfaldlega þannig að fallegur fótbolti var ekki í boði og þeirra vegna voru einstaklingsmistök tíð.Hvað gerist næst?Grindavík fer í Krikann og mætir FH í næstu umferð. Þeir eru í 11.sæti deildarinnar og verða þar áfram sama hvernig sá leikur fer. Valsmenn taka á móti HK á Hlíðarenda. Þeir fara uppfyrir HK-inga með sigri og geta híft sig aðeins upp í töflunni. Tufa: Kröfurnar í Pepsi Max-deildinni eru meiri en þettaSrdjan Tufegdzic.vísir/daníelSrdjan Tufegdzig þjálfari Grindvíkinga var þungur á brún í leikslok enda hans menn fallnir í Inkasso-deildina. „Við reyndum allt og þannig var uppleggið, að reyna að vinna leikinn þannig að eiga möguleika í síðasta leiknum. Því miður tókst það ekki og það er svekkjandi,“ sagði Tufa í samtali við Vísi eftir leikinn í dag. „Í enn eitt skiptið er jafntefli niðurstaðan og núna í leik þar sem við vorum betri allan tímann. Á móti vindi, með vindi, skutum í slá og stöng og nokkrum sinnum bjarga þeir á línu. Þeir fá tvær aukaspyrnur úti á velli og við teiginn og skora tvö mörk. Í raun og veru úr þremur skotum að okkar marki.“ „Það er erfitt að segja eitthvað núna, jafnvel þó þetta sé búið að liggja í loftinu að við séum nánast fallnir. Ég er alltof mikill sigurvegari til að takast á við svona aungablik en svona er þetta.“ Grindvíkingar voru ósáttir með aukaspyrnuna sem var dæmd þegar Sigurður Egill Lárusson skoraði jöfnunarmark Valsara. „Við vorum ósáttir með aukaspyrnuna, ósáttir með að fá ekki víti í fyrri hálfleik og líka með aukaspyrnuna fyrir markið í fyrri hálfleik. Það er samt ekki hægt að tala um þessi atvik núna þegar 21 umferð er búin. Það er kannski eitthvað annað sem við höfum ekki gert nógu vel.“ „Þetta er bara staðreynd núna að við erum fallnir og eina sem skiptir máli er hvernig við sem klúbbur ætlum að stíga upp. Tufa viðurkenndi að hann hefði viljað styrkja liðið meira í sumar. „Hver vill ekki vera með stærri hóp og geta styrkt liðið, sérstaklega þegar öll liðin í kringum okkur voru að bæta við leikmönnum. Ég er búinn að ítreka það að stjórn, leikmenn og þjálfarar eru búnir að gefa allt sem við gátum. Ég er alveg stoltur af mínum hóp og því sem við höfum gert. En kröfurnar í Pepsi Max-deildinni eru meiri og þetta var ekki nóg.“ Tufa sagði að samningur hans væri uppsegjanlegur af beggja hálfu eftir tímabilið og sagði að nú myndu menn setjast niður og ræða málin. „Aðalmálið er að Grindavík sem klúbbur stigi upp og reyni að komast aftur í deild þeirra bestu, það skiptir ekki máli hver þjálfarinn er. Maður vill vera áfram í sínu starfi sem maður elskar og gefur sál og hjarta í. Ég er þannig gerður og það verður þannig, þó svo að þetta ár hafi verið erfitt fyrir mig,“ sagði Tufa að lokum. Ólafur: Það kemur í ljósÓlafur Jóhannesson er þjálfari Vals.vísir/bára„Þetta voru erfiðar aðstæður, mikill vindur og rigning með á tímabili. Þá snýst þetta meira um hvað menn vilja, eru duglegir og hlaupa mikið. Maður hefur litla stjórn á boltanum,“ sagði Ólafur Jóhannesson þjálfari Vals eftir jafnteflið í Grindavík í dag. „Mér fannst bæði lið spila fínan leik miðað við aðstæður. Auðvitað viljum við vinna eins og þeir, ég held að jafntefli hafi verið sanngjarnt,“ bætti Ólafur við en hans menn voru þó heppnir í lok leiks í dag þegar Grindavík gerði mikla orrahríð að marki Vals. „Það lá svolítið á okkur eftir nokkrar hornspyrnur og það er eins og gengur gerist. Stundum fellur þetta með mönnum og stundum ekki.“ Síðasti leikur Valsara skiptir litlu máli fyrir þá hvað varðar stöðuna í deildina þar sem þeir sigla fremur lygnan sjó. „Það er einn leikur af tuttugu og tveimur. Við förum og undirbúum okkur fyrir hann eins og alvöru menn og förum í þann leik til þess að vinna.“ Ólafur hefur verið mikið spurður út í framtíð sína hjá Valsmönnum og lítið verið um svör annað en að málin verði rædd eftir tímabilið. „Það verður rætt eftir tímabil.“ Ertu ósáttur með að vera ekki búinn að fá svör frá Valsmönnum varðandi framhaldið? „Nei nei, ég er búinn að fá svör og það verður eftir tímabil.“ Hefur þú áhuga á að halda áfram sem þjálfari? „Það kemur í ljós,“ sagði Ólafur ákveðinn að lokum. Gunnar: Hluti af stærri niðursveiflu hjá félaginuGunnar Þorsteinsson var þungur á brún í leikslok í dag.vísir/báraGunnari Þorsteinssyni var augljóslega mikið niðri fyrir þegar blaðamaður Vísis hitti hann að máli eftir jafnteflið gegn Val í Pepsi-Max deildinni í dag. Jafnteflið þýðir að Grindvíkingar eru fallnir. „Því miður þá var tímabilið í hnotskurn hér í einum leik. Við gjörsamlega gáfum allt sem við gátum og erum búnir að gera í allt sumar. Fyrir utan einhverja tvo sem fóru í glugganum þá höfum við allir verið að róa í sömu ótt og gera okkar besta,“ sagði fyrirliði Grindavíkur eftir leikinn í dag. „Það þarf einhver að vera í þessari stöðu og mér finnst ótrúlega sorglegt að það þurfum að vera við. Þetta var stöngin út, Zeba skallar í stöngina og boltinn fer á bakvið Hannes. Hannes á svo algjöra landsliðsklassavörslu í restina," bætti Gunnar við en hélt svo áfram að ræða um framhald félagsins og hann er á því að margt þurfi að laga. „Þetta er hluti af stærri niðursveiflu hjá félaginu. Kvennaliðið er búið að falla um tvær deildir á tveimur árum og við núna að falla. Reksturinn hjá félaginu er mjög erfiður og til að bæta gráu ofan á svart finnst mér ekki nógu vel haldið á spilunum varðandi yngri flokkana, því miður.“ „Við erum ekki að framleiða nóg og knattspyrnudeild Grindavíkur er í mikilli lægð. Þetta hefur verið meiri körfuboltabær en það hafa alltaf verið sterkir einstaklingar sem hafa stýrt skútunni rekstrarlega séð. Þetta virðist vera mjög eriftt núna eftir að okkar aðalstyrktaraðili til 30-40 ára sleit samstarfinu við okkur,“ bætti Gunnar við. „Þá þarf að framleiða fleiri leikmenn og það er erfitt að gera það þegar þú ert með svona fámennt bæjarfélag.“ Gunnar hélt áfram og ræddi einnig stöðu knattspyrnunnar á landsbyggðinni. „Ég veit ekki hvort það er tilviljun að núna eru tvö félög af landsbyggðinni að falla og tvö lið af höfuðborgarsvæðinu að koma upp. Á næsta ári verða tvö lið af landsbyggðinni í efstu deild. Annars vegar KA sem er með allt Norðurlandið á bakvið sig og stóran iðkendafjölda fyrir utan að hafa úr miklum fjármunum að spila.“ „Hjá ÍA er frábærlega haldið á málum og þeir framleiða mikið af leikmönnum sem þeir selja og þess vegna eiga þeir peninga. Við erum ekki í þessari stöðu núna og það er ótrúlega sorglegt. Ég vona að félagið í heild sinni fari í naflaskoðun og skoði hvað málið sé. Það er ekki tilviljun að við erum að falla, við vorum einfaldlega ekki nógu góðir.“ „Það hyllir vonandi í betri tíð, það var verið að ráða mjög flottan mann sem yfirþjálfara yngri flokka þannig að ég hef vonir um að hægt sé að snúa skútunni við. Ég er þá ekki að hugsa um 1-2 ár heldur lengri tíma, 5-10 ár.“ Finnst Gunnari vanta betra bakland í bænum í heild sinni? „Ég er of mikið peð til að geta beitt mér í þessu, þetta er alltaf mikil pólítík. Það er mjög dýrt að reka fótboltalið. Þetta er ekki eins og karfan, þar sem er haldið ótrúlega vel utan um hlutina og allt upp á tíu rekstrarlega séð, enda er veltan miklu minni. Þú ert kannski með 1/3 af leikmönnum á launaskrá miðað við fótboltann.“ „Það er auðveldara að vera með gott lið þar fyrir utan að það er rosalega sterkt hefð fyrir því að búa til leikmenn. Það er erfitt að búa til góða leikmenn og menn þurfa að vera tilbúnir að leggja mikið á sig. Ég verð eiginlega að skora á unga leikmenn í Grindavík að leggja meira á sig til að virklega vera tilbúnir að brjótast inn í aðalliðið.“
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti