Ferðamenn fari með gát vegna vatnavaxta á Vesturlandi og Vestfjörðum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. september 2019 13:27 Ferðamenn urðu innlyksa í gær á vegi við Langavatn vegna mikilla vatnavaxta en vegurinn fór hreinlega í sundur. Senda þurfti þyrlu landhelgisgæslunnar eftir fólkinu. Veðurfræðingur biðlar til almennings að fylgjast vel með veðurfréttum. Veðurstofa Íslands Veðurstofa Íslands hefur ákveðið að framlengja úrkomuviðvaranir fyrir Faxaflóa, Breiðafjörð og Vestfirði. Á síðasta sólarhring hefur rignt gríðarlega á vesturhelmingi landsins og útlit er fyrir enn meiri ofankomu á næstu klukkutímum. Á Vestfjörðum er gul úrkomuviðvörun í gildi til klukkan átta í kvöld en appelsínugul í Faxaflóa og Breiðafirði til klukkan sex síðdegis. Hrafn Guðmundsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands ráðleggur íbúum á Vesturhluta landsins að fylgjast vel með fréttum, ástandi vega og vefsvæði veðurstofunnar því ástandið verður endurmetið jafnóðum. „Það verður aðeins aukning á úrkomunni núna á næstu klukkutímum á Snæfellsnesi og Mýrum og svo inná Breiðafirði þar sem úrkomubakki er að ferðast yfir. Það dró svolítið úr úrkomunni á Vestfjörðum og við Breiðafjörð í gærkvöldi og í nótt þannig að við eigum von á að aukist núna aðeins aftur og verði jafnvel mikil úrkoma á ákveðnum stöðum,“ segir Hrafn.Hvað þarf fólk að hafa í huga þegar er svona mikil ofankoma?„Fylgjast vel með fréttum og Vegagerðinni, ástandi vega, það hafa einhverjir vegir rofnað þarna, aðallega í Skagaströnd og einhverjar skriður fallið ekki mikið samt, en það eru alltaf líkur á því að það gerist í dag.“ Búast má við auknu afrennsi og vatnavöxtum í ám og lækjum sem eykur hættu á flóðum og skriðuföllum og getur valdið tjóni og raskað samgöngum einkum á sunnanverðu Snæfellsnesi. Einnig er aukið álag á fráveitukerfi. Fólk er hvatt til að huga að niðurföllum til að forðast vatnstjón. Ferðamenn urðu innlyksa í gær á vegi við Langavatn vegna mikilla vatnavaxta en vegurinn fór hreinlega í sundur. Senda þurfti þyrlu landhelgisgæslunnar eftir fólkinu. Sjá nánar: Ferðamennirnir komnir í þyrluna og á leið til byggðaEr sniðugt að fólk sé mikið á ferli á þessum slóðum í dag?„Kannski ekki akkúrat núna en þetta á nú eftir að lagast. Þetta er bara rétt í dag og dregur síðan úr úrkomunni suðvestanlands svo hjaðnar þetta væntanlega smám saman en á morgun verður úrkomulítið. Þannig að þetta er nú bara svona rétt núna á meðan þetta úrkomusvæði er að ganga yfir sem þarf að hafa varann á ef fólk er á ferðinni,“ segir Hrafn. Hrafn segir að erfitt sé að segja til um það hvort fleiri vegir fari í sundur í dag. „Það eru alveg líkur á því, það gerðist í gær og úrkoman er að aukast aftur núna næstu klukkutímana og þetta er þá bara viðbót. Viðkvæmur jarðvegurinn tekur ekki eins vel við. Við verðum bara að bíða og sjá,“ segir Hrafn. Veður Tengdar fréttir Rigning um allt land næstu daga Gefin hefur verið út gul viðvörun á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og á Faxaflóa en mögulegt er að slík viðvörun verði einnig gefin út fyrir norðanvert landið, Breiðafjörð og Vestfirði. 19. september 2019 06:15 Skriða lokar veginum yst á Skarðsströnd Vatnavextir eru nú víða og ekki hvað síst á Vesturlandi og Vestfjörðum. 19. september 2019 22:10 Ferðamennirnir komnir í þyrluna og á leið til byggða Björgunarsveitir á Vesturlandi voru kallaðar út um eittleytið í dag vegna ferðamanna í bíl sem eru innlyksa á vegi við Langavatn. Vegurinn er næstum alfarið í sundur og vatnavextir miklir. 19. september 2019 15:10 Enn einn blauti dagurinn Appelsínugul viðvörun er enn í gildi við Faxaflóa og Breiðafjörð í dag. Mikil úrkoma hefur verið á vesturhelmingi landsins síðastliðinn sólarhring og áfram er spáð úrkomu frameftir degi. 20. september 2019 08:43 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Veðurstofa Íslands hefur ákveðið að framlengja úrkomuviðvaranir fyrir Faxaflóa, Breiðafjörð og Vestfirði. Á síðasta sólarhring hefur rignt gríðarlega á vesturhelmingi landsins og útlit er fyrir enn meiri ofankomu á næstu klukkutímum. Á Vestfjörðum er gul úrkomuviðvörun í gildi til klukkan átta í kvöld en appelsínugul í Faxaflóa og Breiðafirði til klukkan sex síðdegis. Hrafn Guðmundsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands ráðleggur íbúum á Vesturhluta landsins að fylgjast vel með fréttum, ástandi vega og vefsvæði veðurstofunnar því ástandið verður endurmetið jafnóðum. „Það verður aðeins aukning á úrkomunni núna á næstu klukkutímum á Snæfellsnesi og Mýrum og svo inná Breiðafirði þar sem úrkomubakki er að ferðast yfir. Það dró svolítið úr úrkomunni á Vestfjörðum og við Breiðafjörð í gærkvöldi og í nótt þannig að við eigum von á að aukist núna aðeins aftur og verði jafnvel mikil úrkoma á ákveðnum stöðum,“ segir Hrafn.Hvað þarf fólk að hafa í huga þegar er svona mikil ofankoma?„Fylgjast vel með fréttum og Vegagerðinni, ástandi vega, það hafa einhverjir vegir rofnað þarna, aðallega í Skagaströnd og einhverjar skriður fallið ekki mikið samt, en það eru alltaf líkur á því að það gerist í dag.“ Búast má við auknu afrennsi og vatnavöxtum í ám og lækjum sem eykur hættu á flóðum og skriðuföllum og getur valdið tjóni og raskað samgöngum einkum á sunnanverðu Snæfellsnesi. Einnig er aukið álag á fráveitukerfi. Fólk er hvatt til að huga að niðurföllum til að forðast vatnstjón. Ferðamenn urðu innlyksa í gær á vegi við Langavatn vegna mikilla vatnavaxta en vegurinn fór hreinlega í sundur. Senda þurfti þyrlu landhelgisgæslunnar eftir fólkinu. Sjá nánar: Ferðamennirnir komnir í þyrluna og á leið til byggðaEr sniðugt að fólk sé mikið á ferli á þessum slóðum í dag?„Kannski ekki akkúrat núna en þetta á nú eftir að lagast. Þetta er bara rétt í dag og dregur síðan úr úrkomunni suðvestanlands svo hjaðnar þetta væntanlega smám saman en á morgun verður úrkomulítið. Þannig að þetta er nú bara svona rétt núna á meðan þetta úrkomusvæði er að ganga yfir sem þarf að hafa varann á ef fólk er á ferðinni,“ segir Hrafn. Hrafn segir að erfitt sé að segja til um það hvort fleiri vegir fari í sundur í dag. „Það eru alveg líkur á því, það gerðist í gær og úrkoman er að aukast aftur núna næstu klukkutímana og þetta er þá bara viðbót. Viðkvæmur jarðvegurinn tekur ekki eins vel við. Við verðum bara að bíða og sjá,“ segir Hrafn.
Veður Tengdar fréttir Rigning um allt land næstu daga Gefin hefur verið út gul viðvörun á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og á Faxaflóa en mögulegt er að slík viðvörun verði einnig gefin út fyrir norðanvert landið, Breiðafjörð og Vestfirði. 19. september 2019 06:15 Skriða lokar veginum yst á Skarðsströnd Vatnavextir eru nú víða og ekki hvað síst á Vesturlandi og Vestfjörðum. 19. september 2019 22:10 Ferðamennirnir komnir í þyrluna og á leið til byggða Björgunarsveitir á Vesturlandi voru kallaðar út um eittleytið í dag vegna ferðamanna í bíl sem eru innlyksa á vegi við Langavatn. Vegurinn er næstum alfarið í sundur og vatnavextir miklir. 19. september 2019 15:10 Enn einn blauti dagurinn Appelsínugul viðvörun er enn í gildi við Faxaflóa og Breiðafjörð í dag. Mikil úrkoma hefur verið á vesturhelmingi landsins síðastliðinn sólarhring og áfram er spáð úrkomu frameftir degi. 20. september 2019 08:43 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Rigning um allt land næstu daga Gefin hefur verið út gul viðvörun á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og á Faxaflóa en mögulegt er að slík viðvörun verði einnig gefin út fyrir norðanvert landið, Breiðafjörð og Vestfirði. 19. september 2019 06:15
Skriða lokar veginum yst á Skarðsströnd Vatnavextir eru nú víða og ekki hvað síst á Vesturlandi og Vestfjörðum. 19. september 2019 22:10
Ferðamennirnir komnir í þyrluna og á leið til byggða Björgunarsveitir á Vesturlandi voru kallaðar út um eittleytið í dag vegna ferðamanna í bíl sem eru innlyksa á vegi við Langavatn. Vegurinn er næstum alfarið í sundur og vatnavextir miklir. 19. september 2019 15:10
Enn einn blauti dagurinn Appelsínugul viðvörun er enn í gildi við Faxaflóa og Breiðafjörð í dag. Mikil úrkoma hefur verið á vesturhelmingi landsins síðastliðinn sólarhring og áfram er spáð úrkomu frameftir degi. 20. september 2019 08:43