Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - KA 2-3 | KA sigur í frábærum fótboltaleik Árni Jóhannsson skrifar 22. september 2019 17:00 vísir/bára Bæði Víkingur og KA vissu það að fyrir þessa umferð var enn stærfræðilegur möguleiki á að liðið sem tapaði hér í dag gæti fallið úr Pepsi Max deildinni. Það var þó ekki að sjá á leik liðanna þegar hann var flautaður á. Bæði lið mættu með sjálfstraust og í stað þess að verja stigið var reynt að sækja sigurinn. Þau voru kannski ekki ýkja mörg færin í fyrri hálfleik en á köflum spiluðu liðin frábæran fótbolta og eitt mark af dýrari gerðinni. Hallgrímur Mar kom gestunum yfir á 33. mínútu með stórkostlegur marki og leiddu gestirnir þegar gengið var til búningsklefa. Seinni hálfleikur var ekki nema sjö mínútna gamall þegar KA menn prjónuðu sig upp hægri vænginn og sendi Ásgeir Sigurgeirsson boltann fyrir markið á kollega sinn í sókninni, Elfar Árna Aðalsteinsson, sem þakkaði pent fyrir sig og þrýsti boltanum yfir línuna. Staðan þar með 0-2 en Víkingur lagði ekki árar í bát. Á 58. mínútu komst Kwame Quee einu sinni sem oftar upp að endamörkum og sendi hann fyrir en í þetta skiptið var Guðmundur Andir Tryggvason mættur til að hamra boltann í netið. Maður hefði haldið að þarna myndu heimamenn ganga á lagið og fá eitthvað út úr leiknum en vegna hrikalegra mistaka markvarðar þeirra var svo ekki og KA komst í 1-3 með marki frá Hallgrími Mar. Víkingur hélt samt áfram en fyrir þeim var oft á tíðum maður leiksins hann Aron Dagur Birnuson sem átti stórleik í markinu. Hann kom þó engum vörnum við þegar Kwame Quee skoraði með hælnum á 91. mínútu. 2-3 varð lokaniðurstaðan en bæði lið eru hólpin eftir jafntefli Grindavíkur suður með sjó.Afhverju vann KA?Þeir voru með Aron Dag í rammanum sem varði eins og berserkur. Víkingur fékk færin til að fá eitthvað út úr þessum leik en Aron sá við þeim flestum. Á hinum enda vallarins nýttu KA menn sínar sóknir og geta sáttir haldið norður.Hvað gekk illa?Eins góður og Aron Dagur var í marki KA þá átti Þórður Ingason í brasi. Hann fór í tvö glæfraleg úthlaup í fyrri hálfleik þar sem heppni var að heimamenn fengu ekki á sig mark og svo missti hann boltann inn í þriðja marki KA þegar hann átti með réttu að halda honum fyrir utan línuna.Bestir á vellinum?Eins og áður segir átti Aron Dagur stórleik en Elfar Árni Aðalsteinsson og Hallgrímur Mar voru einnig góðir í sínum aðgerðum. Hjá Víking var Guðmundur Andri Tryggvason sprækur á löngum köflum ásamt Kwame Quee.Hvað næst?Seinasta umferðin verður leikin eftir sex daga og fara Víkingur í ferðalag upp á Skaga og geta pressulausir spilað sinn skemmtilega fótbolta. KA fær Fylki í heimsókn og geta einnig spilað pressulausir og reynt að auka stigasöfnun sína um þrjú stig. Óli Stefán: Bara gríðarlega stoltur og ánægður með strákanaÞjálfari KA var ánægður með sigur sinna manna í Víkinni í dag en var síður ánægður með umfjöllun Pepsi Max markanna eftir seinustu umferð. Hann tilkynnti blaðamanni að svör hans yrðu snubbóttari en oft áður af virðingu við umgjörðina og deildina. Óli vildi meina að ummæli hans eftir síðasta leik KA hefði verið tekið úr samhengi í síðasta þætti af Pepsi Max-mörkunum. Hann var fyrst spurður að fyrstu viðbrögðum eftir frábæran leik sem endaði með 2-3 sigri hans manna. „Bara gríðarlega stoltur og ánægður með strákana“. Hann var þá spurður að því hvort markmiði liðsins væri náð þetta tímabilið en KA menn eru algjörlega sloppnir við falldrauginn. „Nei, við vildum gera betur.“ Blaðamaður spurði þá Óla hvort gengi liðsins hafi orðið eins og það er vegna vandræða með varnarlínuna en KA er með tvo 10 marka menn í liðinu í Hallgrími Mar og Elfari Árna. „Ég ætla bara ekkert að tala um það. Ég er bara ánægður með strákana mína og er með flott lið. Ég ætla bara að tjá mig um það. Eins og ég segi þá er ég stoltur af strákunum mínum“. Að lokum var Óli spurður hvort þetta væri besti leikur KA í sumar. „Við höfum átt marga fína leiki.“ Arnar Gunnlaugsson: Við voru hrikalega flottir í dag„Hann var geggjarður drengurinn. Við vorum hrikalega flottir í þessum leik“, var það fyrsta sem þjálfari Víkinga sagði eftir að blaðamaður spurði hann hvort hans menn hefðu ekki verið í raun og veru verið óheppnir að hafa lent á Aron Degi markmanni KA í feikna góðu stuði í dag. Arnar hélt svo áfram. „Ég veit að það mun koma einhver speki frá sérfræðingunum í Pepsi Max mörkunum um hvað varnarleikurinn okkar sé lélegur og það er alveg hárrétt en við vorum hrikalega flottir í dag. Mikið af opnum sóknarlotum í dag, með því betra sem ég hef séð frá okkur í sumar. Það er af mörgu að taka en markmaðurinn þeirra eru í stuði og við gerðum mistök sem gáfu þeim sigurinn en fyrst og fremst bara flottur leikur hjá okkur og KA voru sterkir líka, þeir voru líka mjög klínískir. Þeir voru ekki mikið með boltann en þeir nýttu það mjög vel þegar þeir höfðu hann“. Arnar var þá spurður að því hvort þetta væri ekki málið að hafa nógu mikið sjálfstraust til að vilja spila fótbolta og þá fengju menn flotta fótboltaleiki. „Ég elska svona leiki, það hefði bara mátt enda 3-2 fyrir okkur og þá hefði ég elskað þetta ennþá meira. Þeir gerðu þetta vel, lágu vel til baka og reyndu svo að pressa en við náðum að leysa pressuna vel. Þeir eru mjög klínískir enda með flotta fótboltamenn og gott lið. Við sjáum fyrsta markið þeirra, þvílík gæði í Hallgrími og lítið hægt að gera við því“. „Við vorum að reyna og reyna og að henda ansi mörgum líkömum fram á við til að skapa eitthvað. Svo kemur þetta þriðja mark sem var mjög slysalegt frá Dodda en hann er búinn að vera frábær í sumar en við héldum áfram að reyna þannig að úr varð hinn besti fótboltaleikur“. Víkingur er hólpið í deild þeirra bestu og var Arnar spurður hvort að markmiðinu væri náð eða hvort þeir hefðu viljað meira í deildinni. „Við vorum að líta mun hærra, við vorum að líta á topp fimm og það leit nú bara ágætlega út fyrir tveimur leikjum síðan. Við erum orðnir helvíti laskaðir núna. Sölvi var algjör stríðsmaður í dag því það leit ekki vel út í morgun með að hann gæti ekki spilað, Davíð var hálf haltur og svo vantar Kára og Dofra. Það vantar dálítið af reynsluboltum en ungu strákarnir eru búnir að standa sig mjög vel. Það örlar enn þá á svona mistökum og ákvarðanatökum sem er allt í eðlilegu lagi en þetta lið verður á næsta ári árinu eldra og árinu sterkara“. Að lokum var þjálfari Víkings spurður að því hvernig seinasti leikurinn yrði lagður upp. „Það er bara að vinna. Við höfum engu að keppa og skiptir ekki máli hvort við lendum í níunda, áttunda eða 10. sæti. Bara að mæta með okkar hugarfar, reyna að spila okkar leik og reyna að skemmta áhorfendum en jafnframt að reyna að fara með gott mómentum inn í vetrarfríið. Það gefur mönnum byr undir báða vængi að mæta brosandi inn í vetrarfríið“. Pepsi Max-deild karla
Bæði Víkingur og KA vissu það að fyrir þessa umferð var enn stærfræðilegur möguleiki á að liðið sem tapaði hér í dag gæti fallið úr Pepsi Max deildinni. Það var þó ekki að sjá á leik liðanna þegar hann var flautaður á. Bæði lið mættu með sjálfstraust og í stað þess að verja stigið var reynt að sækja sigurinn. Þau voru kannski ekki ýkja mörg færin í fyrri hálfleik en á köflum spiluðu liðin frábæran fótbolta og eitt mark af dýrari gerðinni. Hallgrímur Mar kom gestunum yfir á 33. mínútu með stórkostlegur marki og leiddu gestirnir þegar gengið var til búningsklefa. Seinni hálfleikur var ekki nema sjö mínútna gamall þegar KA menn prjónuðu sig upp hægri vænginn og sendi Ásgeir Sigurgeirsson boltann fyrir markið á kollega sinn í sókninni, Elfar Árna Aðalsteinsson, sem þakkaði pent fyrir sig og þrýsti boltanum yfir línuna. Staðan þar með 0-2 en Víkingur lagði ekki árar í bát. Á 58. mínútu komst Kwame Quee einu sinni sem oftar upp að endamörkum og sendi hann fyrir en í þetta skiptið var Guðmundur Andir Tryggvason mættur til að hamra boltann í netið. Maður hefði haldið að þarna myndu heimamenn ganga á lagið og fá eitthvað út úr leiknum en vegna hrikalegra mistaka markvarðar þeirra var svo ekki og KA komst í 1-3 með marki frá Hallgrími Mar. Víkingur hélt samt áfram en fyrir þeim var oft á tíðum maður leiksins hann Aron Dagur Birnuson sem átti stórleik í markinu. Hann kom þó engum vörnum við þegar Kwame Quee skoraði með hælnum á 91. mínútu. 2-3 varð lokaniðurstaðan en bæði lið eru hólpin eftir jafntefli Grindavíkur suður með sjó.Afhverju vann KA?Þeir voru með Aron Dag í rammanum sem varði eins og berserkur. Víkingur fékk færin til að fá eitthvað út úr þessum leik en Aron sá við þeim flestum. Á hinum enda vallarins nýttu KA menn sínar sóknir og geta sáttir haldið norður.Hvað gekk illa?Eins góður og Aron Dagur var í marki KA þá átti Þórður Ingason í brasi. Hann fór í tvö glæfraleg úthlaup í fyrri hálfleik þar sem heppni var að heimamenn fengu ekki á sig mark og svo missti hann boltann inn í þriðja marki KA þegar hann átti með réttu að halda honum fyrir utan línuna.Bestir á vellinum?Eins og áður segir átti Aron Dagur stórleik en Elfar Árni Aðalsteinsson og Hallgrímur Mar voru einnig góðir í sínum aðgerðum. Hjá Víking var Guðmundur Andri Tryggvason sprækur á löngum köflum ásamt Kwame Quee.Hvað næst?Seinasta umferðin verður leikin eftir sex daga og fara Víkingur í ferðalag upp á Skaga og geta pressulausir spilað sinn skemmtilega fótbolta. KA fær Fylki í heimsókn og geta einnig spilað pressulausir og reynt að auka stigasöfnun sína um þrjú stig. Óli Stefán: Bara gríðarlega stoltur og ánægður með strákanaÞjálfari KA var ánægður með sigur sinna manna í Víkinni í dag en var síður ánægður með umfjöllun Pepsi Max markanna eftir seinustu umferð. Hann tilkynnti blaðamanni að svör hans yrðu snubbóttari en oft áður af virðingu við umgjörðina og deildina. Óli vildi meina að ummæli hans eftir síðasta leik KA hefði verið tekið úr samhengi í síðasta þætti af Pepsi Max-mörkunum. Hann var fyrst spurður að fyrstu viðbrögðum eftir frábæran leik sem endaði með 2-3 sigri hans manna. „Bara gríðarlega stoltur og ánægður með strákana“. Hann var þá spurður að því hvort markmiði liðsins væri náð þetta tímabilið en KA menn eru algjörlega sloppnir við falldrauginn. „Nei, við vildum gera betur.“ Blaðamaður spurði þá Óla hvort gengi liðsins hafi orðið eins og það er vegna vandræða með varnarlínuna en KA er með tvo 10 marka menn í liðinu í Hallgrími Mar og Elfari Árna. „Ég ætla bara ekkert að tala um það. Ég er bara ánægður með strákana mína og er með flott lið. Ég ætla bara að tjá mig um það. Eins og ég segi þá er ég stoltur af strákunum mínum“. Að lokum var Óli spurður hvort þetta væri besti leikur KA í sumar. „Við höfum átt marga fína leiki.“ Arnar Gunnlaugsson: Við voru hrikalega flottir í dag„Hann var geggjarður drengurinn. Við vorum hrikalega flottir í þessum leik“, var það fyrsta sem þjálfari Víkinga sagði eftir að blaðamaður spurði hann hvort hans menn hefðu ekki verið í raun og veru verið óheppnir að hafa lent á Aron Degi markmanni KA í feikna góðu stuði í dag. Arnar hélt svo áfram. „Ég veit að það mun koma einhver speki frá sérfræðingunum í Pepsi Max mörkunum um hvað varnarleikurinn okkar sé lélegur og það er alveg hárrétt en við vorum hrikalega flottir í dag. Mikið af opnum sóknarlotum í dag, með því betra sem ég hef séð frá okkur í sumar. Það er af mörgu að taka en markmaðurinn þeirra eru í stuði og við gerðum mistök sem gáfu þeim sigurinn en fyrst og fremst bara flottur leikur hjá okkur og KA voru sterkir líka, þeir voru líka mjög klínískir. Þeir voru ekki mikið með boltann en þeir nýttu það mjög vel þegar þeir höfðu hann“. Arnar var þá spurður að því hvort þetta væri ekki málið að hafa nógu mikið sjálfstraust til að vilja spila fótbolta og þá fengju menn flotta fótboltaleiki. „Ég elska svona leiki, það hefði bara mátt enda 3-2 fyrir okkur og þá hefði ég elskað þetta ennþá meira. Þeir gerðu þetta vel, lágu vel til baka og reyndu svo að pressa en við náðum að leysa pressuna vel. Þeir eru mjög klínískir enda með flotta fótboltamenn og gott lið. Við sjáum fyrsta markið þeirra, þvílík gæði í Hallgrími og lítið hægt að gera við því“. „Við vorum að reyna og reyna og að henda ansi mörgum líkömum fram á við til að skapa eitthvað. Svo kemur þetta þriðja mark sem var mjög slysalegt frá Dodda en hann er búinn að vera frábær í sumar en við héldum áfram að reyna þannig að úr varð hinn besti fótboltaleikur“. Víkingur er hólpið í deild þeirra bestu og var Arnar spurður hvort að markmiðinu væri náð eða hvort þeir hefðu viljað meira í deildinni. „Við vorum að líta mun hærra, við vorum að líta á topp fimm og það leit nú bara ágætlega út fyrir tveimur leikjum síðan. Við erum orðnir helvíti laskaðir núna. Sölvi var algjör stríðsmaður í dag því það leit ekki vel út í morgun með að hann gæti ekki spilað, Davíð var hálf haltur og svo vantar Kára og Dofra. Það vantar dálítið af reynsluboltum en ungu strákarnir eru búnir að standa sig mjög vel. Það örlar enn þá á svona mistökum og ákvarðanatökum sem er allt í eðlilegu lagi en þetta lið verður á næsta ári árinu eldra og árinu sterkara“. Að lokum var þjálfari Víkings spurður að því hvernig seinasti leikurinn yrði lagður upp. „Það er bara að vinna. Við höfum engu að keppa og skiptir ekki máli hvort við lendum í níunda, áttunda eða 10. sæti. Bara að mæta með okkar hugarfar, reyna að spila okkar leik og reyna að skemmta áhorfendum en jafnframt að reyna að fara með gott mómentum inn í vetrarfríið. Það gefur mönnum byr undir báða vængi að mæta brosandi inn í vetrarfríið“.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti